Toppurinn á ferli Kristjáns Arasonar var fyrir nákvæmlega þrjátíu árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 17:00 Kristján Arason skrifaði nýjan kafla í sögu íslenskra boltaíþrótta á þessum degi fyrir þrjátíu árum síðar. Skjámynd/Youtube Kristján Arason varð Evrópumeistari bikarhafa 29. maí 1990 með félögum sínum í spænska Teka Santander. Teka Santander vann þá upp tveggja marka forskot sænska liðsins Drott með því að vinna 23-18 sigur í seinni leiknum á Spáni. Enginn Íslendingur hafði þá orðið Evrópumeistari í hópíþrótt en árið á undan hafði Alfreð Gíslason tapað á grátlegan hátt í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í handbolta með Essen og Ásgeir Sigurvinsson tapaði sama vor í úrslitaleik UEFA-bikarsins með Stuttgart. Arnór Guðjohnsen hafði einnig tapað úrslitaleik með Anderlecht og þá höfði Valsmenn tapað í úrslitaleik meistaraliða í handbolta árið 1980. Þetta var líka sögulegur titill fyrir Teka-liðið, sem er frá borginni Santander á Norður-Spáni. Árið áður hafði Kristján Arason hjálað liðinu að vinna spænska bikarinn og þetta var síðan fyrsti alþjóðlegi titilinn. Alla nóttina dansaði fólkið í Santander út á götu „Evrópumeistaratitillinn er toppurinn á mínum ferli, á því leikur ekki minnsti vafi. Þessi sigur var í einu orði sagt stórkostlegur. Við náðum fljótlega 4-5 marka forystu og segja má að sænska liðið hafi eftir það aldrei náð að ógna okkur. Í kjölfar sigursins brutust að vonum út mikil fagnaðarlæti í borginni og í alla nótt hefur fólk í Santander dansað á götum úti og ennþá eru bíleigendur að þeyta bílflautur sínar," sagði Kristján Arason í samtali við Jón Kristján Sigurðsson á DV. Kristján Arason í leiknum fyrir þrjátíu árum síðan.Skjámynd/Youtube Kristján Arason hafði áður orðið þýskur meistari með Gummersbach en þaðan hann fór hann síðan til Teka Santander árið 1988. Kristján Arason skoraði þrjú mörk í seinni leiknum og fór fyrir sínu liði í varnarleiknum. Hann var samt mjög tæpur að ná leiknum. Öxlin var deyfð rétt fyrir leikinn „Ég var smeykur um að geta ekki leikið þennan úrslitaleik því ég hef verið slæmur í öxlinni að undanförnu. Ég hef verið í meðferð hjá læknum liðsins og rétt fyrir leikinn í gærkvöldi var öxlin deyfð með þeim árangri að ég fann ekkert til meðan á leiknum stóð. Ég gat ekki skotið utan af velli en færði mig aðeins nær vörninni með góðum árangri," sagði Kristján Arason í samtalinu við blaðamann DV. Kristján Arason var eitt ár í viðbót út á Spáni en kom svo heim í FH sumarið 1991. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þennan fræga og sögulega leik Kristjáns Arasona á spænskri Youtube-síðu sem geymir fræga íþróttakappleiki spænsku þjóðarinnar. watch on YouTube Handbolti Spænski handboltinn Tímamót Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Kristján Arason varð Evrópumeistari bikarhafa 29. maí 1990 með félögum sínum í spænska Teka Santander. Teka Santander vann þá upp tveggja marka forskot sænska liðsins Drott með því að vinna 23-18 sigur í seinni leiknum á Spáni. Enginn Íslendingur hafði þá orðið Evrópumeistari í hópíþrótt en árið á undan hafði Alfreð Gíslason tapað á grátlegan hátt í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í handbolta með Essen og Ásgeir Sigurvinsson tapaði sama vor í úrslitaleik UEFA-bikarsins með Stuttgart. Arnór Guðjohnsen hafði einnig tapað úrslitaleik með Anderlecht og þá höfði Valsmenn tapað í úrslitaleik meistaraliða í handbolta árið 1980. Þetta var líka sögulegur titill fyrir Teka-liðið, sem er frá borginni Santander á Norður-Spáni. Árið áður hafði Kristján Arason hjálað liðinu að vinna spænska bikarinn og þetta var síðan fyrsti alþjóðlegi titilinn. Alla nóttina dansaði fólkið í Santander út á götu „Evrópumeistaratitillinn er toppurinn á mínum ferli, á því leikur ekki minnsti vafi. Þessi sigur var í einu orði sagt stórkostlegur. Við náðum fljótlega 4-5 marka forystu og segja má að sænska liðið hafi eftir það aldrei náð að ógna okkur. Í kjölfar sigursins brutust að vonum út mikil fagnaðarlæti í borginni og í alla nótt hefur fólk í Santander dansað á götum úti og ennþá eru bíleigendur að þeyta bílflautur sínar," sagði Kristján Arason í samtali við Jón Kristján Sigurðsson á DV. Kristján Arason í leiknum fyrir þrjátíu árum síðan.Skjámynd/Youtube Kristján Arason hafði áður orðið þýskur meistari með Gummersbach en þaðan hann fór hann síðan til Teka Santander árið 1988. Kristján Arason skoraði þrjú mörk í seinni leiknum og fór fyrir sínu liði í varnarleiknum. Hann var samt mjög tæpur að ná leiknum. Öxlin var deyfð rétt fyrir leikinn „Ég var smeykur um að geta ekki leikið þennan úrslitaleik því ég hef verið slæmur í öxlinni að undanförnu. Ég hef verið í meðferð hjá læknum liðsins og rétt fyrir leikinn í gærkvöldi var öxlin deyfð með þeim árangri að ég fann ekkert til meðan á leiknum stóð. Ég gat ekki skotið utan af velli en færði mig aðeins nær vörninni með góðum árangri," sagði Kristján Arason í samtalinu við blaðamann DV. Kristján Arason var eitt ár í viðbót út á Spáni en kom svo heim í FH sumarið 1991. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þennan fræga og sögulega leik Kristjáns Arasona á spænskri Youtube-síðu sem geymir fræga íþróttakappleiki spænsku þjóðarinnar. watch on YouTube
Handbolti Spænski handboltinn Tímamót Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira