Toppurinn á ferli Kristjáns Arasonar var fyrir nákvæmlega þrjátíu árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 17:00 Kristján Arason skrifaði nýjan kafla í sögu íslenskra boltaíþrótta á þessum degi fyrir þrjátíu árum síðar. Skjámynd/Youtube Kristján Arason varð Evrópumeistari bikarhafa 29. maí 1990 með félögum sínum í spænska Teka Santander. Teka Santander vann þá upp tveggja marka forskot sænska liðsins Drott með því að vinna 23-18 sigur í seinni leiknum á Spáni. Enginn Íslendingur hafði þá orðið Evrópumeistari í hópíþrótt en árið á undan hafði Alfreð Gíslason tapað á grátlegan hátt í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í handbolta með Essen og Ásgeir Sigurvinsson tapaði sama vor í úrslitaleik UEFA-bikarsins með Stuttgart. Arnór Guðjohnsen hafði einnig tapað úrslitaleik með Anderlecht og þá höfði Valsmenn tapað í úrslitaleik meistaraliða í handbolta árið 1980. Þetta var líka sögulegur titill fyrir Teka-liðið, sem er frá borginni Santander á Norður-Spáni. Árið áður hafði Kristján Arason hjálað liðinu að vinna spænska bikarinn og þetta var síðan fyrsti alþjóðlegi titilinn. Alla nóttina dansaði fólkið í Santander út á götu „Evrópumeistaratitillinn er toppurinn á mínum ferli, á því leikur ekki minnsti vafi. Þessi sigur var í einu orði sagt stórkostlegur. Við náðum fljótlega 4-5 marka forystu og segja má að sænska liðið hafi eftir það aldrei náð að ógna okkur. Í kjölfar sigursins brutust að vonum út mikil fagnaðarlæti í borginni og í alla nótt hefur fólk í Santander dansað á götum úti og ennþá eru bíleigendur að þeyta bílflautur sínar," sagði Kristján Arason í samtali við Jón Kristján Sigurðsson á DV. Kristján Arason í leiknum fyrir þrjátíu árum síðan.Skjámynd/Youtube Kristján Arason hafði áður orðið þýskur meistari með Gummersbach en þaðan hann fór hann síðan til Teka Santander árið 1988. Kristján Arason skoraði þrjú mörk í seinni leiknum og fór fyrir sínu liði í varnarleiknum. Hann var samt mjög tæpur að ná leiknum. Öxlin var deyfð rétt fyrir leikinn „Ég var smeykur um að geta ekki leikið þennan úrslitaleik því ég hef verið slæmur í öxlinni að undanförnu. Ég hef verið í meðferð hjá læknum liðsins og rétt fyrir leikinn í gærkvöldi var öxlin deyfð með þeim árangri að ég fann ekkert til meðan á leiknum stóð. Ég gat ekki skotið utan af velli en færði mig aðeins nær vörninni með góðum árangri," sagði Kristján Arason í samtalinu við blaðamann DV. Kristján Arason var eitt ár í viðbót út á Spáni en kom svo heim í FH sumarið 1991. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þennan fræga og sögulega leik Kristjáns Arasona á spænskri Youtube-síðu sem geymir fræga íþróttakappleiki spænsku þjóðarinnar. watch on YouTube Handbolti Spænski handboltinn Tímamót Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Kristján Arason varð Evrópumeistari bikarhafa 29. maí 1990 með félögum sínum í spænska Teka Santander. Teka Santander vann þá upp tveggja marka forskot sænska liðsins Drott með því að vinna 23-18 sigur í seinni leiknum á Spáni. Enginn Íslendingur hafði þá orðið Evrópumeistari í hópíþrótt en árið á undan hafði Alfreð Gíslason tapað á grátlegan hátt í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í handbolta með Essen og Ásgeir Sigurvinsson tapaði sama vor í úrslitaleik UEFA-bikarsins með Stuttgart. Arnór Guðjohnsen hafði einnig tapað úrslitaleik með Anderlecht og þá höfði Valsmenn tapað í úrslitaleik meistaraliða í handbolta árið 1980. Þetta var líka sögulegur titill fyrir Teka-liðið, sem er frá borginni Santander á Norður-Spáni. Árið áður hafði Kristján Arason hjálað liðinu að vinna spænska bikarinn og þetta var síðan fyrsti alþjóðlegi titilinn. Alla nóttina dansaði fólkið í Santander út á götu „Evrópumeistaratitillinn er toppurinn á mínum ferli, á því leikur ekki minnsti vafi. Þessi sigur var í einu orði sagt stórkostlegur. Við náðum fljótlega 4-5 marka forystu og segja má að sænska liðið hafi eftir það aldrei náð að ógna okkur. Í kjölfar sigursins brutust að vonum út mikil fagnaðarlæti í borginni og í alla nótt hefur fólk í Santander dansað á götum úti og ennþá eru bíleigendur að þeyta bílflautur sínar," sagði Kristján Arason í samtali við Jón Kristján Sigurðsson á DV. Kristján Arason í leiknum fyrir þrjátíu árum síðan.Skjámynd/Youtube Kristján Arason hafði áður orðið þýskur meistari með Gummersbach en þaðan hann fór hann síðan til Teka Santander árið 1988. Kristján Arason skoraði þrjú mörk í seinni leiknum og fór fyrir sínu liði í varnarleiknum. Hann var samt mjög tæpur að ná leiknum. Öxlin var deyfð rétt fyrir leikinn „Ég var smeykur um að geta ekki leikið þennan úrslitaleik því ég hef verið slæmur í öxlinni að undanförnu. Ég hef verið í meðferð hjá læknum liðsins og rétt fyrir leikinn í gærkvöldi var öxlin deyfð með þeim árangri að ég fann ekkert til meðan á leiknum stóð. Ég gat ekki skotið utan af velli en færði mig aðeins nær vörninni með góðum árangri," sagði Kristján Arason í samtalinu við blaðamann DV. Kristján Arason var eitt ár í viðbót út á Spáni en kom svo heim í FH sumarið 1991. Hér fyrir neðan er hægt að sjá þennan fræga og sögulega leik Kristjáns Arasona á spænskri Youtube-síðu sem geymir fræga íþróttakappleiki spænsku þjóðarinnar. watch on YouTube
Handbolti Spænski handboltinn Tímamót Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira