Pepsi Max kvenna eftir 10 daga: Arna var sú fyrsta en Vanda er sú sigursælasta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 13:30 Arna K. Steinsen lyftir hér Íslandsbikarnum á baksíðu Morgunblaðsins eftir að hafa verið fyrsta konan til að gera lið að Íslandsmeistutum. Úrklippan er úr Morgunblaðinu frá 4. september 1993. Skjáskot af timarit.is Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Arna K. Steinsen skrifaði nýjan kafla í sögu úrvalsdeildar kvenna í fótbolta sumarið 1993 þegar hún gerði KR-konur að Íslandsmeisturum. Arna varð þá frysta konan til að gera meistaraflokkslið að Íslandsmeisturum í knattspyrnu en hún tók þá við liðinu aftur eftir eins árs hlé. Þessi titill var líka sá fyrsti sem kom í Vesturbæinn í kvennaflokki og fyrsti Íslandsmeistaratitilinn í Frostaskjóli í 25 ár eða síðan KR karlarnir unnu hann síðast 1968. Arnar gerði KR aftur að Íslandsmeisturum (1998) áður en KR-karlarnir unnu loksins 1999. Arna tók skónna af hillunni og var spilandi þjálfari liðsins sem fór úr því að enda í sjötta sæti sumarið 1992 í að hampa Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Miklu munaði að Arna fékk KR-ingana Helenu Ólafsdóttur og Guðlaugu Jónsdóttur aftur heim í KR og þá kom Ásthildur Helgadóttir frá Breiðabliki. Vanda Sigurgeirsdóttir bættist í hópinn með Örnu árið eftir þegar hún gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum sem spilandi þjálfari og endurtók Vanda síðan leikinn 1995 og 1996. Vanda átti síðan eftir að vinna þrjá titla sem þjálfari KR frá 1999 til 2003 og er sá þjálfari sem hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla hjá konum eða sex talsins. Ragna Lóa Stefánsdóttir gerði KR að Íslandsmeisturum 1997 og síðasta konan til að komast í meistaraþjálfara hópinn til dagsins í dag var Elísabet Gunnarsdóttir en undir hennar stjórn unnu Valskonur titilinn fjórum sinnum á fimm árum frá 2004 til 2008. Konur gerðu því lið þrettán sinnum að Íslandsmeisturum á 25 árum frá 1993 til 2008 en engri konu hefur tekist það undanfarin ellefu sumur. Konur sem hafa gerð lið að Íslandsmeisturum kvenna í fótbolta: 6 - Vanda Sigurgeirsdóttir (Breiðablik og KR) 4 - Elísabet Gunnarsdóttir (Val) 2 - Arna K. Steinsen (KR) 1 - Ragna Lóa Stefánsdóttir (KR) Pepsi Max-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Arna K. Steinsen skrifaði nýjan kafla í sögu úrvalsdeildar kvenna í fótbolta sumarið 1993 þegar hún gerði KR-konur að Íslandsmeisturum. Arna varð þá frysta konan til að gera meistaraflokkslið að Íslandsmeisturum í knattspyrnu en hún tók þá við liðinu aftur eftir eins árs hlé. Þessi titill var líka sá fyrsti sem kom í Vesturbæinn í kvennaflokki og fyrsti Íslandsmeistaratitilinn í Frostaskjóli í 25 ár eða síðan KR karlarnir unnu hann síðast 1968. Arnar gerði KR aftur að Íslandsmeisturum (1998) áður en KR-karlarnir unnu loksins 1999. Arna tók skónna af hillunni og var spilandi þjálfari liðsins sem fór úr því að enda í sjötta sæti sumarið 1992 í að hampa Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn. Miklu munaði að Arna fékk KR-ingana Helenu Ólafsdóttur og Guðlaugu Jónsdóttur aftur heim í KR og þá kom Ásthildur Helgadóttir frá Breiðabliki. Vanda Sigurgeirsdóttir bættist í hópinn með Örnu árið eftir þegar hún gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum sem spilandi þjálfari og endurtók Vanda síðan leikinn 1995 og 1996. Vanda átti síðan eftir að vinna þrjá titla sem þjálfari KR frá 1999 til 2003 og er sá þjálfari sem hefur unnið flesta Íslandsmeistaratitla hjá konum eða sex talsins. Ragna Lóa Stefánsdóttir gerði KR að Íslandsmeisturum 1997 og síðasta konan til að komast í meistaraþjálfara hópinn til dagsins í dag var Elísabet Gunnarsdóttir en undir hennar stjórn unnu Valskonur titilinn fjórum sinnum á fimm árum frá 2004 til 2008. Konur gerðu því lið þrettán sinnum að Íslandsmeisturum á 25 árum frá 1993 til 2008 en engri konu hefur tekist það undanfarin ellefu sumur. Konur sem hafa gerð lið að Íslandsmeisturum kvenna í fótbolta: 6 - Vanda Sigurgeirsdóttir (Breiðablik og KR) 4 - Elísabet Gunnarsdóttir (Val) 2 - Arna K. Steinsen (KR) 1 - Ragna Lóa Stefánsdóttir (KR)
Konur sem hafa gerð lið að Íslandsmeisturum kvenna í fótbolta: 6 - Vanda Sigurgeirsdóttir (Breiðablik og KR) 4 - Elísabet Gunnarsdóttir (Val) 2 - Arna K. Steinsen (KR) 1 - Ragna Lóa Stefánsdóttir (KR)
Pepsi Max-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira