Fyrir einu ári fór fram í Liverpool eitthvað sem má alls ekki fara fram í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 13:00 Leikmenn Liverpool í sigurskrúðgöngu félagsins á þessum degi fyrir ári síðan. Getty/Nigel Roddis Enska úrvalsdeildin hefur legið í dvala síðustu mánuði vegna kórónuveirunnar en nú eru liðin farin að æfa á fullum krafti og leikar hefjast að nýju eftir fimmtán daga. Það verður þó ekki mikil spenna í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Liverpool verður enskur meistari árið 2020. Eina spurningin er hvenær. Enska úrvalsdeildin á að fara aftur af stað á Þjóðhátíðardegi Íslendinga og þá er það aðeins tímaspursmál hvenær Liverpool tryggir sér þessi sex stig sem vantar upp á svo þeir geti kallað sig enska meistara í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Ein af stóru áhyggjum stjórnvalda í Englandi við endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar virðist vera væntanleg sigurhátíð og fögnuður stuðningsmanna Liverpool. A lot happens in a year When will we get to see scenes like this again?#OTD #LFC pic.twitter.com/m99R57Pwgw— Match of the Day (@BBCMOTD) June 2, 2020 Borgarstjórinn í Liverpool lýsti því meðal annars yfir fyrir nokkru að hann vildi alls ekki hefja leik að nýja af ótta við fönguð stuðningsmanna Liverpool liðsins. Þau ummæli féllu reyndar í grýttan jarðveg og hvað þá þegar menn áttuðu sig á því að hann var harður stuðningsmaður Everton. Stuðningsmenn Liverpool eru búnir að bíða lengi eftir því að vinna ensku úrvalsdeildina í frysta sinn. Þegar Liverpool varð síðast enskur meistari þá hét deildina enska 1. deildin. Það var vorið 1990. Enska úrvalsdeildin varð til haustið 1992 og sex félög hafa unnið hana. Liverpool er ekki eitt af þeim liðum. Manchester United (13 sinnum), Chelsea (5), Manchester City (4), Arsenal (3), Blackburn Rovers og Leicester City hafa unnið ensku úrvalsdeildina. Blackburn Rovers fagnaði meðal annars titlinum á Anfield eftir síðasta leikinn sinn og með Liverpool goðsögnina Kenny Dalglish sem knattspyrnustjóra. This city is amazing. This club is amazing. This is Liverpool! #LFC pic.twitter.com/aASFYcpBvf— Tom Munns (@TomMunns1) June 2, 2019 En af hverju óttast menn fögnuð stuðningsmanna Liverpool svona mikið? Jú þeir sem fylgdust með þeim fagna sigri í Meistaradeildarinnar í fyrra sáu að fjöldi manns gæti streymt út á göturnar þegar Liverpool tryggir sér titilinn. 2. júní 2019 eða fyrir nákvæmlega einu ári síðan fögnuðu stuðningsmenn Liverpool saman sigri liðsins í Meistaradeildarinnar með ótrúlegri sigurskrúðgöngu í Liverpool borg. Liverpool hafði unnið 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madrid kvöldið áður en hafði flogið aftur til Liverpool um morguninn. Slík sigurskrúðganga fer ekki fram aftur í Liverpool fyrr en kórónuveirufaraldurinn er afstaðinn og Jürgen Klopp hefur biðlað til stuðningsmanna Liverpool að halda upp á sigurinn heima hjá sér en ekki út á götum Liverpool eða við Anfield leikvanginn. "When we will start, it will be four-and-a-half weeks or so (of preparation). That for us is pretty comfortable to be honest."Jurgen Klopp says he has no worries about the Premier League returning so soon. #KeysandGray #LFCFull interview ?? https://t.co/7cenmqFHIR pic.twitter.com/257h9SXMwR— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) May 30, 2020 Leikirnir þar sem Liverpool mun geta tryggt sér titilinn munu fara fram á hlutlausum völlum og því er það alveg ljóst að Liverpool tryggir sér ekki titilinn á Anfield. Það væri hætt við því að fólk myndi safnast saman við leikvanginn í stórum stíl þótt að engir áhorfendur fengju að vera inn á leikvanginum sjálfum. Nú reynir því á stuðningsmenn Liverpool að sýna skynsemi og bera virðingu fyrir fordæmalausum tímum. Enski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefur legið í dvala síðustu mánuði vegna kórónuveirunnar en nú eru liðin farin að æfa á fullum krafti og leikar hefjast að nýju eftir fimmtán daga. Það verður þó ekki mikil spenna í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Liverpool verður enskur meistari árið 2020. Eina spurningin er hvenær. Enska úrvalsdeildin á að fara aftur af stað á Þjóðhátíðardegi Íslendinga og þá er það aðeins tímaspursmál hvenær Liverpool tryggir sér þessi sex stig sem vantar upp á svo þeir geti kallað sig enska meistara í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Ein af stóru áhyggjum stjórnvalda í Englandi við endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar virðist vera væntanleg sigurhátíð og fögnuður stuðningsmanna Liverpool. A lot happens in a year When will we get to see scenes like this again?#OTD #LFC pic.twitter.com/m99R57Pwgw— Match of the Day (@BBCMOTD) June 2, 2020 Borgarstjórinn í Liverpool lýsti því meðal annars yfir fyrir nokkru að hann vildi alls ekki hefja leik að nýja af ótta við fönguð stuðningsmanna Liverpool liðsins. Þau ummæli féllu reyndar í grýttan jarðveg og hvað þá þegar menn áttuðu sig á því að hann var harður stuðningsmaður Everton. Stuðningsmenn Liverpool eru búnir að bíða lengi eftir því að vinna ensku úrvalsdeildina í frysta sinn. Þegar Liverpool varð síðast enskur meistari þá hét deildina enska 1. deildin. Það var vorið 1990. Enska úrvalsdeildin varð til haustið 1992 og sex félög hafa unnið hana. Liverpool er ekki eitt af þeim liðum. Manchester United (13 sinnum), Chelsea (5), Manchester City (4), Arsenal (3), Blackburn Rovers og Leicester City hafa unnið ensku úrvalsdeildina. Blackburn Rovers fagnaði meðal annars titlinum á Anfield eftir síðasta leikinn sinn og með Liverpool goðsögnina Kenny Dalglish sem knattspyrnustjóra. This city is amazing. This club is amazing. This is Liverpool! #LFC pic.twitter.com/aASFYcpBvf— Tom Munns (@TomMunns1) June 2, 2019 En af hverju óttast menn fögnuð stuðningsmanna Liverpool svona mikið? Jú þeir sem fylgdust með þeim fagna sigri í Meistaradeildarinnar í fyrra sáu að fjöldi manns gæti streymt út á göturnar þegar Liverpool tryggir sér titilinn. 2. júní 2019 eða fyrir nákvæmlega einu ári síðan fögnuðu stuðningsmenn Liverpool saman sigri liðsins í Meistaradeildarinnar með ótrúlegri sigurskrúðgöngu í Liverpool borg. Liverpool hafði unnið 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madrid kvöldið áður en hafði flogið aftur til Liverpool um morguninn. Slík sigurskrúðganga fer ekki fram aftur í Liverpool fyrr en kórónuveirufaraldurinn er afstaðinn og Jürgen Klopp hefur biðlað til stuðningsmanna Liverpool að halda upp á sigurinn heima hjá sér en ekki út á götum Liverpool eða við Anfield leikvanginn. "When we will start, it will be four-and-a-half weeks or so (of preparation). That for us is pretty comfortable to be honest."Jurgen Klopp says he has no worries about the Premier League returning so soon. #KeysandGray #LFCFull interview ?? https://t.co/7cenmqFHIR pic.twitter.com/257h9SXMwR— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) May 30, 2020 Leikirnir þar sem Liverpool mun geta tryggt sér titilinn munu fara fram á hlutlausum völlum og því er það alveg ljóst að Liverpool tryggir sér ekki titilinn á Anfield. Það væri hætt við því að fólk myndi safnast saman við leikvanginn í stórum stíl þótt að engir áhorfendur fengju að vera inn á leikvanginum sjálfum. Nú reynir því á stuðningsmenn Liverpool að sýna skynsemi og bera virðingu fyrir fordæmalausum tímum.
Enski boltinn Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira