Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 15:58 Trump og hópur ráðgjafa hans og ráðherra gengu fylktu liði frá Hvíta húsinu að St. John's-kirkjunni eftir að lögregla beitti gasi og gúmmíkúlum á friðsama mótmælendur til þesss að rýma torgið á milli. Þar lét Trump aðeins mynda sig með Biblíu í hendi áður en hann sneri aftur í Hvíta húsið. Esper varnarmálaráðherra er Trump á hægri hönd á myndinni. AP/Patrick Semansky Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. Trump hótaði því að siga hernum á mótmælendur og óeirðaseggi í ávarpi við Hvíta húsið á mánudagskvöld. Mótmælin brutust út eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður hvíldi hné sínu ofan á hálsinum á honum í fleiri mínútur í Minneapolis í síðustu viku. Sums staðar hafa óeirðir fylgt mótmælunum og lögregla beitt hörku til þess að dreifa mannfjöldanum. Til þess að kalla út herinn þyrfti Trump að virkja svonefnd uppreisnarlög frá upphafi 19. aldar sem gerðu honum kleift að veita hermönnum leyfi til þess að handtaka fólk og sinna öðrum löggæslustörfum. Lögunum var síðast beitt til að kveða niður óeirðir í Los Angeles í kjölfarið á því að fjórir hvítir lögreglumenn voru sýknaðir af ákæru um að hafa gengið í skrokk á Rodney King, svörtum manni sem þeir höfðu stöðvað, árið 1992. Esper lýsti þeirri skoðun sinni í dag að aðeins ætti að virkja uppreisnarlögin þegar öll önnur úrræði eru þrotin og neyðin er sem stærst, að sögn Washington Post. „Við erum ekki í þeim aðstæðum núna. Ég styð ekki að uppreisnarlögunum verði beitt,“ sagði Esper. Engu að síður hefur varnarmálaráðuneytið sent um 1.400 hermenn til Washington-borgar undanfarna daga. Fram að þessu hefur það þó verið þjóðvarðliðið sem hefur aðstoðað lögregluna í borginni í að taka á mótmælum þar. Esper sér fyrir sér að hermennirnir geti aðstoðað á takmarkaðan hátt. Þjóðvarðliðar hafa aðstoðað lögreglu í Washington-borg undanfarna daga. Mikil mótmæli hafa brotist út eftir dauða George Floyd í haldi lögreglu í Minneapolis í síðustu viku. Trump hefur ítrekað hótað því að beita mótmælendur hörku.AP/Jacquelyn Martin Vissi ekki af tilgangi kirkjuheimsóknarinnar Esper var á meðal þeirra embættismanna sem fylgdu Trump frá Hvíta húsinu að St. John‘s-kirkjunni hinum megin við Lafayette-torg á mánudagskvöld. William Barr, dómsmálaráðherra, lét lögreglu rýma garðinn til þess að Trump gæti gengið yfir torgið fyrir myndatöku með Biblíu í hendi. Til þess beitti lögreglan gúmmíkúlum og gasi gegn friðsömum mótmælendum. Framboð Trump hefur síðan notað myndirnar í auglýsingaskyni en kristnir prestar hafa fordæmt ofbeldið gegn mótmælendum og að kirkjan skuli hafa verið notuð í áróðursskyni. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina í gær sagðist Esper hafa verið grunlaus um hvað stæði til þegar hann og fleiri embættismenn fylgdu Trump að kirkjunni. „Ég hélt að við værum að fara að gera tvennt: skoða skemmdirnar og tala við hermennina,“ sagði varnarmálaráðherrann. „Ég vissi ekki hvert ég væri að vara. Ég vildi sjá hversu miklar skemmdir urðu raunverulega,“ sagði Esper en St. John‘s-kirkjan varð fyrir lítillegum skemmdum í mótmælum helgarinnar. Talsmaður Esper ítrekaði síðar að hann hefði vitað að kirkjan væri einn af þeim stöðum sem þeir forsetinn ætluðu að skoða. Hann hafi þó ekkert vitað um að tilgangur gönguferðarinnar hafi verið myndataka forsetans. Donald Trump Bandaríkin Dauði George Floyd Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mótmæli næturinnar að mestu friðsamleg Mótmæli héldu áfram í nótt í Bandaríkjunum þrátt fyrir útgöngubann í fjölda borga. 3. júní 2020 06:48 Meirihluti ekki ánægður með viðbrögð Trump samkvæmt nýrri könnun Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. 2. júní 2020 23:30 Mun nýta öll úrræði yfirvalda til þess að stöðva óeirðirnar Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. 1. júní 2020 23:27 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fleiri fréttir 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Sjá meira
Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. Trump hótaði því að siga hernum á mótmælendur og óeirðaseggi í ávarpi við Hvíta húsið á mánudagskvöld. Mótmælin brutust út eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður hvíldi hné sínu ofan á hálsinum á honum í fleiri mínútur í Minneapolis í síðustu viku. Sums staðar hafa óeirðir fylgt mótmælunum og lögregla beitt hörku til þess að dreifa mannfjöldanum. Til þess að kalla út herinn þyrfti Trump að virkja svonefnd uppreisnarlög frá upphafi 19. aldar sem gerðu honum kleift að veita hermönnum leyfi til þess að handtaka fólk og sinna öðrum löggæslustörfum. Lögunum var síðast beitt til að kveða niður óeirðir í Los Angeles í kjölfarið á því að fjórir hvítir lögreglumenn voru sýknaðir af ákæru um að hafa gengið í skrokk á Rodney King, svörtum manni sem þeir höfðu stöðvað, árið 1992. Esper lýsti þeirri skoðun sinni í dag að aðeins ætti að virkja uppreisnarlögin þegar öll önnur úrræði eru þrotin og neyðin er sem stærst, að sögn Washington Post. „Við erum ekki í þeim aðstæðum núna. Ég styð ekki að uppreisnarlögunum verði beitt,“ sagði Esper. Engu að síður hefur varnarmálaráðuneytið sent um 1.400 hermenn til Washington-borgar undanfarna daga. Fram að þessu hefur það þó verið þjóðvarðliðið sem hefur aðstoðað lögregluna í borginni í að taka á mótmælum þar. Esper sér fyrir sér að hermennirnir geti aðstoðað á takmarkaðan hátt. Þjóðvarðliðar hafa aðstoðað lögreglu í Washington-borg undanfarna daga. Mikil mótmæli hafa brotist út eftir dauða George Floyd í haldi lögreglu í Minneapolis í síðustu viku. Trump hefur ítrekað hótað því að beita mótmælendur hörku.AP/Jacquelyn Martin Vissi ekki af tilgangi kirkjuheimsóknarinnar Esper var á meðal þeirra embættismanna sem fylgdu Trump frá Hvíta húsinu að St. John‘s-kirkjunni hinum megin við Lafayette-torg á mánudagskvöld. William Barr, dómsmálaráðherra, lét lögreglu rýma garðinn til þess að Trump gæti gengið yfir torgið fyrir myndatöku með Biblíu í hendi. Til þess beitti lögreglan gúmmíkúlum og gasi gegn friðsömum mótmælendum. Framboð Trump hefur síðan notað myndirnar í auglýsingaskyni en kristnir prestar hafa fordæmt ofbeldið gegn mótmælendum og að kirkjan skuli hafa verið notuð í áróðursskyni. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina í gær sagðist Esper hafa verið grunlaus um hvað stæði til þegar hann og fleiri embættismenn fylgdu Trump að kirkjunni. „Ég hélt að við værum að fara að gera tvennt: skoða skemmdirnar og tala við hermennina,“ sagði varnarmálaráðherrann. „Ég vissi ekki hvert ég væri að vara. Ég vildi sjá hversu miklar skemmdir urðu raunverulega,“ sagði Esper en St. John‘s-kirkjan varð fyrir lítillegum skemmdum í mótmælum helgarinnar. Talsmaður Esper ítrekaði síðar að hann hefði vitað að kirkjan væri einn af þeim stöðum sem þeir forsetinn ætluðu að skoða. Hann hafi þó ekkert vitað um að tilgangur gönguferðarinnar hafi verið myndataka forsetans.
Donald Trump Bandaríkin Dauði George Floyd Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mótmæli næturinnar að mestu friðsamleg Mótmæli héldu áfram í nótt í Bandaríkjunum þrátt fyrir útgöngubann í fjölda borga. 3. júní 2020 06:48 Meirihluti ekki ánægður með viðbrögð Trump samkvæmt nýrri könnun Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. 2. júní 2020 23:30 Mun nýta öll úrræði yfirvalda til þess að stöðva óeirðirnar Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. 1. júní 2020 23:27 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fleiri fréttir 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Sjá meira
Mótmæli næturinnar að mestu friðsamleg Mótmæli héldu áfram í nótt í Bandaríkjunum þrátt fyrir útgöngubann í fjölda borga. 3. júní 2020 06:48
Meirihluti ekki ánægður með viðbrögð Trump samkvæmt nýrri könnun Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. 2. júní 2020 23:30
Mun nýta öll úrræði yfirvalda til þess að stöðva óeirðirnar Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að binda endi á óeirðirnar og mótmælin sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. 1. júní 2020 23:27
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55