Lítið um hátíðarhöld í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2020 13:21 Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík í dag. Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. Víðast hvar hefur hátíðarhöldum verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Á völdum stöðum fer þó óhefðbundin dagskrá fram og eru hátíðarhöld þá minni en alla jafna. Í Vestmannaeyjum fer sjómannamessa og minningarathöfn fram klukkan 13. Í Hrísey fara hátíðarhöld fram með heldur óbreyttu sniði. „Við erum byrjuð. Við byrjuðum hér klukkan 10 með siglingu og erum í henni núna. Tökum klukkutíma siglinu, það er ferjan og svo flestir smábárat sem eru hér í eynni,“ sagði Þröstur Jóhannsson, skipstjóri á Hríseyjarferjunni. Sjómannamessa fer fram klukkan rúmlega ellefu og munu ferjumenn síðan grilla pylsur ofan í mannskapinn. „Nú síðan verður börnunum boðið upp á að fara á slöngubát björgunarsveitarinnar. Það er alltaf vinsælt að fara hring og fara hratt. Veðrið býður upp á það í dag. Það er frábært veður, sunnangola það gerist ekki betra,“ sagði Þröstur. Hátíð hafsins sem haldin hefur verið við Gömlu höfnina í Reykjavík undanfarin ár hefur verið vel sótt. Í ár var hátíðinni aflýstHátíð hafsins Formaður Sjómannasambandsins segir daginn í ár ansi skrítinn enda er vaninn að margir komi saman og gleðjist með sjómönnum. Í dag hrósar hann sjómönnum fyrir varkárni á tímum kórónuveirunnar. Lítið var um smit á sjó. „Menn fóru bara í þetta af alvöru. Gerðu þetta vel. Hlýddu fyrirmælum sóttvarnarlæknis og landlækni og unnu þetta með útgerðunum sínum. Það er ekki annað hægt en að hrósa sjómönnum fyrir það hve duglegir þeir voru við þetta því þetta hefði getað orðið mjög alvarlegt ef marar sýkingar hefðu komið upp í skipin. Þá hefðu menn ekki haldið vinnunni. Til hamingju með daginn strákar og stelpur og allir bara. Gerum þetta vel áfram og skemmtum okkur í dag þó dagurinn sé ekki eins og undanfarin ár. Verum saman og höfum gaman,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjómannadagurinn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. Víðast hvar hefur hátíðarhöldum verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Á völdum stöðum fer þó óhefðbundin dagskrá fram og eru hátíðarhöld þá minni en alla jafna. Í Vestmannaeyjum fer sjómannamessa og minningarathöfn fram klukkan 13. Í Hrísey fara hátíðarhöld fram með heldur óbreyttu sniði. „Við erum byrjuð. Við byrjuðum hér klukkan 10 með siglingu og erum í henni núna. Tökum klukkutíma siglinu, það er ferjan og svo flestir smábárat sem eru hér í eynni,“ sagði Þröstur Jóhannsson, skipstjóri á Hríseyjarferjunni. Sjómannamessa fer fram klukkan rúmlega ellefu og munu ferjumenn síðan grilla pylsur ofan í mannskapinn. „Nú síðan verður börnunum boðið upp á að fara á slöngubát björgunarsveitarinnar. Það er alltaf vinsælt að fara hring og fara hratt. Veðrið býður upp á það í dag. Það er frábært veður, sunnangola það gerist ekki betra,“ sagði Þröstur. Hátíð hafsins sem haldin hefur verið við Gömlu höfnina í Reykjavík undanfarin ár hefur verið vel sótt. Í ár var hátíðinni aflýstHátíð hafsins Formaður Sjómannasambandsins segir daginn í ár ansi skrítinn enda er vaninn að margir komi saman og gleðjist með sjómönnum. Í dag hrósar hann sjómönnum fyrir varkárni á tímum kórónuveirunnar. Lítið var um smit á sjó. „Menn fóru bara í þetta af alvöru. Gerðu þetta vel. Hlýddu fyrirmælum sóttvarnarlæknis og landlækni og unnu þetta með útgerðunum sínum. Það er ekki annað hægt en að hrósa sjómönnum fyrir það hve duglegir þeir voru við þetta því þetta hefði getað orðið mjög alvarlegt ef marar sýkingar hefðu komið upp í skipin. Þá hefðu menn ekki haldið vinnunni. Til hamingju með daginn strákar og stelpur og allir bara. Gerum þetta vel áfram og skemmtum okkur í dag þó dagurinn sé ekki eins og undanfarin ár. Verum saman og höfum gaman,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjómannadagurinn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira