Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.
Nú þegar Pepsi Max-deildirnar eru handan við hornið er hægt að rifja upp leiki frá síðasta tímabili á Stöð 2 Sport í dag, meðal annars leik KR og Vals sem og Breiðabliks og FH. Á stöðinni er einnig þáttur úr seríu um fótboltann út frá sjónarhorni dómaranna, tveir eftirminnilegir leikir úr enska bikarnum í fótbolta og fleira.
Stöð 2 Sport 2
Keppni í spænsku 1. deildinni hefst að nýju á fimmtudagskvöld þegar Sevilla og Real Betis mætast í beinni útsendingu. Í dag er hægt að rifja upp eftirminnilega leiki úr spænska boltanum, frá tímabilinu 2015-16, til að mynda tvo slagi Real Madrid og Atlético Madrid sem mættust svo í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um vorið.
Stöð 2 Sport 3
Úrslitaleikur Meistaradeildar kvenna í fótbolta frá síðasta ári, þar sem Lyon og Barcelona mættust, verður sýndur kl. 17.30 á Stöð 2 Sport 3. Á stöðinni verða einnig útsendingar frá úrslitaleikjum í Meistaradeild karla og Evrópudeildinni síðustu ár.
Stöð 2 eSport
Á rafíþróttastöðinni verður hægt að horfa aftur á úrslitaleik Fylkis og FH á Stórmeistaramóti Vodafonedeildarinnar í Counter-Strike:Globel Offensive, og fleira til.
Stöð 2 Golf
Á Stöð 2 Golf verða útsendingar frá mótum á PGA-mótaröðinni frá því í vetur.