Áslaug Munda framúrskarandi í náminu og boltanum: „Alltaf verið auðvelt að tala við kennarana“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2020 19:00 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á ferðinni gegn ÍBV síðasta sumar. VÍSIR/DANÍEL Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, landsliðskona í fótbolta, fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í námi og knattspyrnu þegar hún útskrifaðist frá afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi á dögunum. Áslaug Munda útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,27 en á sama tíma og hún náði þessum frábæra árangri í náminu tókst henni að spila sína fyrstu tvo A-landsleiki, auk fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Þá var hún í stóru hlutverki hjá Breiðabliki í fyrra þegar liðið komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og var í kjölfarið boðið að æfa með franska stórliðinu PSG, sem sló Breiðablik út. Ætla má að það kalli á afar gott skipulag að ná svo góðum árangri bæði í boltanum og námi, og mikla vinnu: „Já, maður lagði mikið á sig til þess að ná þessum einkunnum og samhliða því árangri í fótboltanum,“ segir Áslaug Munda við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Hún er nýorðin 19 ára gömul, er uppalin hjá Hetti á Egilsstöðum en lék með Völsungi í tvö ár áður en hún kom til Breiðabliks þar sem hún spilar nú sitt þriðja tímabil. Hún vill ekki gera of mikið úr álaginu sem fylgir því að sinna náminu vel samhliða æfingum, leikjum og keppnisferðalögum: „Mér fannst það ekkert mál, sérstaklega eftir að afrekssviðið kom í MK. Það var mikil hjálp þar. Þegar maður fór í ferðir var ekkert mál að fá svigrúm fyrir fótboltann með skólanum. Það hefur alltaf verið auðvelt að tala við kennarana um þetta en afrekssviðið hjálpaði mér klárlega við að komast svona vel í gegnum skólann.“ View this post on Instagram Okkar kona Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu á útskrift MK fyrir framúrskarandi árangur í námi (meðaleinkunn 9.27) og knattspyrnu en hún hefur spilað 2A landsleiki og 32 leiki með yngri landsliðum. Hún lék stórt hlutverk í liði Breiðabliks sem fór í 16 liða úrslit Evrópukeppninnar í vetur og var í kjölfarið boðið á æfingar til franska stórliðsins PSG. A post shared by Afrekssvið MK (@afrek_mk) on Jun 3, 2020 at 7:31am PDT Stefnir á atvinnumennsku og frekara nám Breiðablik tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð en endaði samt í 2. sæti. Liðið ætlar sér stóra hluti í sumar, eftir undirbúningstímabil sem kórónuveirufaraldurinn lengdi um einn og hálfan mánuð. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið. Við vorum í þessum sjö manna hópum [á æfingum, vegna faraldursins] og maður vissi eiginlega bara um sinn hóp, hvernig honum gekk, en voða lítið um aðra hópa. Þegar þetta blandaðist svo allt saman varð maður að læra inn á aðra leikmenn aftur og ná saman,“ segir Áslaug Munda sem setur stefnuna á atvinnumennsku og frekara nám: „Já, mig langar það. Ég ætla klárlega að halda áfram í námi en samt hafa fótboltann á toppnum.“ Klippa: Sportpakkinn - Áslaug Munda hlaut viðurkenningu við útskrift Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, landsliðskona í fótbolta, fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í námi og knattspyrnu þegar hún útskrifaðist frá afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi á dögunum. Áslaug Munda útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,27 en á sama tíma og hún náði þessum frábæra árangri í náminu tókst henni að spila sína fyrstu tvo A-landsleiki, auk fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Þá var hún í stóru hlutverki hjá Breiðabliki í fyrra þegar liðið komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og var í kjölfarið boðið að æfa með franska stórliðinu PSG, sem sló Breiðablik út. Ætla má að það kalli á afar gott skipulag að ná svo góðum árangri bæði í boltanum og námi, og mikla vinnu: „Já, maður lagði mikið á sig til þess að ná þessum einkunnum og samhliða því árangri í fótboltanum,“ segir Áslaug Munda við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Hún er nýorðin 19 ára gömul, er uppalin hjá Hetti á Egilsstöðum en lék með Völsungi í tvö ár áður en hún kom til Breiðabliks þar sem hún spilar nú sitt þriðja tímabil. Hún vill ekki gera of mikið úr álaginu sem fylgir því að sinna náminu vel samhliða æfingum, leikjum og keppnisferðalögum: „Mér fannst það ekkert mál, sérstaklega eftir að afrekssviðið kom í MK. Það var mikil hjálp þar. Þegar maður fór í ferðir var ekkert mál að fá svigrúm fyrir fótboltann með skólanum. Það hefur alltaf verið auðvelt að tala við kennarana um þetta en afrekssviðið hjálpaði mér klárlega við að komast svona vel í gegnum skólann.“ View this post on Instagram Okkar kona Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu á útskrift MK fyrir framúrskarandi árangur í námi (meðaleinkunn 9.27) og knattspyrnu en hún hefur spilað 2A landsleiki og 32 leiki með yngri landsliðum. Hún lék stórt hlutverk í liði Breiðabliks sem fór í 16 liða úrslit Evrópukeppninnar í vetur og var í kjölfarið boðið á æfingar til franska stórliðsins PSG. A post shared by Afrekssvið MK (@afrek_mk) on Jun 3, 2020 at 7:31am PDT Stefnir á atvinnumennsku og frekara nám Breiðablik tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð en endaði samt í 2. sæti. Liðið ætlar sér stóra hluti í sumar, eftir undirbúningstímabil sem kórónuveirufaraldurinn lengdi um einn og hálfan mánuð. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið. Við vorum í þessum sjö manna hópum [á æfingum, vegna faraldursins] og maður vissi eiginlega bara um sinn hóp, hvernig honum gekk, en voða lítið um aðra hópa. Þegar þetta blandaðist svo allt saman varð maður að læra inn á aðra leikmenn aftur og ná saman,“ segir Áslaug Munda sem setur stefnuna á atvinnumennsku og frekara nám: „Já, mig langar það. Ég ætla klárlega að halda áfram í námi en samt hafa fótboltann á toppnum.“ Klippa: Sportpakkinn - Áslaug Munda hlaut viðurkenningu við útskrift
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira