Ágúst og félagar samþykktu launalækkun Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2020 21:30 Ágúst Elí Björgvinsson gerði samning til tveggja ára við KIF Kolding en hann kemur til félagsins frá Sävehof í Svíþjóð í sumar. mynd/hsí Það virðist vera að rofa aðeins til hjá hinu sigursæla danska handknattleiksfélagi KIF Kolding sem glímir við mikla fjárhagserfiðleika. Ný stjórn félagsins hefur nú náð samkomulagi við leikmenn, þar á meðal markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson sem er nýr leikmaður liðsins, um lækkun launa. Fyrri stjórn hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún reyndi að fá leikmenn til að taka á sig 40% launalækkun en ekki er ljóst hve mikið laun þeirra lækka. „Við höfum átt í mjög góðum viðræðum við leikmannahópinn, og við erum samtaka í því með leikmönnum að inna fleiri leiðir til sparnaðar,“ sagði Gunnar Fogt, nýr stjórnarformaður. Fram hefur komið að KIF Kolding þurfi að að safna jafnvirði 100-120 milljóna íslenskra króna til að tryggja framtíð sína. Jens Svane Peschardt, fulltrúi leikmanna, segir í yfirlýsingu að þeir séu ánægðir. „Sem leikmaður er ég virkilega ánægður með að sjá hvað við erum samheldinn hópur sem náð hefur saman við stjórnina. Ég hlakka líka til að taka þátt í að tryggja að við búum til sjálfbæra framtíð fyrir KIF Kolding, og ég hlakka gríðarlega til þess að við förum að sjá handbolta spilaðan á fullu í Sydbank Arena í Kolding,“ sagði Peschardt. Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður Ágústs, sagði við Vísi í síðustu viku ljóst að hann væri með plön í huga ef að Kolding næði ekki að rétta úr kútnum. „Það er vinnan mín, að vera með plan ef þetta klikkar. En hann er með gildan samning þar til félagið verður lýst gjaldþrota eða einhver úr stjórn lýsir yfir vilja að leysa hann undan samningi. Við erum í biðstöðu en ég er með plön ef þetta dettur upp fyrir og er búinn að vinna í nokkrum málum sem verða vonandi enn til staðar þegar, eða ef, þetta losnar,“ sagði Arnar. Danski handboltinn Tengdar fréttir Mál Ágústar Elís í biðstöðu Mál Ágústar Elís Björgvinssonar eru í biðstöðu vegna fjárhagsvandræða KIF Kolding, danska félagsins sem hann var búinn að semja við. 3. júní 2020 14:00 Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00 Félag Ágústs í alvarlegri krísu – Leikmenn höfnuðu launalækkun Handboltamarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson skrifaði í vetur undir samning til tveggja ára við danska félagið KIF Kolding sem nú á í miklum fjárhagserfiðleikum. 12. maí 2020 21:00 Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Það virðist vera að rofa aðeins til hjá hinu sigursæla danska handknattleiksfélagi KIF Kolding sem glímir við mikla fjárhagserfiðleika. Ný stjórn félagsins hefur nú náð samkomulagi við leikmenn, þar á meðal markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson sem er nýr leikmaður liðsins, um lækkun launa. Fyrri stjórn hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún reyndi að fá leikmenn til að taka á sig 40% launalækkun en ekki er ljóst hve mikið laun þeirra lækka. „Við höfum átt í mjög góðum viðræðum við leikmannahópinn, og við erum samtaka í því með leikmönnum að inna fleiri leiðir til sparnaðar,“ sagði Gunnar Fogt, nýr stjórnarformaður. Fram hefur komið að KIF Kolding þurfi að að safna jafnvirði 100-120 milljóna íslenskra króna til að tryggja framtíð sína. Jens Svane Peschardt, fulltrúi leikmanna, segir í yfirlýsingu að þeir séu ánægðir. „Sem leikmaður er ég virkilega ánægður með að sjá hvað við erum samheldinn hópur sem náð hefur saman við stjórnina. Ég hlakka líka til að taka þátt í að tryggja að við búum til sjálfbæra framtíð fyrir KIF Kolding, og ég hlakka gríðarlega til þess að við förum að sjá handbolta spilaðan á fullu í Sydbank Arena í Kolding,“ sagði Peschardt. Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður Ágústs, sagði við Vísi í síðustu viku ljóst að hann væri með plön í huga ef að Kolding næði ekki að rétta úr kútnum. „Það er vinnan mín, að vera með plan ef þetta klikkar. En hann er með gildan samning þar til félagið verður lýst gjaldþrota eða einhver úr stjórn lýsir yfir vilja að leysa hann undan samningi. Við erum í biðstöðu en ég er með plön ef þetta dettur upp fyrir og er búinn að vinna í nokkrum málum sem verða vonandi enn til staðar þegar, eða ef, þetta losnar,“ sagði Arnar.
Danski handboltinn Tengdar fréttir Mál Ágústar Elís í biðstöðu Mál Ágústar Elís Björgvinssonar eru í biðstöðu vegna fjárhagsvandræða KIF Kolding, danska félagsins sem hann var búinn að semja við. 3. júní 2020 14:00 Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00 Félag Ágústs í alvarlegri krísu – Leikmenn höfnuðu launalækkun Handboltamarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson skrifaði í vetur undir samning til tveggja ára við danska félagið KIF Kolding sem nú á í miklum fjárhagserfiðleikum. 12. maí 2020 21:00 Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Mál Ágústar Elís í biðstöðu Mál Ágústar Elís Björgvinssonar eru í biðstöðu vegna fjárhagsvandræða KIF Kolding, danska félagsins sem hann var búinn að semja við. 3. júní 2020 14:00
Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00
Félag Ágústs í alvarlegri krísu – Leikmenn höfnuðu launalækkun Handboltamarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson skrifaði í vetur undir samning til tveggja ára við danska félagið KIF Kolding sem nú á í miklum fjárhagserfiðleikum. 12. maí 2020 21:00