Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2020 09:03 Styttan, stuttu áður en henni var steypt í höfnina. Ben Birchall/AP Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. Mótmælendur undir merkjum Black Lives Matter-hreyfingarinnar, sem berst gegn kerfisbundinni kynþáttamismunun, og þá aðallega í Bandaríkjunum, rifu styttuna niður og fleygðu í höfnina. Á myndböndum af atvikinu má heyra gríðarleg fagnaðarlæti þegar styttan var tekin niður og henni fleygt í vatnið. Borgarráð Bristol-borgar sagði það hafa verið nauðsynlegt að fjarlægja styttuna, svo áfram yrði hægt að vinna við höfnina. Styttan var fjarlægð í skjóli nætur, af ótta við það að draga að sér áhorfendur með þeim afleiðingum að einhver meiddist. Þá kemur fram í frétt BBC af málinu að styttan verði nú flutt á „öruggan stað.“ Þar verði hún þrifin áður en henni verður komið fyrir á safni. Styttan var sem áður segir af Edward Colston. Hann var þrælasali sem uppi var á 18. öld. Arfleið hans er áberandi í Bristol, en er þó langt frá því að vera óumdeild. Colston var meðlimur í Royal African Company sem flutti um 80 þúsund þræla frá Afríku til Bandaríkjanna. Colston auðgaðist mjög á þrælasölunni og eftir andlát hans arfleiddi hann ýmis góðgerðarsamtök að auðæfum hans. Frá andláti hans hefur nafn hans verið áberandi í Bristol og má finna það víða í götunöfnum, minnisvörðum og byggingum. Borgarstjóri Bristol, Marvin Rees, sagði, áður en styttan var hífð úr höfninni, að hann saknaði styttunnar ekki neitt. Stofnanir og skólar sem hafa kennt sig við Colston, hafa nú tekið til skoðunar að breyta nafni sínu. Bretland Black Lives Matter Styttur og útilistaverk England Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. Mótmælendur undir merkjum Black Lives Matter-hreyfingarinnar, sem berst gegn kerfisbundinni kynþáttamismunun, og þá aðallega í Bandaríkjunum, rifu styttuna niður og fleygðu í höfnina. Á myndböndum af atvikinu má heyra gríðarleg fagnaðarlæti þegar styttan var tekin niður og henni fleygt í vatnið. Borgarráð Bristol-borgar sagði það hafa verið nauðsynlegt að fjarlægja styttuna, svo áfram yrði hægt að vinna við höfnina. Styttan var fjarlægð í skjóli nætur, af ótta við það að draga að sér áhorfendur með þeim afleiðingum að einhver meiddist. Þá kemur fram í frétt BBC af málinu að styttan verði nú flutt á „öruggan stað.“ Þar verði hún þrifin áður en henni verður komið fyrir á safni. Styttan var sem áður segir af Edward Colston. Hann var þrælasali sem uppi var á 18. öld. Arfleið hans er áberandi í Bristol, en er þó langt frá því að vera óumdeild. Colston var meðlimur í Royal African Company sem flutti um 80 þúsund þræla frá Afríku til Bandaríkjanna. Colston auðgaðist mjög á þrælasölunni og eftir andlát hans arfleiddi hann ýmis góðgerðarsamtök að auðæfum hans. Frá andláti hans hefur nafn hans verið áberandi í Bristol og má finna það víða í götunöfnum, minnisvörðum og byggingum. Borgarstjóri Bristol, Marvin Rees, sagði, áður en styttan var hífð úr höfninni, að hann saknaði styttunnar ekki neitt. Stofnanir og skólar sem hafa kennt sig við Colston, hafa nú tekið til skoðunar að breyta nafni sínu.
Bretland Black Lives Matter Styttur og útilistaverk England Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira