Hillir undir nýja stjórn á Írlandi Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2020 07:55 Ha'penny-búin í írsku höfuðborginni Dublin. Getty Eftir um fjögurra mánaða hnút virðist loks hilla undir nýja ríkisstjórn á Írlandi. Svo virðist sem að stóru flokkarnir tveir Fine Gael og Fianna Fáil, muni mynda nýja ríkisstjórn með Græningjum. Niðurstöður þingkosninganna 8. febrúar síðastliðinn leiddi til mikillar óvissu í írskum stjórnmálum, en Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin náðu allir um 20 prósent fylgi. Vinstri þjóðernisflokkurinn Sinn Féin reyndi fyrst að mynda nýjan meirihluta vinstriflokka, en án árangurs. Flokkurinn leitaði svo til flokka lengra til hægri, en einnig án árangurs. Nú lítur út fyrir að frjálslyndi flokkurinn, Fianna Fáil, íhaldsflokkurinn Fine Gael og Græningjar séu á góðri leið með að ná samkomulagi um stjórnarsáttmála en viðræður halda áfram í dag. Viðræður milli flokkanna hafa staðið í rúman mánuð. Að sögn Irish Times hafa Græningjar náð því í gegn að ný stjórn leggi mikið fjármagn í almenningssamgöngur og að bæta aðstæður hjólreiðafólks. Sömuleiðis að skattar á losun koldíoxíðs verði hækkaðir og að ráðist verði í gerð nýrra vindmyllugarða á hafi úti. Þá skuli einnig ráðast í rannsóknir á fýsileika háhraðalesta milli stærstu borga eyjarinnar. Þá hafi Fianna Fáil náð því í gegn að útgjöld til heilbrigðismála skuli aukin og að ráðist verði í byggingu um 50 þúsund nýrra félagslegra íbúða. Fine Gael náði því svo í gegn að auka sveigjanleika þegar kemur að rekstri leikskóla, svo eitthvað sé nefnt. Írland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Eftir um fjögurra mánaða hnút virðist loks hilla undir nýja ríkisstjórn á Írlandi. Svo virðist sem að stóru flokkarnir tveir Fine Gael og Fianna Fáil, muni mynda nýja ríkisstjórn með Græningjum. Niðurstöður þingkosninganna 8. febrúar síðastliðinn leiddi til mikillar óvissu í írskum stjórnmálum, en Fine Gael, Fianna Fáil og Sinn Féin náðu allir um 20 prósent fylgi. Vinstri þjóðernisflokkurinn Sinn Féin reyndi fyrst að mynda nýjan meirihluta vinstriflokka, en án árangurs. Flokkurinn leitaði svo til flokka lengra til hægri, en einnig án árangurs. Nú lítur út fyrir að frjálslyndi flokkurinn, Fianna Fáil, íhaldsflokkurinn Fine Gael og Græningjar séu á góðri leið með að ná samkomulagi um stjórnarsáttmála en viðræður halda áfram í dag. Viðræður milli flokkanna hafa staðið í rúman mánuð. Að sögn Irish Times hafa Græningjar náð því í gegn að ný stjórn leggi mikið fjármagn í almenningssamgöngur og að bæta aðstæður hjólreiðafólks. Sömuleiðis að skattar á losun koldíoxíðs verði hækkaðir og að ráðist verði í gerð nýrra vindmyllugarða á hafi úti. Þá skuli einnig ráðast í rannsóknir á fýsileika háhraðalesta milli stærstu borga eyjarinnar. Þá hafi Fianna Fáil náð því í gegn að útgjöld til heilbrigðismála skuli aukin og að ráðist verði í byggingu um 50 þúsund nýrra félagslegra íbúða. Fine Gael náði því svo í gegn að auka sveigjanleika þegar kemur að rekstri leikskóla, svo eitthvað sé nefnt.
Írland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira