Ótrúlegur munur á tölfræði Luiz frá því hann færði sig úr bláu yfir í rautt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2020 07:30 David Luiz fékk beint rautt spjald í leik Arsenal og Man City í gær. EPA-EFE/PETER POWELL Brasilíski varnarmaðurinn David Luiz átti vægast sagt hörmulega innkomu er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Var þetta fyrsti leikur liðanna eftir að allt var sett á ís vegna kórónufaraldursins. David Luiz, sem virðist á förum frá Arsenal í sumar eftir aðeins eitt ár hjá félaginu, hóf leikinn á bekkinn en kom inn á fyrir Pablo Mari eftir aðeins 24. mínútna leik. Var það önnur skipting Arsenal í leiknum vegna meiðsla. Staðan var markalaus þegar Luiz kom inn á en það átti eftir að breytast áður en fyrri hálfleikur var úti. Raheem Sterling kom heimamönnum í Manchester City yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir hörmuleg mistök Luiz. Eitthvað hafa mistökin setið í Brasilíumanninum en hann braut á Riyad Mahrez innan vítateigs í upphafi síðari hálfleiks. Vítaspyrna dæmd og Luiz fékk reisupassann. Er þetta fjórða vítaspyrnan sem Luiz fær dæmda á sig í búningi Arsenal. Það sem er ótrúlegt er að frá því hann snéri aftur í raðir Chelsea frá franska liðin Paris Saint-Germain – sumarið 2016 – þá hafði hann ekki fengið dæmda á sig vítaspyrnu fyrr en hann færði sig um set til Arsenal fyrir þetta tímabil. David Luiz in the Premier League since returning to Chelsea:2016/17: 0 penalties conceded2017/18: 0 penalties conceded2018/19: 0 penalties conceded*joins Arsenal*2019/20: 4 penalties conceded pic.twitter.com/zSRWuQyUbF— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020 Alls lék Luiz 79 leiki fyrir Chelsea án þess að gefa mótherjunum víti. Í þeim 26 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Arsenal hefur Luiz gefið fjögur víti. Ekki nóg með það heldur er þetta annað rauða spjaldið sem Luiz fær í treyju Arsenal. Tæknilega séð þýðir þetta að hann hefur fengið rautt spjald á 13 leikja fresti frá því hann gekk í raðir félagsins. Að sama skapi liðu 160 leikir á milli rauðra spjalda hjá Luiz þegar hann var í Chelsea. David Luiz with a red card once every 160 PL games with Chelsea, once every 13 games with Arsenal. Gave a penalty away once every 53 games for Chelsea, once every 6.5 games for Arsenal.— Duncan Alexander (@oilysailor) June 17, 2020 Staðan var þar með orðin 2-0 City í vil og Arsenal manni færri. Fór það svo að leiknum lauk með 3-0 sigri City sem heldur þar með öðru sæti úrvalsdeildarinnar, aðeins 22 stigum á eftir toppliði Liverpool. Arsenal er í 9. sæti, tuttugu stigum á eftir City. Mögulega var þetta síðasti leikur Luiz fyrir Arsenal. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Brasilíski varnarmaðurinn David Luiz átti vægast sagt hörmulega innkomu er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Var þetta fyrsti leikur liðanna eftir að allt var sett á ís vegna kórónufaraldursins. David Luiz, sem virðist á förum frá Arsenal í sumar eftir aðeins eitt ár hjá félaginu, hóf leikinn á bekkinn en kom inn á fyrir Pablo Mari eftir aðeins 24. mínútna leik. Var það önnur skipting Arsenal í leiknum vegna meiðsla. Staðan var markalaus þegar Luiz kom inn á en það átti eftir að breytast áður en fyrri hálfleikur var úti. Raheem Sterling kom heimamönnum í Manchester City yfir undir lok fyrri hálfleiks eftir hörmuleg mistök Luiz. Eitthvað hafa mistökin setið í Brasilíumanninum en hann braut á Riyad Mahrez innan vítateigs í upphafi síðari hálfleiks. Vítaspyrna dæmd og Luiz fékk reisupassann. Er þetta fjórða vítaspyrnan sem Luiz fær dæmda á sig í búningi Arsenal. Það sem er ótrúlegt er að frá því hann snéri aftur í raðir Chelsea frá franska liðin Paris Saint-Germain – sumarið 2016 – þá hafði hann ekki fengið dæmda á sig vítaspyrnu fyrr en hann færði sig um set til Arsenal fyrir þetta tímabil. David Luiz in the Premier League since returning to Chelsea:2016/17: 0 penalties conceded2017/18: 0 penalties conceded2018/19: 0 penalties conceded*joins Arsenal*2019/20: 4 penalties conceded pic.twitter.com/zSRWuQyUbF— Squawka Football (@Squawka) June 17, 2020 Alls lék Luiz 79 leiki fyrir Chelsea án þess að gefa mótherjunum víti. Í þeim 26 leikjum sem hann hefur leikið fyrir Arsenal hefur Luiz gefið fjögur víti. Ekki nóg með það heldur er þetta annað rauða spjaldið sem Luiz fær í treyju Arsenal. Tæknilega séð þýðir þetta að hann hefur fengið rautt spjald á 13 leikja fresti frá því hann gekk í raðir félagsins. Að sama skapi liðu 160 leikir á milli rauðra spjalda hjá Luiz þegar hann var í Chelsea. David Luiz with a red card once every 160 PL games with Chelsea, once every 13 games with Arsenal. Gave a penalty away once every 53 games for Chelsea, once every 6.5 games for Arsenal.— Duncan Alexander (@oilysailor) June 17, 2020 Staðan var þar með orðin 2-0 City í vil og Arsenal manni færri. Fór það svo að leiknum lauk með 3-0 sigri City sem heldur þar með öðru sæti úrvalsdeildarinnar, aðeins 22 stigum á eftir toppliði Liverpool. Arsenal er í 9. sæti, tuttugu stigum á eftir City. Mögulega var þetta síðasti leikur Luiz fyrir Arsenal.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15 Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
David Luiz allt í öllu er Arsenal tapaði fyrir City David Luiz átti erfiðan dag er Arsenal tapaði 3-0 fyrir Manchester City í öðrum leik dagsins en dagurinn í dag markaði upphafið að 92 leikjum á næstu vikum er enska úrvalsdeildin verður kláruð. 17. júní 2020 21:15
Draugamark er enski fótboltinn snéri aftur Aston Villa og Sheffield United gerðu markalaust jafntefli er þeir mættust í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið en nýliðarnir áttust bak við luktar dyr á Villa Park. 17. júní 2020 19:00