Síbrotamaður dæmdur fyrir þjófnað á bifreiðum og sex skotvopnum Andri Eysteinsson skrifar 18. júní 2020 19:02 Maðurinn hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fimmtán sinnum frá 1996. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi vegna brota gegn hegningarlögum og umferðarlögum í fimm ákæruliðum. Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað á bifreiðum, skotvopnum, myndavélum, verkfærum svo eitthvað sé nefnt. Maðurinn, sem fæddur er árið 1977, braust inn á verkstæði Gæðasprautunar við Súðavog á gamlársdag 2017 tók þar bíllykla þriggja bifreiða sem stóðu fyrir utan verkstæðið, tók þær ófrjálsri hendi og ráðstafaði til annara manna. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Á nýársdag 2018 braust maðurinn þá inn í iðnaðarhúsnæði að Dugguvogi og stal þar munum að andvirði yfir einni milljón króna en maðurinn vísaði lögreglu á munina í Heiðmörk og Kaldárseli í Hafnarfirði. Maðurinn virðist hafa stolið öllu steini léttara úr verkstæðinu en á meðal þess sem hann tók ófrjálsri hendi voru sex skotvopn, fimm ferðatöskur, dráttarspil að andvirði 200.000 kr, borar, myndavélar og fjöldi verkfæra. Andvirði munanna, að skotvopnum og haglaskotum, undanskildum er 1.265.000 krónur. Þá er manninum gert að hafa tekið bifreið á verkstæðinu ófrjálsri hendi. Að lokum var maðurinn ákærður fyrir að hafa ekið stolinni bifreið um götur höfuðborgarsvæðisins á röngum skráningarmerkjum. Fimmtán fangelsisdómar á 24 árum Maðurinn á að baki langan sakaferil en hann hefur á síðustu 24 árum verið dæmdur til fangelsisvistar í fimmtán skipti fyrir brot á almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur þá í tvígang gengist undir sátt hjá lögreglustjóra og einu sinni viðurlagaákvörðun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. febrúar síðastliðinn var hann dæmdur til 20 mánaða fangelsisvistar og til greiðslu 1.080.000 króna fyrir brot sín, var hann þá sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði var sakfelldur fyrir brotin og var honum dæmdur fimm mánaða hegningarauki en til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 5. til 11. janúar 2018. Þá er honum gert að greiða tæpar 4,5 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi vegna brota gegn hegningarlögum og umferðarlögum í fimm ákæruliðum. Maðurinn var ákærður fyrir þjófnað á bifreiðum, skotvopnum, myndavélum, verkfærum svo eitthvað sé nefnt. Maðurinn, sem fæddur er árið 1977, braust inn á verkstæði Gæðasprautunar við Súðavog á gamlársdag 2017 tók þar bíllykla þriggja bifreiða sem stóðu fyrir utan verkstæðið, tók þær ófrjálsri hendi og ráðstafaði til annara manna. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Á nýársdag 2018 braust maðurinn þá inn í iðnaðarhúsnæði að Dugguvogi og stal þar munum að andvirði yfir einni milljón króna en maðurinn vísaði lögreglu á munina í Heiðmörk og Kaldárseli í Hafnarfirði. Maðurinn virðist hafa stolið öllu steini léttara úr verkstæðinu en á meðal þess sem hann tók ófrjálsri hendi voru sex skotvopn, fimm ferðatöskur, dráttarspil að andvirði 200.000 kr, borar, myndavélar og fjöldi verkfæra. Andvirði munanna, að skotvopnum og haglaskotum, undanskildum er 1.265.000 krónur. Þá er manninum gert að hafa tekið bifreið á verkstæðinu ófrjálsri hendi. Að lokum var maðurinn ákærður fyrir að hafa ekið stolinni bifreið um götur höfuðborgarsvæðisins á röngum skráningarmerkjum. Fimmtán fangelsisdómar á 24 árum Maðurinn á að baki langan sakaferil en hann hefur á síðustu 24 árum verið dæmdur til fangelsisvistar í fimmtán skipti fyrir brot á almennum hegningarlögum, umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur þá í tvígang gengist undir sátt hjá lögreglustjóra og einu sinni viðurlagaákvörðun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. febrúar síðastliðinn var hann dæmdur til 20 mánaða fangelsisvistar og til greiðslu 1.080.000 króna fyrir brot sín, var hann þá sviptur ökuleyfi ævilangt. Ákærði var sakfelldur fyrir brotin og var honum dæmdur fimm mánaða hegningarauki en til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 5. til 11. janúar 2018. Þá er honum gert að greiða tæpar 4,5 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira