Mega brjóta reglur UEFA út af COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2020 09:00 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City með eigendum félagsins. Getty/Victoria Haydn Það er öllum ljóst að tekjustreymi knattspyrnufélaga hefur að mestu stöðvast vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Fyrst fóru engir leikir fram en núna fara leikir fram án áhorfenda. Félögin eru vön að fá miklar tekjur í gegnum heimaleiki sína en það eru engar slíkar tekjur að koma inn þessa dagana. Þá má ekki gleyma því að það kreppir að hjá mörgum fyrirtækjum sem hefur líka áhrif á styrktaraðila knattspyrnufélaganna. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, vill koma til móts við félögin sem hafa hingað til hamast við að vera réttum megin núllið á tímum þegar kaupverð og laun leikmanna eru komin upp úr öllu valdi. Uefa adjusts FFP rules with clubs unable to comply this season. By @david_conn https://t.co/J3XysDddvZ— Guardian sport (@guardian_sport) June 19, 2020 Eigendur knattspyrnufélaga Evrópu fá þess vegna tímabundið leyfi til þess að brjóta reglur UEFA um rekstur knattspyrnufélaga á meðan félög þeirra eru að vinna sig út úr öllum fjárhagsvandræðum sínum vegna kórónuveirufaraldrins. Forráðamenn UEFA tilkynntu það að rekstrarárið 2020 mun ekki falla undir sömu rekstrarreglur og önnur ár, fyrir og eftir. UEFA segir að þessi undanþága sé sett inn svo að félögin fái meiri tíma til að mæla og gera sér grein fyrir ófyrirséðu tapi á tekjum vegna faraldursins. Félögin hafa þurft að sýna fram á góðan rekstur og það er ekki ásættanlegt ef ríkir eigendur dæli inn peningum í félagið til að búa til ósanngjarnt forskot á önnur félög. Góður rekstur tryggir líka góða framtíð fyrir félögin í stað þess að safna skuldum. Hvert félag má ekki tapa meira en 30 milljónum evra á hverjum þremur árum en eigendurnir mega koma til bjargar vegna 25 milljóna af því tapi. UEFA leggur samt áherslu á hagkvæman rekstur fótboltafélaga þrátt fyrir þetta tímabundna leyfi til þess að brjóta reglurnar. 2020 mun á endanum teljast með því litið verður á árinu 2020 og 2021 sem eitt heilt fjárhagsár þegar bækurnar verða gerðar upp. Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Það er öllum ljóst að tekjustreymi knattspyrnufélaga hefur að mestu stöðvast vegna baráttunnar við kórónuveiruna. Fyrst fóru engir leikir fram en núna fara leikir fram án áhorfenda. Félögin eru vön að fá miklar tekjur í gegnum heimaleiki sína en það eru engar slíkar tekjur að koma inn þessa dagana. Þá má ekki gleyma því að það kreppir að hjá mörgum fyrirtækjum sem hefur líka áhrif á styrktaraðila knattspyrnufélaganna. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, vill koma til móts við félögin sem hafa hingað til hamast við að vera réttum megin núllið á tímum þegar kaupverð og laun leikmanna eru komin upp úr öllu valdi. Uefa adjusts FFP rules with clubs unable to comply this season. By @david_conn https://t.co/J3XysDddvZ— Guardian sport (@guardian_sport) June 19, 2020 Eigendur knattspyrnufélaga Evrópu fá þess vegna tímabundið leyfi til þess að brjóta reglur UEFA um rekstur knattspyrnufélaga á meðan félög þeirra eru að vinna sig út úr öllum fjárhagsvandræðum sínum vegna kórónuveirufaraldrins. Forráðamenn UEFA tilkynntu það að rekstrarárið 2020 mun ekki falla undir sömu rekstrarreglur og önnur ár, fyrir og eftir. UEFA segir að þessi undanþága sé sett inn svo að félögin fái meiri tíma til að mæla og gera sér grein fyrir ófyrirséðu tapi á tekjum vegna faraldursins. Félögin hafa þurft að sýna fram á góðan rekstur og það er ekki ásættanlegt ef ríkir eigendur dæli inn peningum í félagið til að búa til ósanngjarnt forskot á önnur félög. Góður rekstur tryggir líka góða framtíð fyrir félögin í stað þess að safna skuldum. Hvert félag má ekki tapa meira en 30 milljónum evra á hverjum þremur árum en eigendurnir mega koma til bjargar vegna 25 milljóna af því tapi. UEFA leggur samt áherslu á hagkvæman rekstur fótboltafélaga þrátt fyrir þetta tímabundna leyfi til þess að brjóta reglurnar. 2020 mun á endanum teljast með því litið verður á árinu 2020 og 2021 sem eitt heilt fjárhagsár þegar bækurnar verða gerðar upp.
Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira