Simpson kom öllum á óvart og landaði sigri á nýju mótsmeti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 08:30 Simpson gat leyft sér að brosa eftir sigurinn í nótt. Streeter Lecka/Getty Images Lokahringur RBC Heritagemótsins í golfi frestaðist fram yfir miðnætti en gífurleg var mikil spenna en fyrir lokahringinn voru fjórir kylfingar jafnir í fyrsta sæti. Fór það svo að Webb Simpson landaði sigri á nýju mótsmeti. Lauk hann leik á 22 höggum undir pari, aðeins einu höggi á undan Abraham Ancer. Lokahring mótsins – sem er hluti af PGA mótaröðinni – var frestað um þrjár klukkustundir vegna storms við strendur Suður-Karólínu þar sem mótið fór fram. Mikil spenna var fyrir lokahringinn en á tímabili voru sex kylfingar jafnir í efsta sæti. Hinn 34 ára gamli Simpson – sem á hvorki meira né minna en fimm börn – lék hins vegar nær óaðfinnanlega frá upphafi til enda. Fékk hann ekki einn skolla á mótinu en alls voru leiknar 64 holur. Þá fékk hann fimm fugla á síðustu sjö holum mótsins sem tryggðu honum sigur en alls lék hann eins og áður sagði á 22 höggum undir pari. Það var við hæfi að hann landað sigrinum á Feðradaginn sjálfan. Another win on #FathersDay for #TeamRBC s Webb Simpson! Congratulations on capturing the 2020 @RBC_Heritage, @webbsimpson1! pic.twitter.com/8rS0pnsq1t— RBC (@RBC) June 22, 2020 „Þetta var ótrúlegur dagur,“ sagði Simpson eftir mótið við BBC en sigurinn mun fleyta honum upp í fimmta sæti heimslistans. Abraham Ancer var hársbreidd frá því að komast í bráðabana um sigurinn en pútt hans á síðustu holu geigaði. Var hann í öðru sæti á 21 höggi undir pari. Þar á eftir komu Daniel Berger og Terell Hatton, báðir á 20 höggum undir pari. Golf Íþróttir Tengdar fréttir Æsispennandi lokahringur framundan á RBC Heritage | Fjórir efstir Það er spennandi lokahringur framundan á RBC Heritage mótinu á morgun þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 15 höggum undir pari eftir daginn í dag. 20. júní 2020 22:30 Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Lokahringur RBC Heritagemótsins í golfi frestaðist fram yfir miðnætti en gífurleg var mikil spenna en fyrir lokahringinn voru fjórir kylfingar jafnir í fyrsta sæti. Fór það svo að Webb Simpson landaði sigri á nýju mótsmeti. Lauk hann leik á 22 höggum undir pari, aðeins einu höggi á undan Abraham Ancer. Lokahring mótsins – sem er hluti af PGA mótaröðinni – var frestað um þrjár klukkustundir vegna storms við strendur Suður-Karólínu þar sem mótið fór fram. Mikil spenna var fyrir lokahringinn en á tímabili voru sex kylfingar jafnir í efsta sæti. Hinn 34 ára gamli Simpson – sem á hvorki meira né minna en fimm börn – lék hins vegar nær óaðfinnanlega frá upphafi til enda. Fékk hann ekki einn skolla á mótinu en alls voru leiknar 64 holur. Þá fékk hann fimm fugla á síðustu sjö holum mótsins sem tryggðu honum sigur en alls lék hann eins og áður sagði á 22 höggum undir pari. Það var við hæfi að hann landað sigrinum á Feðradaginn sjálfan. Another win on #FathersDay for #TeamRBC s Webb Simpson! Congratulations on capturing the 2020 @RBC_Heritage, @webbsimpson1! pic.twitter.com/8rS0pnsq1t— RBC (@RBC) June 22, 2020 „Þetta var ótrúlegur dagur,“ sagði Simpson eftir mótið við BBC en sigurinn mun fleyta honum upp í fimmta sæti heimslistans. Abraham Ancer var hársbreidd frá því að komast í bráðabana um sigurinn en pútt hans á síðustu holu geigaði. Var hann í öðru sæti á 21 höggi undir pari. Þar á eftir komu Daniel Berger og Terell Hatton, báðir á 20 höggum undir pari.
Golf Íþróttir Tengdar fréttir Æsispennandi lokahringur framundan á RBC Heritage | Fjórir efstir Það er spennandi lokahringur framundan á RBC Heritage mótinu á morgun þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 15 höggum undir pari eftir daginn í dag. 20. júní 2020 22:30 Mest lesið „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Banna vinsæla aðferð til æfinga Sport Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Körfubolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Æsispennandi lokahringur framundan á RBC Heritage | Fjórir efstir Það er spennandi lokahringur framundan á RBC Heritage mótinu á morgun þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 15 höggum undir pari eftir daginn í dag. 20. júní 2020 22:30