Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2020 15:28 Frá fundi dagsins. Mynd/Lögreglan Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá landi einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. Mat um slíka frávísun byggir að mestu leyti á huglægu mati en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn óttast ekki að fordómar kunni að spila inn í komi til þess að heimildinni verði beitt, þar sem margir aðilar komi að gerð hættumats. Þetta kom fram í máli Víðis á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var hann sérstaklega spurður út í þessa heimild og hvort henni hafi verið beitt frá því að skimanir á landamærum Íslands hófust. „Nei, það hefur engum verið vísað fá landi á grundvelli þessarar heimildar,“ sagði Víðir. Þá var hann spurður í hvort einhverjir verkferlar væru til í tengslum við þessa heimild. Sagði Víðir að ferlið væri ekki alveg niðurnegld, engu að síður fylgdi lögreglan á Keflavíkurflugvelli ákveðnu ferli í tengslum við gerð hættumats. „Þetta er að mjög stóru leyti huglægt mat nema aðrar sérstakar aðstæður séu. Eins og fram hefur komið erum við búin að taka sjö þúsund inn og það hefur engum verið vísað frá á þessum grundvelli,“ sagði Víðir. Bætti hann við að ef þessari heimild yrði beitt yrði það gert af mikilli varfærni. „Vegna þess að á bak við hana liggur þetta huglæga mat sem þarf þá að minnsta kosti að geta staðið mjög vel,“ sagði Víðir. Hann sagðist þó vera ánægður með að þessi heimild væri til staðar. „Það er mjög mikilvægt að hafa þessa heimild ef að vísbendingar eða annað slíkt koma upp við eftirlitið sem benda til þess að þetta sé gert að þá sé hægt að gera þetta strax en ekki að fara í langt ferli þar sem margir aðilar verða þá í mikilli óvissu,“ sagði Víðir. Hann var þá í framhaldinu spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af því að ef heimildinni yrði beitt, hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að einhvers konar geðþóttaákvörðun byggð á litarhafti eða þjóðerni þess sem yrði vísað frá myndi spila inn í ákvörðunina. Víðir sagði ekkert benda til þess að til þess gæti komið. „Það er aldrei einn einstaklingur sem framkvæmir svona hættumat. Það eru nokkuð margir sem koma að því. Ég hef ekki áhyggjur af því, ekki neina reynslu eða vísbendingar um að slíkt geti gerst.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá landi einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. Mat um slíka frávísun byggir að mestu leyti á huglægu mati en Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn óttast ekki að fordómar kunni að spila inn í komi til þess að heimildinni verði beitt, þar sem margir aðilar komi að gerð hættumats. Þetta kom fram í máli Víðis á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þar var hann sérstaklega spurður út í þessa heimild og hvort henni hafi verið beitt frá því að skimanir á landamærum Íslands hófust. „Nei, það hefur engum verið vísað fá landi á grundvelli þessarar heimildar,“ sagði Víðir. Þá var hann spurður í hvort einhverjir verkferlar væru til í tengslum við þessa heimild. Sagði Víðir að ferlið væri ekki alveg niðurnegld, engu að síður fylgdi lögreglan á Keflavíkurflugvelli ákveðnu ferli í tengslum við gerð hættumats. „Þetta er að mjög stóru leyti huglægt mat nema aðrar sérstakar aðstæður séu. Eins og fram hefur komið erum við búin að taka sjö þúsund inn og það hefur engum verið vísað frá á þessum grundvelli,“ sagði Víðir. Bætti hann við að ef þessari heimild yrði beitt yrði það gert af mikilli varfærni. „Vegna þess að á bak við hana liggur þetta huglæga mat sem þarf þá að minnsta kosti að geta staðið mjög vel,“ sagði Víðir. Hann sagðist þó vera ánægður með að þessi heimild væri til staðar. „Það er mjög mikilvægt að hafa þessa heimild ef að vísbendingar eða annað slíkt koma upp við eftirlitið sem benda til þess að þetta sé gert að þá sé hægt að gera þetta strax en ekki að fara í langt ferli þar sem margir aðilar verða þá í mikilli óvissu,“ sagði Víðir. Hann var þá í framhaldinu spurður að því hvort að hann hefði áhyggjur af því að ef heimildinni yrði beitt, hvort sá möguleiki væri fyrir hendi að einhvers konar geðþóttaákvörðun byggð á litarhafti eða þjóðerni þess sem yrði vísað frá myndi spila inn í ákvörðunina. Víðir sagði ekkert benda til þess að til þess gæti komið. „Það er aldrei einn einstaklingur sem framkvæmir svona hættumat. Það eru nokkuð margir sem koma að því. Ég hef ekki áhyggjur af því, ekki neina reynslu eða vísbendingar um að slíkt geti gerst.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent