Sergio Agüero frá út tímabilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2020 07:00 Argentínumaðurinn mun ekki spila aftur fyrr en á næstu leiktíð. EPA-EFE/Martin Rickett Manchester City lagði Burnley að velli 5-0 á Etihad-vellinum í Manchester í fyrradag. City varð þó fyrir áfalli í leiknum en argentíski markahrókurinn Sergio Agüero fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 2-0. Nú hefur komið í ljós að hinn 32 ára gamli Agüero – sem hefur oftar en ekki verið í vandræðum með meiðsli – verður frá út tímabilið samkvæmt frétt BBC. The scans I did this morning have confirmed that I have damaged my left knee. It s a pity but I m in good spirits and so focused to come back as soon as possible. Thank you very much for all your messages!— Sergio Kun Aguero (@aguerosergiokun) June 23, 2020 Agüero hefur sjálfur tjáð sigum málið en hann er meiddur á vinstra hné. Í viðtali eftir leikinn sagði Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, að framherjinn hefði átt í vandræðum með hnéið undanfarin mánuð. Agüero heldur til Barcelona þar sem hann mun undirgangast frekari læknismeðferð og meðhöndlun. Sóknarmaðurinn knái hefur byrjað 18 deildarleiki fyrir City á leiktíðinni og skorað í þeim 16 mörk. City gekk ágætlega án hans gegn Burnley en spurning er hvernig liðinu mun ganga gegn sterkari mótherjum. City-liðið hefur farið frábærlega af stað eftir að enska úrvalsdeildin hóf göngu sína á ný og er liðið með sex stig af sex möguleikum úr síðustu tveimur leikjum. Þá er markatala liðsins 8-0 en Ederson, markvörður City, fékk síðast á sig skot í janúar. Man City er í öðru sæti deildarinnar með 63 stig, tuttugu stigum á eftir toppliði Liverpool þegar átta umferðir eru eftir. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegir yfirburðir City: Ederson ekki fengið á sig skot síðan í janúar 8-0 í mörkum og 19-0 í skotum á mark. Yfirburðir lærisveina Pep Guardiola í síðustu tveimur leikjum hafa verið algjörir. 23. júní 2020 17:00 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Manchester City lagði Burnley að velli 5-0 á Etihad-vellinum í Manchester í fyrradag. City varð þó fyrir áfalli í leiknum en argentíski markahrókurinn Sergio Agüero fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 2-0. Nú hefur komið í ljós að hinn 32 ára gamli Agüero – sem hefur oftar en ekki verið í vandræðum með meiðsli – verður frá út tímabilið samkvæmt frétt BBC. The scans I did this morning have confirmed that I have damaged my left knee. It s a pity but I m in good spirits and so focused to come back as soon as possible. Thank you very much for all your messages!— Sergio Kun Aguero (@aguerosergiokun) June 23, 2020 Agüero hefur sjálfur tjáð sigum málið en hann er meiddur á vinstra hné. Í viðtali eftir leikinn sagði Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, að framherjinn hefði átt í vandræðum með hnéið undanfarin mánuð. Agüero heldur til Barcelona þar sem hann mun undirgangast frekari læknismeðferð og meðhöndlun. Sóknarmaðurinn knái hefur byrjað 18 deildarleiki fyrir City á leiktíðinni og skorað í þeim 16 mörk. City gekk ágætlega án hans gegn Burnley en spurning er hvernig liðinu mun ganga gegn sterkari mótherjum. City-liðið hefur farið frábærlega af stað eftir að enska úrvalsdeildin hóf göngu sína á ný og er liðið með sex stig af sex möguleikum úr síðustu tveimur leikjum. Þá er markatala liðsins 8-0 en Ederson, markvörður City, fékk síðast á sig skot í janúar. Man City er í öðru sæti deildarinnar með 63 stig, tuttugu stigum á eftir toppliði Liverpool þegar átta umferðir eru eftir.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegir yfirburðir City: Ederson ekki fengið á sig skot síðan í janúar 8-0 í mörkum og 19-0 í skotum á mark. Yfirburðir lærisveina Pep Guardiola í síðustu tveimur leikjum hafa verið algjörir. 23. júní 2020 17:00 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Ótrúlegir yfirburðir City: Ederson ekki fengið á sig skot síðan í janúar 8-0 í mörkum og 19-0 í skotum á mark. Yfirburðir lærisveina Pep Guardiola í síðustu tveimur leikjum hafa verið algjörir. 23. júní 2020 17:00