Hátíðin HönnunarMars 2020 er í fullum gangi og lýkur á sunnudag. Helgin í borginni verður stútfull af íslenskri hönnun og áhugaverðum viðburðum og sýningum. Alla dagskránna er hægt að nálgast á heimasíðu HönnunarMars hér - þar er hægt að finna gagnvirkt kort sem sniðugt er að til að skipuleggja sýningarflakk hátíðarinnar.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir opnanir og viðburði dagsins.
HönnunarMars dagur þrjú - Föstudagurinn 26/6
11:00 – 18:00 I Viðburður
Mói - börn hanna sokka hönnunarstúdíó
Mói, Laugavegur 30
-
12:00 – 12:30 I Leiðsögn
efni:viður
Hafnarborg – Centre of Culture and Fine Art, Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður
-
12:00 – 18:00 I Opin vinnustofa
Catch of the day: Limited Covid-19 edition
Studio Björn Steinar, Bríetartún 13
-
12:00 – 18:00 I Opin vinnustofa
Skógarnytjar
Studio Björn Steinar, Bríetartún 13
-
12:00 – 18:00 I Opin vinnustofa
Plastplan
Plastplan, Bríetartún 13
-
16:30 – 19:00 I Opnun
Norður Norður
Rammagerðin, Skólavörðustígur 12
-
17:00 – 19:00 I Viðburður
AGUSTAV - Aperitivo
AGUSTAV, Skólavörðustígur 22
-
17:00 – 19:00 I Viðburður
Dýragarðurinn - Kokteilakvöld
Inga Elín gallerí, Skólavörðustígur 5
-
18:00 – 20:00 I Opnun
Skartgripir í Prakt
Prakt, Laugavegur 82
-
17:00 – 19:00 I Opnun
Opnunarhóf Norræna hússins
Norræna húsið, Sæmundargata 11
-
17:00 – 19:00 I Opnun
Hringir
Norræna húsið, Sæmundargata 11
-
17:00 – 19:00 I Opnun
Eldurinn í jörðinni
Norræna húsið, Sæmundargata 11
-
17:00 – 19:00 I Opnun
Norsk klassík á íslenskum heimilum
Norræna húsið, Sæmundargata 11
-
17:00 – 19:00 I Opnun
Vanishing Point
Norræna húsið, Sæmundargata 11
-
17:00 – 19:00 I Opnun
Anna - frumgerð af stól
Norræna húsið, Sæmundargata 11
-
17:00 - 19:00 I Opnun
Bambahús
Norræna húsið, Sæmundargata 11
-
17:00 – 19:00 I Viðburður
Meira og minna - HönnunarHappyHour
Sýningar á Meira og minna:
Silfra
Trophy
Hvenær verður vara að vöru?
Ótrúlegt mannlegt kolleksjón
Hafnartorg, Göngugatan á Hafnartorgi
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti.
HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.