Pulisic fremstur meðal jafningja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2020 12:30 Pulisic kemur Chelsea yfir gegn Manchester City. EPA-EFE/Paul Childs Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic hefur ekki heillað alla upp úr skónum í vetur en hann er samt sem áður markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ef miðað er við leikmenn 21 árs eða yngri. Pulisic er fæddur árið 1998 og verður 22 ára þann 18. september næstkomandi. Skoraði hann sitt sjöunda mark á tímabilinu í gær þegar hann kom Chelsea yfir gegn Manchester City. Hefur enginn skorað fleiri mörk. Fór það svo að Chelsea vann leikinn 2-1 og tryggði þar með Liverpool Englandsmeistaratitilinn – þann fyrsta í 30 ár eins og alþjóð eflaust veit. 7 - Christian Pulisic has now scored seven @premierleague goals this season, the most of any player in the competition aged 21 or under. Pond. #CHEMCI pic.twitter.com/9FWkp1dzIi— OptaJoe (@OptaJoe) June 25, 2020 Var þetta annar leikurinn í röð þar sem mark Pulisic tryggir Chelsea þrjú stig en hann skoraði einnig í 2-1 sigri á Aston Villa þann 21. júní. Næstur á lista markahæstu leikmanna 21 árs og yngri er svo annar Chelsea maður, Mason Mount. Markaskorun Pulisic er í raun enn merkilegri ef horft er til þess að hann hefur aðeins byrjað 13 leiki fyrir Chelsea á tímabilinu og aðeins komið fimm sinnum af bekknum. Þá hefur Bandaríkjamaðurinn lagt upp tvö mörk. Reikna má með Pulisic enn sterkari á næstu leiktíð en leikmaðurinn var keyptur frá þýska félaginu Borussia Dortmund í janúar 2019 og gekk í raðir Chelsea það sumar. Þetta er því fyrsta tímabil hans í ensku úrvalsdeildinni. Ljóst er að Frank Lampard mun hafa nóg af valmöguleikum fram á við á næstu leiktíð en Chelsea hefur nú þegar staðfest kaup á vængmanninum Hakim Ziych frá Ajax og framherjanum Timo Werner frá RB Leipzig. Með sigrinum í gær náði Chelsea fimm stiga forystu á Manchester United og Wolverhampton Wanderers en Lundúnaliðið er sem stendur í 4. sæti deildarinnar sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic hefur ekki heillað alla upp úr skónum í vetur en hann er samt sem áður markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar ef miðað er við leikmenn 21 árs eða yngri. Pulisic er fæddur árið 1998 og verður 22 ára þann 18. september næstkomandi. Skoraði hann sitt sjöunda mark á tímabilinu í gær þegar hann kom Chelsea yfir gegn Manchester City. Hefur enginn skorað fleiri mörk. Fór það svo að Chelsea vann leikinn 2-1 og tryggði þar með Liverpool Englandsmeistaratitilinn – þann fyrsta í 30 ár eins og alþjóð eflaust veit. 7 - Christian Pulisic has now scored seven @premierleague goals this season, the most of any player in the competition aged 21 or under. Pond. #CHEMCI pic.twitter.com/9FWkp1dzIi— OptaJoe (@OptaJoe) June 25, 2020 Var þetta annar leikurinn í röð þar sem mark Pulisic tryggir Chelsea þrjú stig en hann skoraði einnig í 2-1 sigri á Aston Villa þann 21. júní. Næstur á lista markahæstu leikmanna 21 árs og yngri er svo annar Chelsea maður, Mason Mount. Markaskorun Pulisic er í raun enn merkilegri ef horft er til þess að hann hefur aðeins byrjað 13 leiki fyrir Chelsea á tímabilinu og aðeins komið fimm sinnum af bekknum. Þá hefur Bandaríkjamaðurinn lagt upp tvö mörk. Reikna má með Pulisic enn sterkari á næstu leiktíð en leikmaðurinn var keyptur frá þýska félaginu Borussia Dortmund í janúar 2019 og gekk í raðir Chelsea það sumar. Þetta er því fyrsta tímabil hans í ensku úrvalsdeildinni. Ljóst er að Frank Lampard mun hafa nóg af valmöguleikum fram á við á næstu leiktíð en Chelsea hefur nú þegar staðfest kaup á vængmanninum Hakim Ziych frá Ajax og framherjanum Timo Werner frá RB Leipzig. Með sigrinum í gær náði Chelsea fimm stiga forystu á Manchester United og Wolverhampton Wanderers en Lundúnaliðið er sem stendur í 4. sæti deildarinnar sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Liverpool Englandsmeistari eftir sigur Chelsea Liverpool er Englandsmeistari í fótbolta í fyrsta sinn í þrjátíu ár en þetta varð ljóst í kvöld þegar Chelsea vann Manchester City, 2-1. 25. júní 2020 21:01