Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-4 | Þægilegt fyrir Valsmenn í Kórnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2020 21:30 Patrick Pedersen skoraði þrívegis í kvöld. Vísir/Bára Valsmenn unnu frábæran 4-0 sigur gegn HK í Kórnum í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í dag. Áföllin halda áfram að dynja yfir HK. Liðið tapaði leik kvöldsins með fjórum mörum gegn engu og þá fékk fyrirliðinn, Leifur Andri Leifsson, rautt spjald í fyrri hálfleik. Jón Arnar Barðdal – hetja liðsins í Frostaskjóli í síðustu umferð – er í sóttkví og Valgeir Valgeirsson meiddist gegn KR og var ekki með í kvöld. Athygli vakti að Valgeir Lundal Friðriksson var í vinstri bakverði Vals en hann er réttfættur. Ívar Örn Jónsson sat sem fastast á varamannabekknum í dag við hlið Magnúsar Egilsson. Hjá HK var Stefán Alexander Ljubicic að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið en hann hóf leikinn í fremstu víglínu þar sem Jón Arnar var ekki með. Leikurinn byrjaði nær alveg eins og leikur HK í Frostaskjóli. Þeir sátu til baka og leyfðu Val að hafa boltann. Skiljanlega enda skyndisóknir liðsins frábærar í Vesturbænum í síðustu umferð. Valsmenn voru mikið með boltann en sköpuðu sér lítið á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Svo breyttist allt. Valsmenn sóttu þá upp hægri vænginn, Birkir Már Sævarsson gaf fyrir markið en Sigurður Hrannar Björnsson blakaði boltanum frá. Valgeir Lundal – sem var að byrja sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni – gaf fyrir frá vinstri. Boltinn rataði beint á kollinn á Patrick Pedersen sem var óvaldaður inn í teig. Það er ekki að spyrja að því þegar Patrick fær slík færi. Boltinn í netinu og staðan orðin 1-0. Fyrsta stoðsending Valgeirs í efstu deild og fyrsta mark Pedersen í sumar. Aðeins tveimur mínútum síðar hafði Patrick skorað annað mark sitt og annað mark Vals í leiknum. Að þessu sinni eftir frábæran sprett Arons Bjarnasonar. Það var svo þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik sem leiknum í raun lauk. Sigurður Egill Lárusson fékk þá langa sendingu inn fyrir vörn heimamanna. Leifur Andri elti hann, reif í hann og reif Sigurð Egil niður innan vítateigs. Leifur náði boltanum reyndar en að því sögðu þá þurfti hann að fara í gegnum Sigurð til þess. Hvort um hafi verið að ræða upplagt marktækifæri getur undirritaður ekki vottað fyrir en vítaspyrna var dæmd. Leifur fékk rautt og Patrick fullkomnaði þrennu sína með öruggri spyrnu. Fyrsta þrenna sumarsins komin. Þá skaut Aron í marksúlur HK áður en fyrri hálfleikur var úti. Staðan 3-0 gestunum í vil þegar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks. Síðari hálfleikur var ekki mikið fyrir augað. Heimamenn vörðust í 4-3-2 skipulagi sem gestirnir áttu erfitt með að brjóta niður. Raunar var það svo að HK fékk betri tækifæri til að minnka muninn heldur en gestirnir til að bæta við mörkum. Því miður vantaði alltaf herslumuninn á sóknir HK. Þeirra besta færi fékk Birkir Valur þegar hann skaut yfir af stuttu færi eftir hornspyrnu en Guðmundur Þór Júlíusson hafði þá átt skalla upp í loftið sem endaði í slánni og datt fyrir fætur Birkis Vals. Valur hélt boltanum vissulega löngum köflum í síðari hálfleik en sköpuðu sér ekki mörg færi gegn þykkum varnarmúr HK fyrr en undir lok leiks. Þá skoraði varamaðurinn Birkir Heimisson eftir að Aron komst upp að endalínu. Pedersen hélt svo að hann hefði skorað fjórða mark sitt og fimmta mark Vals undir lok leiks en boltinn fór þá upp í hendina á honum áður en hann skaut að marki. Hendi því réttilega dæmd. Lokatölur 4-0 Valsmönnum í vil sem hafa svo sannarlega rifið sig upp eftir svekkjandi tap gegn KR í fyrstu umferð. Valsmenn nú með sex stig þegar þremur umferðum er lokið á meðan HK er aðeins með þrjú og hefur tapað báðum heimaleikjum sínum til þessa. Þá hefur liðið misst að meðaltali tvo leikmenn í hverjum leik til þessa. Af hverju vann Valur? Þeir voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum í kvöld. Sigurinn síst of stór en það er spurning hvort sigur HK-inga eða ferðalagið á Grenivík hafi aðeins setið í mannskapnum. Hverjir stóðu upp úr? Patrick Pedersen, það segir sig sjálft. Þá áttu Aron Bjarnason, Kaj Leó og Sigurður Egill allir fínan leik í liði Vals en það var miklu betra flæði á þeim þremur en til að mynda gegn KR. Þá var Valgeir Lundal flottur í vinstri bakverðinum. Hvað gekk illa? HK gekk illa að halda í boltann þegar þeir fengu tækifæri til þess. Þá gekk þeim illa að klára sóknir sínar en nokkrum sinnum í leiknum komust þeir í ákjósnlegar stöður framarlega á vellinum. Sama má í raun segja um Valsliðið en þeir hefðu eflaust viljað skora fleiri mörk hér í kvöld. Hvað gerist næst? Valur fær ÍA í heimsókn á föstudaginn kemur á meðan HK mætir nýliðum Gróttu út á Seltjarnarnesi á laugardaginn. Heimir var sáttur að leik loknum.Mynd/Stöð 2 Sport Heimir: Hefðum mátt gera betur í að finna þetta drápseðli Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með stigin þrjú í Kórnum í kvöld en fannst að sínir menn hefðu átt að gera betur í síðari hálfleik þegar liðið var manni fleiri en heimamenn í HK. „Frábært að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. HK-liðið er gríðarlega öflugt að mínu mati og vel skipulagt eins og við sáum á móti KR. Þess vegna er fínt að koma hérna og fá þrjú stig,“ sagði Heimir um leik kvöldsins. „Í byrjun fyrri hálfleiks fannst mér við kannski í vandræðum með boltann en náðum góðum tökum á leiknum. Spiluðum á löngum köflum vel en seinni hálfleikurinn var vonbrigði. Töluðum um það í hálfleik að detta ekki niður en gerðum það, hægðum á þessu og hefðum mátt gera betur í seinni hálfleik og finna þetta drápseðli.“ „Þeir hafa verið flottir. Þeir hafa æft vel og tekið vel leiðsögn og við sjáum framfarir en auðvitað er þetta þannig að þeir þurfa að halda áfram að vera duglegir á æfingasvæðinu og þá verða meiri framfarir,“ sagði Heimir um frammistöðu ungu leikmanna vals en Valgeir Lundal byrjaði leikinn og lagði upp fyrsta markið. Þá kom Birkir Heimisson inn af bekknum og skoraði. „Það var fínn leikur á móti Gróttu og aftur hérna þó svo að seinni hálfleikurinn hafi verið vonbrigði. Þetta er alltaf það sama, næst er erfiður leikur á móti ÍA og við þurfum að nýta æfingavikuna vel og vera klárir næsta föstudag,“ sagði Heimir um góða leiki Valsmanna undanfarið eftir tap gegn KR í fyrstu umferð. Liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð – að meðtöldum sigri á SR í bikarnum – og skorað 11 mörk án þess að fá á sig eitt. „Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en menn þurfa að passa sig, vera klókir og henda ekki í einhverjar veislur,“ sagði Heimir að lokum um mögulegar áhyggjur varðandi það að deildinni verði frestað vegna þess að kórónusmit eru aftur komin upp. Pedersen: Erum með góðan hóp og fullir sjálfstrausts „Já ég er mjög ánægður með mörkin, var ósáttur með að skora ekki í fyrstu tveimur leikjunum svo ég er ánægður að þau hafi komið í dag. Þetta var góður leikur, fannst við góðir í fyrri hálfleik en smá kæruleysi í þeim síðari,“ sagði Patrick Pedersen um leik dagsins. „Við vorum ósáttir með að fá ekkert út úr fyrsta leiknum – gegn KR – en síðustu tveir leikir hafa verið mjög góðir, við höfum spilað vel og þetta lýtur vel út.“ „Já af hverju ætti ég ekki að vera það. Við erum með góðan hóp, þú sérð gæðaleikmenn koma inn af bekknum og þeir eru að standa sig svo ég er fullur sjálfstrausts,“ sagði danski markahrókurinn að lokum. Brynjar Björn og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Viktor Bjarni Arnarson.vísir/bára Brynjar Björn: Harður dómur að reka Leif út af fyrir það „Ég er svekktur og vonsvikinn með fyrri hálfleikinn sérstaklega þar sem við töpum leiknum. Hvort það var uppleggið eða að menn hafi enn verið þreyttir eftir vikuna þá hefðum við getað gert betur og áttum að gera töluvert betur. Lágum of djúpt og vorum of aftarlega, leyfðum Völsurum að spila óhindrað hátt upp völlinn,“ sagði Brynjar Björn, þjálfari HK, að leik loknum. „Mér fannst vítið harkalegt, víti og rautt spjald, sem þeir skora upp úr. Upplagt markatækifæri er leikmaður sem er kominn með fulla stjórn á boltanum og á bara markmanninn eftir. Sem mér fannst ekki vera – hann á eftir að taka tvær, þrjár snertingar og enn 16 metrar í markið. Mér fannst það því harður dómur að reka Leif út af fyrir það,“ sagði Brynjar um rauða spjaldið sem HK fékk í leiknum. „Við vorum of djúpt og þeir voru of margir nálægt markinu. Við vorum þannig séð í réttum stöðum en náðum aldrei að setja pressu á bolta eða boltamann. Vorum of langt frá þeim og við hefðum kannski átt að leggja upp með að setja aðeins meiri pressu á þá ofar á vellinum,“ sagði Brynjar um tvö fyrstu mörk leiksins sem umturnuðu leiknum sem hafði fram að því verið í járnum. „Við vorum aldrei að fara vinna leikinn í seinni hálfleik en við gátum allavega farið út á völl, gert okkar besta og reynt. Við komumst í mjög góðar stöður 4-5 sinnum og hefðu átt að nýta þær betur. Skalli í slá og frákastið þar fer yfir. Eitt mark hefði mögulega geta hrist upp í leiknum en við náðum því ekki og það endar 4-0 en mér fannst við koma út og reyna sem er það mesta sem maður gat beðið um í hálfleik,“ sagði Brynjar um fínan síðari hálfleik sinna manna. „Staðan á hópnum er allt í lagi. Auðvitað missum við Jonna (Jón Arnar Barðdal) út eftir æfingu í gær. Þurfum að taka ákvörðun í dag í sjálfu sér hvort hann yrði í sóttkví eða ekki og hann er í sóttkví. Sem gerði það að verkum að við þurftum að gera þá breytingu. Sem var ekki heila málið í þessu en hann var búinn að spila vel og það var kominn ákveðinn ryðmi í liðið með hann þarna frammi. Við fáum fimm eða sex daga fyrir næsta leik og það er kærkomið,“ sagði Brynjar að lokum. HK Valur Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn
Valsmenn unnu frábæran 4-0 sigur gegn HK í Kórnum í þriðju umferð Pepsi Max deildarinnar í dag. Áföllin halda áfram að dynja yfir HK. Liðið tapaði leik kvöldsins með fjórum mörum gegn engu og þá fékk fyrirliðinn, Leifur Andri Leifsson, rautt spjald í fyrri hálfleik. Jón Arnar Barðdal – hetja liðsins í Frostaskjóli í síðustu umferð – er í sóttkví og Valgeir Valgeirsson meiddist gegn KR og var ekki með í kvöld. Athygli vakti að Valgeir Lundal Friðriksson var í vinstri bakverði Vals en hann er réttfættur. Ívar Örn Jónsson sat sem fastast á varamannabekknum í dag við hlið Magnúsar Egilsson. Hjá HK var Stefán Alexander Ljubicic að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið en hann hóf leikinn í fremstu víglínu þar sem Jón Arnar var ekki með. Leikurinn byrjaði nær alveg eins og leikur HK í Frostaskjóli. Þeir sátu til baka og leyfðu Val að hafa boltann. Skiljanlega enda skyndisóknir liðsins frábærar í Vesturbænum í síðustu umferð. Valsmenn voru mikið með boltann en sköpuðu sér lítið á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Svo breyttist allt. Valsmenn sóttu þá upp hægri vænginn, Birkir Már Sævarsson gaf fyrir markið en Sigurður Hrannar Björnsson blakaði boltanum frá. Valgeir Lundal – sem var að byrja sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni – gaf fyrir frá vinstri. Boltinn rataði beint á kollinn á Patrick Pedersen sem var óvaldaður inn í teig. Það er ekki að spyrja að því þegar Patrick fær slík færi. Boltinn í netinu og staðan orðin 1-0. Fyrsta stoðsending Valgeirs í efstu deild og fyrsta mark Pedersen í sumar. Aðeins tveimur mínútum síðar hafði Patrick skorað annað mark sitt og annað mark Vals í leiknum. Að þessu sinni eftir frábæran sprett Arons Bjarnasonar. Það var svo þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik sem leiknum í raun lauk. Sigurður Egill Lárusson fékk þá langa sendingu inn fyrir vörn heimamanna. Leifur Andri elti hann, reif í hann og reif Sigurð Egil niður innan vítateigs. Leifur náði boltanum reyndar en að því sögðu þá þurfti hann að fara í gegnum Sigurð til þess. Hvort um hafi verið að ræða upplagt marktækifæri getur undirritaður ekki vottað fyrir en vítaspyrna var dæmd. Leifur fékk rautt og Patrick fullkomnaði þrennu sína með öruggri spyrnu. Fyrsta þrenna sumarsins komin. Þá skaut Aron í marksúlur HK áður en fyrri hálfleikur var úti. Staðan 3-0 gestunum í vil þegar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks. Síðari hálfleikur var ekki mikið fyrir augað. Heimamenn vörðust í 4-3-2 skipulagi sem gestirnir áttu erfitt með að brjóta niður. Raunar var það svo að HK fékk betri tækifæri til að minnka muninn heldur en gestirnir til að bæta við mörkum. Því miður vantaði alltaf herslumuninn á sóknir HK. Þeirra besta færi fékk Birkir Valur þegar hann skaut yfir af stuttu færi eftir hornspyrnu en Guðmundur Þór Júlíusson hafði þá átt skalla upp í loftið sem endaði í slánni og datt fyrir fætur Birkis Vals. Valur hélt boltanum vissulega löngum köflum í síðari hálfleik en sköpuðu sér ekki mörg færi gegn þykkum varnarmúr HK fyrr en undir lok leiks. Þá skoraði varamaðurinn Birkir Heimisson eftir að Aron komst upp að endalínu. Pedersen hélt svo að hann hefði skorað fjórða mark sitt og fimmta mark Vals undir lok leiks en boltinn fór þá upp í hendina á honum áður en hann skaut að marki. Hendi því réttilega dæmd. Lokatölur 4-0 Valsmönnum í vil sem hafa svo sannarlega rifið sig upp eftir svekkjandi tap gegn KR í fyrstu umferð. Valsmenn nú með sex stig þegar þremur umferðum er lokið á meðan HK er aðeins með þrjú og hefur tapað báðum heimaleikjum sínum til þessa. Þá hefur liðið misst að meðaltali tvo leikmenn í hverjum leik til þessa. Af hverju vann Valur? Þeir voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum í kvöld. Sigurinn síst of stór en það er spurning hvort sigur HK-inga eða ferðalagið á Grenivík hafi aðeins setið í mannskapnum. Hverjir stóðu upp úr? Patrick Pedersen, það segir sig sjálft. Þá áttu Aron Bjarnason, Kaj Leó og Sigurður Egill allir fínan leik í liði Vals en það var miklu betra flæði á þeim þremur en til að mynda gegn KR. Þá var Valgeir Lundal flottur í vinstri bakverðinum. Hvað gekk illa? HK gekk illa að halda í boltann þegar þeir fengu tækifæri til þess. Þá gekk þeim illa að klára sóknir sínar en nokkrum sinnum í leiknum komust þeir í ákjósnlegar stöður framarlega á vellinum. Sama má í raun segja um Valsliðið en þeir hefðu eflaust viljað skora fleiri mörk hér í kvöld. Hvað gerist næst? Valur fær ÍA í heimsókn á föstudaginn kemur á meðan HK mætir nýliðum Gróttu út á Seltjarnarnesi á laugardaginn. Heimir var sáttur að leik loknum.Mynd/Stöð 2 Sport Heimir: Hefðum mátt gera betur í að finna þetta drápseðli Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með stigin þrjú í Kórnum í kvöld en fannst að sínir menn hefðu átt að gera betur í síðari hálfleik þegar liðið var manni fleiri en heimamenn í HK. „Frábært að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. HK-liðið er gríðarlega öflugt að mínu mati og vel skipulagt eins og við sáum á móti KR. Þess vegna er fínt að koma hérna og fá þrjú stig,“ sagði Heimir um leik kvöldsins. „Í byrjun fyrri hálfleiks fannst mér við kannski í vandræðum með boltann en náðum góðum tökum á leiknum. Spiluðum á löngum köflum vel en seinni hálfleikurinn var vonbrigði. Töluðum um það í hálfleik að detta ekki niður en gerðum það, hægðum á þessu og hefðum mátt gera betur í seinni hálfleik og finna þetta drápseðli.“ „Þeir hafa verið flottir. Þeir hafa æft vel og tekið vel leiðsögn og við sjáum framfarir en auðvitað er þetta þannig að þeir þurfa að halda áfram að vera duglegir á æfingasvæðinu og þá verða meiri framfarir,“ sagði Heimir um frammistöðu ungu leikmanna vals en Valgeir Lundal byrjaði leikinn og lagði upp fyrsta markið. Þá kom Birkir Heimisson inn af bekknum og skoraði. „Það var fínn leikur á móti Gróttu og aftur hérna þó svo að seinni hálfleikurinn hafi verið vonbrigði. Þetta er alltaf það sama, næst er erfiður leikur á móti ÍA og við þurfum að nýta æfingavikuna vel og vera klárir næsta föstudag,“ sagði Heimir um góða leiki Valsmanna undanfarið eftir tap gegn KR í fyrstu umferð. Liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð – að meðtöldum sigri á SR í bikarnum – og skorað 11 mörk án þess að fá á sig eitt. „Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en menn þurfa að passa sig, vera klókir og henda ekki í einhverjar veislur,“ sagði Heimir að lokum um mögulegar áhyggjur varðandi það að deildinni verði frestað vegna þess að kórónusmit eru aftur komin upp. Pedersen: Erum með góðan hóp og fullir sjálfstrausts „Já ég er mjög ánægður með mörkin, var ósáttur með að skora ekki í fyrstu tveimur leikjunum svo ég er ánægður að þau hafi komið í dag. Þetta var góður leikur, fannst við góðir í fyrri hálfleik en smá kæruleysi í þeim síðari,“ sagði Patrick Pedersen um leik dagsins. „Við vorum ósáttir með að fá ekkert út úr fyrsta leiknum – gegn KR – en síðustu tveir leikir hafa verið mjög góðir, við höfum spilað vel og þetta lýtur vel út.“ „Já af hverju ætti ég ekki að vera það. Við erum með góðan hóp, þú sérð gæðaleikmenn koma inn af bekknum og þeir eru að standa sig svo ég er fullur sjálfstrausts,“ sagði danski markahrókurinn að lokum. Brynjar Björn og hans hundtryggi aðstoðarmaður, Viktor Bjarni Arnarson.vísir/bára Brynjar Björn: Harður dómur að reka Leif út af fyrir það „Ég er svekktur og vonsvikinn með fyrri hálfleikinn sérstaklega þar sem við töpum leiknum. Hvort það var uppleggið eða að menn hafi enn verið þreyttir eftir vikuna þá hefðum við getað gert betur og áttum að gera töluvert betur. Lágum of djúpt og vorum of aftarlega, leyfðum Völsurum að spila óhindrað hátt upp völlinn,“ sagði Brynjar Björn, þjálfari HK, að leik loknum. „Mér fannst vítið harkalegt, víti og rautt spjald, sem þeir skora upp úr. Upplagt markatækifæri er leikmaður sem er kominn með fulla stjórn á boltanum og á bara markmanninn eftir. Sem mér fannst ekki vera – hann á eftir að taka tvær, þrjár snertingar og enn 16 metrar í markið. Mér fannst það því harður dómur að reka Leif út af fyrir það,“ sagði Brynjar um rauða spjaldið sem HK fékk í leiknum. „Við vorum of djúpt og þeir voru of margir nálægt markinu. Við vorum þannig séð í réttum stöðum en náðum aldrei að setja pressu á bolta eða boltamann. Vorum of langt frá þeim og við hefðum kannski átt að leggja upp með að setja aðeins meiri pressu á þá ofar á vellinum,“ sagði Brynjar um tvö fyrstu mörk leiksins sem umturnuðu leiknum sem hafði fram að því verið í járnum. „Við vorum aldrei að fara vinna leikinn í seinni hálfleik en við gátum allavega farið út á völl, gert okkar besta og reynt. Við komumst í mjög góðar stöður 4-5 sinnum og hefðu átt að nýta þær betur. Skalli í slá og frákastið þar fer yfir. Eitt mark hefði mögulega geta hrist upp í leiknum en við náðum því ekki og það endar 4-0 en mér fannst við koma út og reyna sem er það mesta sem maður gat beðið um í hálfleik,“ sagði Brynjar um fínan síðari hálfleik sinna manna. „Staðan á hópnum er allt í lagi. Auðvitað missum við Jonna (Jón Arnar Barðdal) út eftir æfingu í gær. Þurfum að taka ákvörðun í dag í sjálfu sér hvort hann yrði í sóttkví eða ekki og hann er í sóttkví. Sem gerði það að verkum að við þurftum að gera þá breytingu. Sem var ekki heila málið í þessu en hann var búinn að spila vel og það var kominn ákveðinn ryðmi í liðið með hann þarna frammi. Við fáum fimm eða sex daga fyrir næsta leik og það er kærkomið,“ sagði Brynjar að lokum.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti