Heimir: Hefðum mátt gera betur í að finna þetta drápseðli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2020 21:45 Heimir var sáttur með sína menn í kvöld. Mynd/Stöð 2 Sport Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með 4-0 sigur sinna manna á HK í Kórnum í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar. Honum fannst þó að liðið hefði mátt gera betur í síðari hálfleik en HK missti mann af velli í þeim fyrri. „Frábært að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. HK-liðið er gríðarlega öflugt að mínu mati og vel skipulagt eins og við sáum á móti KR. Þess vegna er fínt að koma hérna og fá þrjú stig,“ sagði Heimir um leik kvöldsins. „Í byrjun fyrri hálfleiks fannst mér við kannski í vandræðum með boltann en náðum góðum tökum á leiknum. Spiluðum á löngum köflum vel en seinni hálfleikurinn var vonbrigði. Töluðum um það í hálfleik að detta ekki niður en gerðum það, hægðum á þessu og hefðum mátt gera betur í seinni hálfleik og finna þetta drápseðli.“ „Þeir hafa verið flottir. Þeir hafa æft vel og tekið vel leiðsögn og við sjáum framfarir en auðvitað er þetta þannig að þeir þurfa að halda áfram að vera duglegir á æfingasvæðinu og þá verða meiri framfarir,“ sagði Heimir um frammistöðu ungu leikmanna vals en Valgeir Lundal byrjaði leikinn og lagði upp fyrsta markið. Þá kom Birkir Heimisson inn af bekknum og skoraði. „Það var fínn leikur á móti Gróttu og aftur hérna þó svo að seinni hálfleikurinn hafi verið vonbrigði. Þetta er alltaf það sama, næst er erfiður leikur á móti ÍA og við þurfum að nýta æfingavikuna vel og vera klárir næsta föstudag,“ sagði Heimir um góða leiki Valsmanna undanfarið eftir tap gegn KR í fyrstu umferð. Liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð – að meðtöldum sigri á SR í bikarnum – og skorað 11 mörk án þess að fá á sig eitt. „Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en menn þurfa að passa sig, vera klókir og henda ekki í einhverjar veislur,“ sagði Heimir að lokum um mögulegar áhyggjur varðandi það að deildinni verði frestað vegna þess að kórónusmit eru aftur komin upp. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með 4-0 sigur sinna manna á HK í Kórnum í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar. Honum fannst þó að liðið hefði mátt gera betur í síðari hálfleik en HK missti mann af velli í þeim fyrri. „Frábært að fá þrjú stig á erfiðum útivelli. HK-liðið er gríðarlega öflugt að mínu mati og vel skipulagt eins og við sáum á móti KR. Þess vegna er fínt að koma hérna og fá þrjú stig,“ sagði Heimir um leik kvöldsins. „Í byrjun fyrri hálfleiks fannst mér við kannski í vandræðum með boltann en náðum góðum tökum á leiknum. Spiluðum á löngum köflum vel en seinni hálfleikurinn var vonbrigði. Töluðum um það í hálfleik að detta ekki niður en gerðum það, hægðum á þessu og hefðum mátt gera betur í seinni hálfleik og finna þetta drápseðli.“ „Þeir hafa verið flottir. Þeir hafa æft vel og tekið vel leiðsögn og við sjáum framfarir en auðvitað er þetta þannig að þeir þurfa að halda áfram að vera duglegir á æfingasvæðinu og þá verða meiri framfarir,“ sagði Heimir um frammistöðu ungu leikmanna vals en Valgeir Lundal byrjaði leikinn og lagði upp fyrsta markið. Þá kom Birkir Heimisson inn af bekknum og skoraði. „Það var fínn leikur á móti Gróttu og aftur hérna þó svo að seinni hálfleikurinn hafi verið vonbrigði. Þetta er alltaf það sama, næst er erfiður leikur á móti ÍA og við þurfum að nýta æfingavikuna vel og vera klárir næsta föstudag,“ sagði Heimir um góða leiki Valsmanna undanfarið eftir tap gegn KR í fyrstu umferð. Liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð – að meðtöldum sigri á SR í bikarnum – og skorað 11 mörk án þess að fá á sig eitt. „Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en menn þurfa að passa sig, vera klókir og henda ekki í einhverjar veislur,“ sagði Heimir að lokum um mögulegar áhyggjur varðandi það að deildinni verði frestað vegna þess að kórónusmit eru aftur komin upp.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira