Mun Man Utd sjá eftir því að leyfa ungstirninu að fara frítt líkt og Pogba á sínum tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2020 22:30 Brandon Williams, Mason Greenwood og Angel Gomes eftir leik gegn Norwich City í vetur. Gomes er nú á förum frá félaginu. Tom Purslow/Getty Images Hinn 19 ára gamli Angel Gomes neitaði mjög góðu samningstilboði frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United og mun því yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út á morgun. Ástæðan er sú að Gomes vill fá fleiri mínútur á vellinum en hann hefur fengið hjá enska félaginu á þessari leiktíð. The Athletic greinir frá. Gomes var enn aðeins 16 ára gamall þegar hann kom inn af varamannabekk Manchester United í sínum fyrsta leik fyrir félagið er liðið lagði Crystal Palace 2-0 á Old Trafford í lokaumferð tímabilsins 2016-2017. Aðeins Duncan Edwards var yngri en Gomes þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 1951. Gomes kom inn á fyrir Wayne Rooney. Héldu margir að þarna væru fortíðin og framtíðin að mætast. Svo reyndist ekki vera. Síðan þá hefur Gomes fengið fá tækifæri, bæði hjá José Mourinho og Ole Gunnar Solskjær. Þó samningaviðræður milli umboðsmanns leikmannsins og félagsins hafi staðið í marga mánuði þá náðist ekki samkomulag og hefur Gomes ákveðið að róa á önnur mið. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við ýmis lið en það virðist þó sem hann sé búinn að taka ákvörðun. Feti hann í fótspor ungra og efnilegra Englendinga kæmi ekki á óvart ef hann myndi færa sig um set til Þýskalands. Gomes hluti af U-17 ára landsliði Englands sem vann HM í þeim aldursflokki fyrir nokkrum árum. Jadon Sancho - þáverandi leikmaður Manchester City- gekk í raðir Borussia Dortmund eftir mótið og hefur blómstrað í þýsku úrvalsdeildinni. Phil Foden var einnig í liðinu en hann er fyrst núna að gera sig gildandi í liði Manchester City. Man Utd hefur áður gert þau mistök að leyfa ungum leikmanni að fara frítt en Paul Pogba fór til Juventus á sínum tíma og enska félagið keypti hann svo til baka á metfé sumarið 2016. Hvort saga Gomes verði svipuð verður að koma í ljós. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Angel Gomes neitaði mjög góðu samningstilboði frá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United og mun því yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út á morgun. Ástæðan er sú að Gomes vill fá fleiri mínútur á vellinum en hann hefur fengið hjá enska félaginu á þessari leiktíð. The Athletic greinir frá. Gomes var enn aðeins 16 ára gamall þegar hann kom inn af varamannabekk Manchester United í sínum fyrsta leik fyrir félagið er liðið lagði Crystal Palace 2-0 á Old Trafford í lokaumferð tímabilsins 2016-2017. Aðeins Duncan Edwards var yngri en Gomes þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 1951. Gomes kom inn á fyrir Wayne Rooney. Héldu margir að þarna væru fortíðin og framtíðin að mætast. Svo reyndist ekki vera. Síðan þá hefur Gomes fengið fá tækifæri, bæði hjá José Mourinho og Ole Gunnar Solskjær. Þó samningaviðræður milli umboðsmanns leikmannsins og félagsins hafi staðið í marga mánuði þá náðist ekki samkomulag og hefur Gomes ákveðið að róa á önnur mið. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við ýmis lið en það virðist þó sem hann sé búinn að taka ákvörðun. Feti hann í fótspor ungra og efnilegra Englendinga kæmi ekki á óvart ef hann myndi færa sig um set til Þýskalands. Gomes hluti af U-17 ára landsliði Englands sem vann HM í þeim aldursflokki fyrir nokkrum árum. Jadon Sancho - þáverandi leikmaður Manchester City- gekk í raðir Borussia Dortmund eftir mótið og hefur blómstrað í þýsku úrvalsdeildinni. Phil Foden var einnig í liðinu en hann er fyrst núna að gera sig gildandi í liði Manchester City. Man Utd hefur áður gert þau mistök að leyfa ungum leikmanni að fara frítt en Paul Pogba fór til Juventus á sínum tíma og enska félagið keypti hann svo til baka á metfé sumarið 2016. Hvort saga Gomes verði svipuð verður að koma í ljós.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira