Nokkrir látnir í óróa eftir morð á vinsælum söngvara Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 10:13 Abiy Ahmed, forsætisráðherra, kallaði morðið á Hundessa „harmleik“ og hét því að draga þá seku til ábyrgðar. Vísir/EPA Forsætisráðherra Eþíópíu segir að „nokkrir“ séu látnir í mótmælum og óróa sem braust út eftir að vinsæll söngvari var myrtur í vikunni. Söngvarinn var áberandi í mótmælum gegn stjórnvöldum sem leiddu til stjórnarskipta árið 2018. Spenna hefur ríkt í Eþíópíu undanfarið eftir að ríkisstjórnin frestaði þingkosninginum sem áttu að fara fram á þessu ári í ljósi kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrjár sprengjur sprungu í höfuðborginni Addis Ababa í gær en ekki er ljóst hvort einhver féll, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir sjúkraliðum að sjö hafi látið lífið í mótmælunum vegna morðsins á Hachalu Hundessa. Söngvarinn, sem var 34 ára gamall, var skotinn til bana í úthverfi höfuðborgarinnar. Ekki er ljóst hverjir stóðu að tilræðinu. Lögregla hefur beitt táragasi til að dreifa mótmælendum fyrir utan sjúkrahúsið þangað sem lík Hundessa var flutt. Skothvellir hafa einnig heyrst óma um borgina. Fimm eru sagðir hafa verið skotnir til bana og 75 særðir í mótmælum í Adama, 90 kílómetrum suðaustur af Addis Ababa. Tveir til viðbótar voru felldir í mótmælum í Chiro í austanverðu landinu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra, hét því í gær að draga þá sem myrtu Hundessa til ábyrgðar með þeim orðum að „óvinir okkar munu ekki hafa betur“. Hachalu verður borinn til grafar í heimabæ sínum í Oromia-héraði á morgun. Lögreglan rannsakar enn dráp hans. Hundessa tilheyrði Oromo-fólkinu, stærsta þjóðarbrotinu í Eþíópíu, en það hefur lengi talið sig jaðarsett í landinu. Hann hefur verið framarlega í flokki í réttindabaráttu þess og sat meðal annars í fangelsi í fimm ár fyrir að taka þátt í mótmælum þegar hann var sautján ára gamall. Lög hans voru áberandi í mótmælum sem hröktu þáverandi ríkisstjórn landsins frá völdum og komu Ahmed forsætisráðherra til valda fyrir tveimur árum. Eþíópía Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira
Forsætisráðherra Eþíópíu segir að „nokkrir“ séu látnir í mótmælum og óróa sem braust út eftir að vinsæll söngvari var myrtur í vikunni. Söngvarinn var áberandi í mótmælum gegn stjórnvöldum sem leiddu til stjórnarskipta árið 2018. Spenna hefur ríkt í Eþíópíu undanfarið eftir að ríkisstjórnin frestaði þingkosninginum sem áttu að fara fram á þessu ári í ljósi kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrjár sprengjur sprungu í höfuðborginni Addis Ababa í gær en ekki er ljóst hvort einhver féll, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir sjúkraliðum að sjö hafi látið lífið í mótmælunum vegna morðsins á Hachalu Hundessa. Söngvarinn, sem var 34 ára gamall, var skotinn til bana í úthverfi höfuðborgarinnar. Ekki er ljóst hverjir stóðu að tilræðinu. Lögregla hefur beitt táragasi til að dreifa mótmælendum fyrir utan sjúkrahúsið þangað sem lík Hundessa var flutt. Skothvellir hafa einnig heyrst óma um borgina. Fimm eru sagðir hafa verið skotnir til bana og 75 særðir í mótmælum í Adama, 90 kílómetrum suðaustur af Addis Ababa. Tveir til viðbótar voru felldir í mótmælum í Chiro í austanverðu landinu. Abiy Ahmed, forsætisráðherra, hét því í gær að draga þá sem myrtu Hundessa til ábyrgðar með þeim orðum að „óvinir okkar munu ekki hafa betur“. Hachalu verður borinn til grafar í heimabæ sínum í Oromia-héraði á morgun. Lögreglan rannsakar enn dráp hans. Hundessa tilheyrði Oromo-fólkinu, stærsta þjóðarbrotinu í Eþíópíu, en það hefur lengi talið sig jaðarsett í landinu. Hann hefur verið framarlega í flokki í réttindabaráttu þess og sat meðal annars í fangelsi í fimm ár fyrir að taka þátt í mótmælum þegar hann var sautján ára gamall. Lög hans voru áberandi í mótmælum sem hröktu þáverandi ríkisstjórn landsins frá völdum og komu Ahmed forsætisráðherra til valda fyrir tveimur árum.
Eþíópía Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fleiri fréttir Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Sjá meira