Serbneskir mótmælendur brjótast inn í þinghúsið vegna fyrirhugaðs útgöngubanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2020 22:39 Bosko Obradovic, þingmaður stjórnarandstöðunnar í Serbíu, veifar serbneska fánanum fyrir framan þingmenn meirihlutans. Mótmælendur og stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar brutust inn í þinghúsið fyrr í kvöld. EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, greindi frá því fyrr í kvöld að strangari reglur, þar á meðal útgöngubann, myndu gilda um næstu helgi í Belgrad vegna fjölgunar á tilfellum kórónuveirusmita. Mótmælendur kenna yfirvöldum um fjölgun smita og segja að almenningur eigi ekki að gjalda með öðru útgöngubanni. Eftir tilkynningu Vucic söfnuðust nokkur þúsund saman fyrir utan þinghúsið sem er í miðborg Belgrad og um klukkan tíu að staðartíma braust lítill hópur mótmælenda í gegn um varnarvegg lögreglunnar, brutu niður hurð og fóru inn í þinghúsið. Lögreglan náði stuttu síðar að hrekja hópinn út á ný. Hópurinn krefst þess að Vucic segi af sér og kölluðu mótmælendur „Serbía hefur risið upp.“ Myndatökumaður fréttastofu Reuters var á staðnum og segir hann að lögregla hafi beitt táragasi og ýtt mótmælendum frá þinghúsinu. Stuttu síðar bættist við lögregluliðið. Radomir Lazovic, meðlimur hópsins Do Not Let Belgrade Down sagði í samtali við fréttastofuna N1 að mótmælin hafi ekki verið skipulögð. „Óánægjan var áþreifanleg.“ Saka forsetann um alræðistilburði Í Serbíu, þar sem íbúar eru um 7 milljónir, hafa 16.168 kórónuveirutilfelli verið staðfest og 330 hafa látið lífið í faraldrinum. Tilfellum hefur fjölgað nokkuð undanfarið og síðasta sólarhringinn hafa 299 tilfelli verið staðfest og 13 látist. Útgöngubann var sett á í byrjun mars í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Landið var hins vegar eitt af því fyrsta til að opna aftur í lok maí og voru þingkosningar haldnar þann 21. júní. Stjórnarflokkur Vucic vann yfirburðasigur en í kosningabaráttunni hélt flokkurinn fjöldafundi þar sem fólk bar ekki grímur fyrir vitum. Hátt settir einstaklingar í flokknum, þar á meðal ráðgjafi forsetans, smituðust af kórónuveirunni í veislu þar sem kosningasigrinum var fagnað. Veislan fór fram í litlum sal og enginn var með grímu. Stjórnarandstöðuflokkar, sem margir hverjir sniðgengu kosningarnar, hafa gagnrýnt Vucic harðlega og segja hann hafa nýtt sér útgöngubannið til að styrkja, það sem þeir kalla, alræði hans. Serbía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Sjá meira
Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, greindi frá því fyrr í kvöld að strangari reglur, þar á meðal útgöngubann, myndu gilda um næstu helgi í Belgrad vegna fjölgunar á tilfellum kórónuveirusmita. Mótmælendur kenna yfirvöldum um fjölgun smita og segja að almenningur eigi ekki að gjalda með öðru útgöngubanni. Eftir tilkynningu Vucic söfnuðust nokkur þúsund saman fyrir utan þinghúsið sem er í miðborg Belgrad og um klukkan tíu að staðartíma braust lítill hópur mótmælenda í gegn um varnarvegg lögreglunnar, brutu niður hurð og fóru inn í þinghúsið. Lögreglan náði stuttu síðar að hrekja hópinn út á ný. Hópurinn krefst þess að Vucic segi af sér og kölluðu mótmælendur „Serbía hefur risið upp.“ Myndatökumaður fréttastofu Reuters var á staðnum og segir hann að lögregla hafi beitt táragasi og ýtt mótmælendum frá þinghúsinu. Stuttu síðar bættist við lögregluliðið. Radomir Lazovic, meðlimur hópsins Do Not Let Belgrade Down sagði í samtali við fréttastofuna N1 að mótmælin hafi ekki verið skipulögð. „Óánægjan var áþreifanleg.“ Saka forsetann um alræðistilburði Í Serbíu, þar sem íbúar eru um 7 milljónir, hafa 16.168 kórónuveirutilfelli verið staðfest og 330 hafa látið lífið í faraldrinum. Tilfellum hefur fjölgað nokkuð undanfarið og síðasta sólarhringinn hafa 299 tilfelli verið staðfest og 13 látist. Útgöngubann var sett á í byrjun mars í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Landið var hins vegar eitt af því fyrsta til að opna aftur í lok maí og voru þingkosningar haldnar þann 21. júní. Stjórnarflokkur Vucic vann yfirburðasigur en í kosningabaráttunni hélt flokkurinn fjöldafundi þar sem fólk bar ekki grímur fyrir vitum. Hátt settir einstaklingar í flokknum, þar á meðal ráðgjafi forsetans, smituðust af kórónuveirunni í veislu þar sem kosningasigrinum var fagnað. Veislan fór fram í litlum sal og enginn var með grímu. Stjórnarandstöðuflokkar, sem margir hverjir sniðgengu kosningarnar, hafa gagnrýnt Vucic harðlega og segja hann hafa nýtt sér útgöngubannið til að styrkja, það sem þeir kalla, alræði hans.
Serbía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Sjá meira
Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00
Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40