Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju.
Fyrr í dag ákvarðaði æðsti stjórnlagadómstóll Tyrklands að ekki skyldi skilgreina byggingu sem safn en það hefur verið gert frá því að Mustafa Kemal Ataturk ákvarðaði það árið 1934.
Ægisif, eða Sofíukirkjan, var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Hún var helsta dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar í fleiri aldir. Þegar Mikligarður, eins og norrænir menn kölluð borgina, féll í hendur Tyrkjaveldis árið 1453 voru fjórir bænaturnar reistir við kirkjuna og henni breytt í mosku. Mustafa Kemal Ataturk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins, lét breyta Ægisif í safn árið 1934 sem laðar að sér milljónir ferðamanna árlega.
Í niðurstöðu stjórnlagadómstólsins kom fram að ákvörðun ríkisstjórnarinnar árið 1934 hafi ekki staðist lög.
Tyrkneskir þjóðernissinnar og trúarhópar óskuðu eftir því að byggingunni yrði breytt í mosku á nýjan leik og studdi Erdogan tillöguna. Tillagan var gagnrýnd víða, bæði af erlendum embættismönnum og af trúarleiðtogum.
Með tilskipun Erdogan verður stjórn Ayasofya-moskunni eins og hún er kölluð færð til tyrkneskra trúaryfirvalda og mun hún bráðlega vera opnuð að nýju sem moska.