Hvalfjarðargöngum var lokað nú á sjötta tímanum vegna bilaðs bíls í göngunum. Umferð hefur verið hleypt í gegn úr hvorri átt til skiptis, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir einnig að göngin verði lokuð í stutta stund.
Fréttin verður uppfærð þegar göngin verða opnuð aftur.
Hvalfjarðargöng: göngum lokað í stutta stund. Bilaður bíll. Umferð hleypt í gegn til skiptis #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) July 11, 2020
Uppfært klukkan 18:00:
Verið var að draga bílinn út úr göngunum nú skömmu fyrir sex.
Uppfært klukkan 18:45:
Göngin hafa verið opnuð aftur.