Komst yfir 22 milljónir vegna mistaka í bankanum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2020 13:50 Alls komst Helgi yfir 22 milljónir króna vegna mistakanna. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku framkvæmdastjóra fiskvinnslufyrirtækis til þriggja ára fangelsisvistar fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Hann notfærði sér mistök við útgáfu banka til þess að komast yfir 22 milljónir króna. Þetta er fimmta auðgunarbrotið sem maðurinn, sem heitir Helgi Már Magnússon, hefur hlotið dóm fyrir. Dómurinn féll í síðustu viku en var birtur á vef héraðsdómstóla í dag. Helgi Már fékk í desember 2017 yfirdráttarheimild fyrir fiskvinnslufyrirtækið hvar hann var framkvæmdastjóri, Hött Seafood. Hann fór í bankann til þess að ganga frá heimildinni, sem átti að vera upp á 2,6 milljónir króna. Vegna mistaka hjá bankanum varð hún hins vegar 26 milljónir. Helgi brást við með því að millifæra fimm milljónir inn á reikning föður síns, tíu milljónir inn á sambýliskonu sína og tók loks sjö milljónir út í reiðufé. Meirihluta þeirra peninga sem hann hafði millifært á aðra lét Helgi síðan greiða sér aftur í reiðufé, en hluti fjármunanna hafði fyrst verið fluttur á reikninga í eigu systur hans og mágs. Upp komst um málið þegar stjórnarmaður og starfsmaður Hattar Seafood kom í bankann og lét vita af mistökunum sem orðið höfðu við útgáfu yfirdráttarheimildarinnar. Því var Helgi kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu, en það var fjórum dögum eftir að mistökin höfðu átt sér stað. Ásamt Helga voru mágur hans, systir og fyrrverandi sambýliskona ákærð, en þau voru bæði sýknuð. Faðir Helga er látinn. Dómari í málinu sagði ljóst að Helgi væri sekur um háttsemina sem honum var gefin að sök. Með því að hafa flutt fjármuni á reikninga annarra og fengið þá aftur í reiðufé hafi verið ljóst að hann áttaði sig á því að háttsemi hans væri röng og ámælisverð. Hér má nálgast dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu. Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku framkvæmdastjóra fiskvinnslufyrirtækis til þriggja ára fangelsisvistar fyrir umboðssvik og peningaþvætti. Hann notfærði sér mistök við útgáfu banka til þess að komast yfir 22 milljónir króna. Þetta er fimmta auðgunarbrotið sem maðurinn, sem heitir Helgi Már Magnússon, hefur hlotið dóm fyrir. Dómurinn féll í síðustu viku en var birtur á vef héraðsdómstóla í dag. Helgi Már fékk í desember 2017 yfirdráttarheimild fyrir fiskvinnslufyrirtækið hvar hann var framkvæmdastjóri, Hött Seafood. Hann fór í bankann til þess að ganga frá heimildinni, sem átti að vera upp á 2,6 milljónir króna. Vegna mistaka hjá bankanum varð hún hins vegar 26 milljónir. Helgi brást við með því að millifæra fimm milljónir inn á reikning föður síns, tíu milljónir inn á sambýliskonu sína og tók loks sjö milljónir út í reiðufé. Meirihluta þeirra peninga sem hann hafði millifært á aðra lét Helgi síðan greiða sér aftur í reiðufé, en hluti fjármunanna hafði fyrst verið fluttur á reikninga í eigu systur hans og mágs. Upp komst um málið þegar stjórnarmaður og starfsmaður Hattar Seafood kom í bankann og lét vita af mistökunum sem orðið höfðu við útgáfu yfirdráttarheimildarinnar. Því var Helgi kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu, en það var fjórum dögum eftir að mistökin höfðu átt sér stað. Ásamt Helga voru mágur hans, systir og fyrrverandi sambýliskona ákærð, en þau voru bæði sýknuð. Faðir Helga er látinn. Dómari í málinu sagði ljóst að Helgi væri sekur um háttsemina sem honum var gefin að sök. Með því að hafa flutt fjármuni á reikninga annarra og fengið þá aftur í reiðufé hafi verið ljóst að hann áttaði sig á því að háttsemi hans væri röng og ámælisverð. Hér má nálgast dóm Héraðsdóms Reykjaness í málinu.
Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent