Conor McGregor, fyrrum bardagakappi, fagnaði 32 ára afmæli sínu í fyrradag en peningar eru ekki vandamál hjá Íranum og það sást á afmælisdeginum.
Conor tilkynnti í maí að hann væri hættur í enn eitt skiptið í maí og hefur hann verið að njóta lífsins í frönsku ríverunni með maka sínum, Dee Devlin.
Írinn hefur verið duglegur að skarta ansi glæsilegum úrum í gegnum tíðina og nýjasta úrið hans er af „Astomonia Casino“ gerðinni, gerð af framleiðandum Jakobi og co.
Á nýjustu Instagram-mynd sinni þá sést hann með úrið á hendinni en þetta úr kostar 500 þúsund pund. Það jafngildir tæplega 90 milljónum króna.
Talið var að úrasafn Conors hafi fyrir kostað um 700 þúsund pund.
Conor McGregor celebrates 32nd birthday with £500,000 Casino watch https://t.co/8CdY0kTGjW
— MailOnline Sport (@MailSport) July 15, 2020