Mun fleiri ferðamenn hafa komið hingað til lands en búist var við Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 21. júlí 2020 21:27 Mun fleiri ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári en búist var við. Vísir/Vilhelm Um fjögur hundruð þúsund ferðamenn hafa komið til landsins á þessu ári og þar af mun fleiri á síðustu vikum en búist var við að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Líklegt sé að fjöldi ferðamanna á þessu ári verði um þriðjungur af því sem hann var í fyrra. Greiningardeild Íslandsbanka spáðu í maí að um sjöhundruð þúsund ferðamenn kæmu til landsins á þessu ári. Aðalhagfræðingur bankans segir að menn hafi verið nokkuð svartsýnir á að spáin rættist fyrstu daganna í júní. „Það munar heldur betur um þann fjölda sem er að bætast við núna þannig að ég held að þessi spá okkar gæti orðið nokkuð nærri lagi og við fáum þá jafnvel upp undir þriðjung af þeim ferðamannafjölda sem var í fyrra,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Er þetta að gerast jafnvel hraðar en leit út fyrir í byrjun sumarsins? „Já, ég held það megi segja það. Því eru væntanlega skorður settar hversu hraður vöxturinn getur orðið áfram eftir þennan kipp sem er að koma núna.“ Í síðustu viku var tilkynnt að íbúar fjögurra landa þyrftu ekki að fara í skimun á landamærum. Áður hafði komið fram að fólk frá Grænlandi og Færeyjum slyppu við ferlið. Jón segir þetta góðar fréttir. „Eins er það til marks um að það eru fleiri lönd þar sem er kominn meiri ferðahugur, þar sem fólk er orðið öruggara með sig. Það dreifir líka áhættunni að jafna út strauminn af því að það er misjafnt á hvaða tíma árs ferðamenn frá hverju landi koma,“ segir Jón Bjarki. Ferðamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Asíu hafa verið langfjölmennastir hér á landi og segir Jón að þegar þeir fara að streyma aftur til landsins verði algjör viðsnúningur í ferðamennsku á Íslandi. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðskipti Tengdar fréttir Ferðaþjónustuna vantar starfsfólk nú þegar Skortur er á starfsfólki innan íslenskrar ferðaþjónustu og vantar starfsfólk nú þegar til að sinna fjölbreyttum störfum greinarinnar. 21. júlí 2020 19:30 Gekk vel fyrsta daginn án Íslenskrar erfðagreiningar Virkum smitum Covid-19 fjölgaði um þrjú á milli daga, eitt á landamærum í gær og tvö í fyrradag. 20. júlí 2020 16:00 Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Um fjögur hundruð þúsund ferðamenn hafa komið til landsins á þessu ári og þar af mun fleiri á síðustu vikum en búist var við að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Líklegt sé að fjöldi ferðamanna á þessu ári verði um þriðjungur af því sem hann var í fyrra. Greiningardeild Íslandsbanka spáðu í maí að um sjöhundruð þúsund ferðamenn kæmu til landsins á þessu ári. Aðalhagfræðingur bankans segir að menn hafi verið nokkuð svartsýnir á að spáin rættist fyrstu daganna í júní. „Það munar heldur betur um þann fjölda sem er að bætast við núna þannig að ég held að þessi spá okkar gæti orðið nokkuð nærri lagi og við fáum þá jafnvel upp undir þriðjung af þeim ferðamannafjölda sem var í fyrra,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Er þetta að gerast jafnvel hraðar en leit út fyrir í byrjun sumarsins? „Já, ég held það megi segja það. Því eru væntanlega skorður settar hversu hraður vöxturinn getur orðið áfram eftir þennan kipp sem er að koma núna.“ Í síðustu viku var tilkynnt að íbúar fjögurra landa þyrftu ekki að fara í skimun á landamærum. Áður hafði komið fram að fólk frá Grænlandi og Færeyjum slyppu við ferlið. Jón segir þetta góðar fréttir. „Eins er það til marks um að það eru fleiri lönd þar sem er kominn meiri ferðahugur, þar sem fólk er orðið öruggara með sig. Það dreifir líka áhættunni að jafna út strauminn af því að það er misjafnt á hvaða tíma árs ferðamenn frá hverju landi koma,“ segir Jón Bjarki. Ferðamenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Asíu hafa verið langfjölmennastir hér á landi og segir Jón að þegar þeir fara að streyma aftur til landsins verði algjör viðsnúningur í ferðamennsku á Íslandi.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðskipti Tengdar fréttir Ferðaþjónustuna vantar starfsfólk nú þegar Skortur er á starfsfólki innan íslenskrar ferðaþjónustu og vantar starfsfólk nú þegar til að sinna fjölbreyttum störfum greinarinnar. 21. júlí 2020 19:30 Gekk vel fyrsta daginn án Íslenskrar erfðagreiningar Virkum smitum Covid-19 fjölgaði um þrjú á milli daga, eitt á landamærum í gær og tvö í fyrradag. 20. júlí 2020 16:00 Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Ferðaþjónustuna vantar starfsfólk nú þegar Skortur er á starfsfólki innan íslenskrar ferðaþjónustu og vantar starfsfólk nú þegar til að sinna fjölbreyttum störfum greinarinnar. 21. júlí 2020 19:30
Gekk vel fyrsta daginn án Íslenskrar erfðagreiningar Virkum smitum Covid-19 fjölgaði um þrjú á milli daga, eitt á landamærum í gær og tvö í fyrradag. 20. júlí 2020 16:00
Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. 21. júlí 2020 12:44