Kínverjum skipað að loka ræðisskrifstofu í Houston Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 10:27 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna kærði meinta kínverska njósnara fyrir tilraunir til að stela rannsóknum á bóluefni við Covid-19 og sakaði kínverska ríkið um að hafa aðstoðað þá. Í skipun um að kínversku ræðisskrifstofunni skyldi lokað var vísað til verndar á hugverkarétti Bandaríkjamanna. AP/Andrew Harnik Bandaríkjastjórn hefur skipað kínverskum stjórnvöldum að loka ræðisskrifstofu sinni í Houston í Texas. Kínverjar segja ákvörðunina „pólitíska ögrun“ en bandarísk stjórnvöld segja hana tekna til þess að verja bandarísk hugverk. Aukin spenna hefur hlaupið í samskipti bandarískra og kínverskra stjórnvalda upp á síðkastið, ekki síst í tengslum við viðskipti ríkjanna og kórónuveiruheimsfaraldurinn. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda um að koma á umdeildum öryggislögum í Hong Kong hefur ekki bætt úr skák. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sakaði Kína í gær um að hafa tölvuþrjóta á snærum sínum sem beina spjótum sínum að rannsóknastofum sem þróa bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Tveir kínverskir ríkisborgarar voru ákærðir fyrir njósnir og þjófnað. Eldar loguðu í ruslafötum á skrifstofunni Síðar í gær urðu sjónarvottar varir við eld í nokkrum ruslafötum í húsagarði kínversku ræðisskrifstofunnar í Houston. Þá sást til fólks henda skjölum á eldinn. Slökkvilið var kallað út en sagðist ekki hafa fengið aðgang að byggingunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Wang Wenbin,, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, lýsti ákvörðun Bandaríkjastjórnar sem „hneykslanlegri og tilhæfulausri“ og að hún væri í trássi við alþjóðalög. Ræðisskrifstofan í Houston er ein af fimm í Bandaríkjunum auk sendiráðsins í Washington-borg. Hvatti Wang Bandaríkjamenn að hugsa ráð sitt, ella þyrfti Kína að svara með hörðum gagnaðgerðum. Hann útskýrði ekki hvað gekk á í húsagarði ræðisskrifstofunnar í gær. Reuters-fréttastofan segir að stjórnvöld í Beijing íhugi nú að láta loka ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Wuhan til að gjalda líku líkt. Í yfirlýsingu bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði að það hefði skipað fyrir um lokun ræðisskrifstofunnar til að verja „bandarísk hugverk og bandaríska einkaupplýsingar“. Bandaríkjastjórn ætlaði sér ekki að líða brot Kína gegn fullveldi landsins. Vísaði ráðuneytið til Vínarsáttmálans um að ríkjum beri skylda til að skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur skipað kínverskum stjórnvöldum að loka ræðisskrifstofu sinni í Houston í Texas. Kínverjar segja ákvörðunina „pólitíska ögrun“ en bandarísk stjórnvöld segja hana tekna til þess að verja bandarísk hugverk. Aukin spenna hefur hlaupið í samskipti bandarískra og kínverskra stjórnvalda upp á síðkastið, ekki síst í tengslum við viðskipti ríkjanna og kórónuveiruheimsfaraldurinn. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda um að koma á umdeildum öryggislögum í Hong Kong hefur ekki bætt úr skák. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sakaði Kína í gær um að hafa tölvuþrjóta á snærum sínum sem beina spjótum sínum að rannsóknastofum sem þróa bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Tveir kínverskir ríkisborgarar voru ákærðir fyrir njósnir og þjófnað. Eldar loguðu í ruslafötum á skrifstofunni Síðar í gær urðu sjónarvottar varir við eld í nokkrum ruslafötum í húsagarði kínversku ræðisskrifstofunnar í Houston. Þá sást til fólks henda skjölum á eldinn. Slökkvilið var kallað út en sagðist ekki hafa fengið aðgang að byggingunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Wang Wenbin,, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, lýsti ákvörðun Bandaríkjastjórnar sem „hneykslanlegri og tilhæfulausri“ og að hún væri í trássi við alþjóðalög. Ræðisskrifstofan í Houston er ein af fimm í Bandaríkjunum auk sendiráðsins í Washington-borg. Hvatti Wang Bandaríkjamenn að hugsa ráð sitt, ella þyrfti Kína að svara með hörðum gagnaðgerðum. Hann útskýrði ekki hvað gekk á í húsagarði ræðisskrifstofunnar í gær. Reuters-fréttastofan segir að stjórnvöld í Beijing íhugi nú að láta loka ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Wuhan til að gjalda líku líkt. Í yfirlýsingu bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði að það hefði skipað fyrir um lokun ræðisskrifstofunnar til að verja „bandarísk hugverk og bandaríska einkaupplýsingar“. Bandaríkjastjórn ætlaði sér ekki að líða brot Kína gegn fullveldi landsins. Vísaði ráðuneytið til Vínarsáttmálans um að ríkjum beri skylda til að skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira
Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56
Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20