Mega afhenda 80 skjöl í máli Maxwell Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 09:05 Ghislaine Maxwell er sökuð um að hafa aðstoðað Jeffrey Epstein við það að lokka ungar stúlkur að heimili hans þar sem hann misnotaði þær kynferðislega. Spencer Platt/Getty Images Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell sem bíður þess að mál hennar fari fyrir dóm en hún er sökuð um að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal. Loretta Preska, umdæmisdómari í New York, heimilaði afhendingu meira en 80 málsskjala úr málssókn sem höfðuð var gegn Maxwell árið 2015. Áður hafi Maxwell reynt að koma í veg fyrir að saksóknarar, Alríkislögregluþjónar og lögmenn í málinu myndu tala um málið utan dómsalsins. Annar dómari dæmdi þær tilraunir óréttmætar. Maxwell bíður nú eftir réttarhöldunum í alríkisfangelsi í Brooklyn en málið verður tekið fyrir dóm í júlí 2021. Maxwell var handtekin á landareign sinni þann 2. júlí og er ákærð fyrir að hafa lokkað unglingsstúlkur - allt að niður í 14 ára gamlar – sem Epstein og vinir hans kynferðislega misnotuðu. Þetta á að hafa gengið á seinni hluta tíunda áratugarins. Þá er hún einnig sökuð um ljúgvitni fyrir að hafa neitað að hafa vitað af ofbeldinu sem Epstein beitti. Í skjölunum sem verða líklega birt í næstu viku eru meðal annars gögn um flugáætlanir einkaþota Epstein, vitnisburð Maxwell úr máli frá árinu 2016 þar sem hún var spurð út í hvernig kynlífi hún lifði að sögn lögmanna hennar, og lögregluskýrslur frá Palm Beach í Flórída þar sem Epstein bjó. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48 Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell sem bíður þess að mál hennar fari fyrir dóm en hún er sökuð um að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal. Loretta Preska, umdæmisdómari í New York, heimilaði afhendingu meira en 80 málsskjala úr málssókn sem höfðuð var gegn Maxwell árið 2015. Áður hafi Maxwell reynt að koma í veg fyrir að saksóknarar, Alríkislögregluþjónar og lögmenn í málinu myndu tala um málið utan dómsalsins. Annar dómari dæmdi þær tilraunir óréttmætar. Maxwell bíður nú eftir réttarhöldunum í alríkisfangelsi í Brooklyn en málið verður tekið fyrir dóm í júlí 2021. Maxwell var handtekin á landareign sinni þann 2. júlí og er ákærð fyrir að hafa lokkað unglingsstúlkur - allt að niður í 14 ára gamlar – sem Epstein og vinir hans kynferðislega misnotuðu. Þetta á að hafa gengið á seinni hluta tíunda áratugarins. Þá er hún einnig sökuð um ljúgvitni fyrir að hafa neitað að hafa vitað af ofbeldinu sem Epstein beitti. Í skjölunum sem verða líklega birt í næstu viku eru meðal annars gögn um flugáætlanir einkaþota Epstein, vitnisburð Maxwell úr máli frá árinu 2016 þar sem hún var spurð út í hvernig kynlífi hún lifði að sögn lögmanna hennar, og lögregluskýrslur frá Palm Beach í Flórída þar sem Epstein bjó.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48 Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52
Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31