Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni innan lögreglunnar á Suðurnesjum ætti að víkja Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2020 18:30 Formaður allsherjarnefndar segir óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á síendurteknar deilur og illvíg átök hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar. Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni á Suðurnesjum ættu að víkja. Dómsmálaráðherra segir starfsmannamál innan lögreglunnar á Suðurnesjum til meðferðar hjá ráðuneytinu. Unnið sé að lausn þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti. Ráðherra ætlar sér ekki að tjá sig meðan sú vinna fer fram. Málið varðar deilur Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum og fjögurra stjórnenda innan embættisins hans, sem eru sagðir leiddir af Öldu Hrönn Jóhannsdóttur yfirlögfræðings. Alvarlega ásakanir hafa gengið þar á milli. Hefur ráðherra beðið Ólaf Helga um að láta af störfum en hann varð ekki við þeirri beiðni. Formaður allsherjarnefndar Alþingis segist treysta því að tekið verði á málinu með viðeigandi hætti. „Nú ætla ég ekki að taka efnislega afstöðu í deilunni það er hins vegar algjörlega óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á þessu síendurteknu deilur, illvígu átök og samstarfsörðugleika hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar í landinu. Ég treysti því að það verði tekið á þessu með viðeigandi hætti,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis en sú nefnd fer með málefni lögreglu á þingi. Hann segir þessa deilu vekja tilefni til að endurskoða hæfnikröfur til æðstu stjórnenda lögreglunnar. „Ég held að það hljóti að koma til endurskoðunar og athugunar með hvaða hætti skipað er í æðstu embætti hjá lögreglunni. Þjóðin á þá lágmarkskröfu að yfirmenn innan lögreglunnar séu nokkurn veginn til friðs,“ segir Páll. Hann óttast að málið rýri traust til lögreglunnar. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta rýri traust og það er nauðsynlegt fyrir lögregluna sjálfa, lífsnauðsynlegt, að þjóðin beri traust til hennar og það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að geta borið traust til lögreglunnar. Ég bara held og treysti því að ráðherra sé að taka á þessu með röggsömum og afgerandi hætti.“ Honum finnst liggja í augum uppi að finna hver beri ábyrgð á þessari stöðu innan embættisins. „Mér finnst eiginlega liggja í augum uppi að það verði með einhverjum hætti að finna út úr því hver ber ábyrgð á þessari stöðu sem er komin upp hjá embætti lögreglustjórans og sá eða þeir sem bera þessa ábyrgð, einfaldlega víki, ég get ekki séð að það sé nein önnur leið í þessu.“ Lögreglan Alþingi Reykjanesbær Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Sjá meira
Formaður allsherjarnefndar segir óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á síendurteknar deilur og illvíg átök hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar. Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni á Suðurnesjum ættu að víkja. Dómsmálaráðherra segir starfsmannamál innan lögreglunnar á Suðurnesjum til meðferðar hjá ráðuneytinu. Unnið sé að lausn þannig að nauðsynlegri starfsemi embættisins verði áfram sinnt með eðlilegum hætti. Ráðherra ætlar sér ekki að tjá sig meðan sú vinna fer fram. Málið varðar deilur Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum og fjögurra stjórnenda innan embættisins hans, sem eru sagðir leiddir af Öldu Hrönn Jóhannsdóttur yfirlögfræðings. Alvarlega ásakanir hafa gengið þar á milli. Hefur ráðherra beðið Ólaf Helga um að láta af störfum en hann varð ekki við þeirri beiðni. Formaður allsherjarnefndar Alþingis segist treysta því að tekið verði á málinu með viðeigandi hætti. „Nú ætla ég ekki að taka efnislega afstöðu í deilunni það er hins vegar algjörlega óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á þessu síendurteknu deilur, illvígu átök og samstarfsörðugleika hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar í landinu. Ég treysti því að það verði tekið á þessu með viðeigandi hætti,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis en sú nefnd fer með málefni lögreglu á þingi. Hann segir þessa deilu vekja tilefni til að endurskoða hæfnikröfur til æðstu stjórnenda lögreglunnar. „Ég held að það hljóti að koma til endurskoðunar og athugunar með hvaða hætti skipað er í æðstu embætti hjá lögreglunni. Þjóðin á þá lágmarkskröfu að yfirmenn innan lögreglunnar séu nokkurn veginn til friðs,“ segir Páll. Hann óttast að málið rýri traust til lögreglunnar. „Ég hef mestar áhyggjur af því að þetta rýri traust og það er nauðsynlegt fyrir lögregluna sjálfa, lífsnauðsynlegt, að þjóðin beri traust til hennar og það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að geta borið traust til lögreglunnar. Ég bara held og treysti því að ráðherra sé að taka á þessu með röggsömum og afgerandi hætti.“ Honum finnst liggja í augum uppi að finna hver beri ábyrgð á þessari stöðu innan embættisins. „Mér finnst eiginlega liggja í augum uppi að það verði með einhverjum hætti að finna út úr því hver ber ábyrgð á þessari stöðu sem er komin upp hjá embætti lögreglustjórans og sá eða þeir sem bera þessa ábyrgð, einfaldlega víki, ég get ekki séð að það sé nein önnur leið í þessu.“
Lögreglan Alþingi Reykjanesbær Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Sjá meira