Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2020 17:38 Konur klæddar búningum úr þáttunum Handmaid's Tale mótmæla því að Pólland skuli snúa baki við sáttmála um öryggi kvenna. Getty/Aleksander Kalka Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. Ástæða ákvörðunarinnar er að sögn ráðherrans sú að sáttmálinn segir til um að skólar þurfi að kenna börnum um kyngervi sem þyki „skaðlegt.“ Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, sagði jafnframt að endurbætur á lögum landsins sem gerðar hafi verið á undanförnum árum tryggi öryggi kvenna nægilega. Þúsundir kvenna hafa mótmælt ákvörðuninni í fjölda borga í Póllandi. Ziobro sagði að landið muni formlega hefja ferlið við að snúa baki við sáttmálanum á mánudag en hann var samþykktur árið 2015. Þá sagði hann að sáttmálinn bryti á réttindum foreldra og í honum væri fólgin atriði sem væru „hugmyndafræðilegar í eðli sínu.“ Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti og stuðningsflokkar hans eru nátengdir kaþólsku kirkjunni og hefur ríkisstjórnin heitið því að „hefðbundnum fjölskyldugildum“ verði gert hátt undir höfði. Þá hefur forseti landsins Andrzej Duda, sem var endurkjörinn fyrr í þessum mánuði, lýst réttindabaráttu hinseginfólks sem „hugmyndafræði sem er hættulegri en kommúnismis.“ Þúsundir, að miklum meirihluta konur, leituðu út á götur Varsjár í gær til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum. Einn skipuleggjenda lýsti breytingunni sem tilraun til að gera heimilisofbeldi löglegt. Pólland Jafnréttismál Hinsegin Tengdar fréttir Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34 Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00 Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. Ástæða ákvörðunarinnar er að sögn ráðherrans sú að sáttmálinn segir til um að skólar þurfi að kenna börnum um kyngervi sem þyki „skaðlegt.“ Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, sagði jafnframt að endurbætur á lögum landsins sem gerðar hafi verið á undanförnum árum tryggi öryggi kvenna nægilega. Þúsundir kvenna hafa mótmælt ákvörðuninni í fjölda borga í Póllandi. Ziobro sagði að landið muni formlega hefja ferlið við að snúa baki við sáttmálanum á mánudag en hann var samþykktur árið 2015. Þá sagði hann að sáttmálinn bryti á réttindum foreldra og í honum væri fólgin atriði sem væru „hugmyndafræðilegar í eðli sínu.“ Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti og stuðningsflokkar hans eru nátengdir kaþólsku kirkjunni og hefur ríkisstjórnin heitið því að „hefðbundnum fjölskyldugildum“ verði gert hátt undir höfði. Þá hefur forseti landsins Andrzej Duda, sem var endurkjörinn fyrr í þessum mánuði, lýst réttindabaráttu hinseginfólks sem „hugmyndafræði sem er hættulegri en kommúnismis.“ Þúsundir, að miklum meirihluta konur, leituðu út á götur Varsjár í gær til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum. Einn skipuleggjenda lýsti breytingunni sem tilraun til að gera heimilisofbeldi löglegt.
Pólland Jafnréttismál Hinsegin Tengdar fréttir Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34 Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00 Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34
Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00
Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54