Þrjú innanlandssmit greindust í gær Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2020 11:00 Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Smit greindist á íþróttamótinu ReyCUP í gær og hefur sá sem greindist með veiruna verið sendur í einangrun og sextán aðrir, sem voru í nánu samneyti við hann, hafa verið sendir í fjórtán daga sóttkví. Einstaklingurinn tók þátt í félagsstarfi íþróttafélags í Reykjavík og er einungis hluti liðsins sem tók þátt á mótinu í sóttkví. Aðrir tengjast einstaklingnum öðrum böndum. Enn hefur uppruni smitsins ekki verið fundinn og smitrakning er enn í gangi. Íþróttafélagið og mótshaldari hafa farið eftir þeim leiðbeiningum og reglum sóttvarnalæknis og almannavarna sem eru í gildi og hafa viðeigandi ráðstafanir verið gerðar. Annað smit sem greindist í gær tengist smiti sem greint var frá á föstudag. Að sögn almannavarna hefur Íslensk erfðagreining raðgreint smitin og kom í ljós að um nýja tegund veirunnar er að ræða en hún hefur ekki greinst hér á landi áður. Smitrakningu í því máli er lokið en tólf eru í sóttkví eftir að hafa verið í nánu samneyti við þann einstakling. Þriðja smitið sem greindist í gær er hjá einstaklingi sem kom til landsins að utan þann 15. júlí síðastliðinn. Sá greindist með veiruna á suðvesturhorni landsins. Hann er kominn í einangrun og sex sem voru í samneyti við hann eru komnir í sóttkví. Þeir munu jafnframt fara í sýnatöku en tveir eru þegar farnir að sýna einkenni veirunnar. Þá greindust tvö smit við landamærin en beðið er eftir niðurstöðum frekari rannsókna á því hvort um virk smit eða gömul sé að ræða. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis brýna fyrir fólki að gæta varúðar og huga vel að einstaklingsbundnum smitvörnum. Leiki minnsti vafi á hvort einkenni Covid-19 veirunnar séu til staðar er sá hinn sami beðinn um að fara í sýnatöku á næstu heilsugæslustöð. Fréttin var uppfærð klukkan 11:06. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37 Smitrakningu að mestu lokið Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. 24. júlí 2020 19:30 Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Þrír greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær og tveir við landamærin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Smit greindist á íþróttamótinu ReyCUP í gær og hefur sá sem greindist með veiruna verið sendur í einangrun og sextán aðrir, sem voru í nánu samneyti við hann, hafa verið sendir í fjórtán daga sóttkví. Einstaklingurinn tók þátt í félagsstarfi íþróttafélags í Reykjavík og er einungis hluti liðsins sem tók þátt á mótinu í sóttkví. Aðrir tengjast einstaklingnum öðrum böndum. Enn hefur uppruni smitsins ekki verið fundinn og smitrakning er enn í gangi. Íþróttafélagið og mótshaldari hafa farið eftir þeim leiðbeiningum og reglum sóttvarnalæknis og almannavarna sem eru í gildi og hafa viðeigandi ráðstafanir verið gerðar. Annað smit sem greindist í gær tengist smiti sem greint var frá á föstudag. Að sögn almannavarna hefur Íslensk erfðagreining raðgreint smitin og kom í ljós að um nýja tegund veirunnar er að ræða en hún hefur ekki greinst hér á landi áður. Smitrakningu í því máli er lokið en tólf eru í sóttkví eftir að hafa verið í nánu samneyti við þann einstakling. Þriðja smitið sem greindist í gær er hjá einstaklingi sem kom til landsins að utan þann 15. júlí síðastliðinn. Sá greindist með veiruna á suðvesturhorni landsins. Hann er kominn í einangrun og sex sem voru í samneyti við hann eru komnir í sóttkví. Þeir munu jafnframt fara í sýnatöku en tveir eru þegar farnir að sýna einkenni veirunnar. Þá greindust tvö smit við landamærin en beðið er eftir niðurstöðum frekari rannsókna á því hvort um virk smit eða gömul sé að ræða. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis brýna fyrir fólki að gæta varúðar og huga vel að einstaklingsbundnum smitvörnum. Leiki minnsti vafi á hvort einkenni Covid-19 veirunnar séu til staðar er sá hinn sami beðinn um að fara í sýnatöku á næstu heilsugæslustöð. Fréttin var uppfærð klukkan 11:06.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37 Smitrakningu að mestu lokið Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. 24. júlí 2020 19:30 Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37
Smitrakningu að mestu lokið Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. 24. júlí 2020 19:30
Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04