Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Kjartan Kjartansson skrifar 28. júlí 2020 11:53 Sóttvarnalæknir Vesturlands segir að enginn þeirra smituðu sé alvarlega veikur. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. Greint var frá því á sunnudag að sex ný innanlandssmit hefðu greinst og tengdust þau öll einstaklingi sem kom til landsins frá einu Eystrasaltslandanna 15. júlí og greindist síðar smitaður. Hann hafi skráð sig inn á erlendri kennitölu sinni en ekki íslenskri. Því hafi ekki verið gerð krafa um að hann sætti heimkomusmitgát og gengist undir aðra sýnatöku eftir komuna til landsins. Þórir Bergmundsson, sóttvarnalæknis Vesturlands, segir við Vísi að maðurinn sem greindist fyrst smitaður hafi reynst neikvæður fyrir veirunni við skimun á landamærunum. Þeir sex sem hafa síðan greinst smitaðir séu erlendir verkamenn sem starfa og búa með honum. Fólkið sé nú í einangrun og smitrakningarteymi hafi gert viðeigandi ráðstafanir. Ekkert þeirra sé alvarlega veikt. Enn er unnið að því að greina smitin og uppruna þeirra. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.Vísir/Egill Bæjaryfirvöldum á Akranesi hafa ekki verið gefin fyrirmæli um sérstakar ráðstafanir vegna hópsýkingarinnar, að sögn Sævars Freys Þráinssonar, bæjarstjóra. Þau fylgi þeim almennu ráðstöfunum sem sóttvarnayfirvöld gefa út á hverjum tíma. Sævar Freyr segir Vísi að hópsýkingin sýni að faraldrinum sé hvergi nærri lokið og að hún ætti að vera fólki brýning um að virða sóttvarnareglur. „Við búum við á Íslandi núna töluvert frelsi sem margar þjóðir búa ekki við í þessu sambandi og það er mikilvægt að við virðum þessar reglur svo við fáum að halda áfram í það frelsi. Þetta er ekki sjálfsagður hlutur og þess vegna verður að taka þetta alvarlega. Þetta á ekki bara við um Akranes, þetta á við um alla landsmenn,“ segir bæjarstjórinn. Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39 Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. Greint var frá því á sunnudag að sex ný innanlandssmit hefðu greinst og tengdust þau öll einstaklingi sem kom til landsins frá einu Eystrasaltslandanna 15. júlí og greindist síðar smitaður. Hann hafi skráð sig inn á erlendri kennitölu sinni en ekki íslenskri. Því hafi ekki verið gerð krafa um að hann sætti heimkomusmitgát og gengist undir aðra sýnatöku eftir komuna til landsins. Þórir Bergmundsson, sóttvarnalæknis Vesturlands, segir við Vísi að maðurinn sem greindist fyrst smitaður hafi reynst neikvæður fyrir veirunni við skimun á landamærunum. Þeir sex sem hafa síðan greinst smitaðir séu erlendir verkamenn sem starfa og búa með honum. Fólkið sé nú í einangrun og smitrakningarteymi hafi gert viðeigandi ráðstafanir. Ekkert þeirra sé alvarlega veikt. Enn er unnið að því að greina smitin og uppruna þeirra. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.Vísir/Egill Bæjaryfirvöldum á Akranesi hafa ekki verið gefin fyrirmæli um sérstakar ráðstafanir vegna hópsýkingarinnar, að sögn Sævars Freys Þráinssonar, bæjarstjóra. Þau fylgi þeim almennu ráðstöfunum sem sóttvarnayfirvöld gefa út á hverjum tíma. Sævar Freyr segir Vísi að hópsýkingin sýni að faraldrinum sé hvergi nærri lokið og að hún ætti að vera fólki brýning um að virða sóttvarnareglur. „Við búum við á Íslandi núna töluvert frelsi sem margar þjóðir búa ekki við í þessu sambandi og það er mikilvægt að við virðum þessar reglur svo við fáum að halda áfram í það frelsi. Þetta er ekki sjálfsagður hlutur og þess vegna verður að taka þetta alvarlega. Þetta á ekki bara við um Akranes, þetta á við um alla landsmenn,“ segir bæjarstjórinn.
Akranes Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39 Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24
Veiran líklega ekki legið í leyni á Íslandi Ólíklegt verður að teljast að kórónuveiran hafi legið í leyni á Íslandi. 28. júlí 2020 08:39
Virk kórónuveirusmit orðin 22: Tengsl við hópsýkinguna á Akranesi Innanlandssmit kórónuveirunnar greindist hér síðdegis og eru virk smit því orðin 22 talsins. 27. júlí 2020 21:21