Skíthræddir við Benna Ólsara Stefán Árni Pálsson skrifar 6. ágúst 2020 12:30 Hjálmar og Helgi hafa slegið í gegn með hlaðvarpinu HÆHÆ. Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. Í þættinum fara þeir yfir áralangt brölt sitt við að reyna að ná í gegn með grínefni, sem loksins hefur skilað sér á síðustu árum. Í gegnum tíðina hafa þeir gert alls kyns hluti saman, eins og að skrifa grínbækur og gera myndbönd og eitt þeirra vakti talsverða athygli. Þegar þeir gerðu grín að frægum Kompás-þætti um handrukkara, sem þeir voru smeykir við að setja í loftið. „Ég var mjög hræddur. Daginn eftir kemur þetta í Fréttablaðinu - Gerðu grín að frægu Kompás-myndbandi, og ég var einhverra hluta vegna staddur í bakaríi á Suðurlandsbraut sem ég fór aldrei í og maður labbar þarna inn og opnar dyrnar og fyrsti maðurinn sem ég sé var Benni Ólsari að skoða blaðið. Ég sneri strax við og hringdi í Helga og ég við vorum rosalega hræddir alla þessa helgi,” segir Hjálmar. Þeir félagar héldu áfram að gera efni í mörg ár, en eitthvað vantaði upp á og á tímabili voru þeir eiginlega komnir í að ætla að fara að gera eitthvað annað. Klippa: Skíhræddir við Benna Ólsara „2012 var alveg tómt ár hjá okkur þó að við höfum talað saman í síma á hverjum degi. Við vorum orðnir svona dagdraumakallar sem dreymdi um að gera eitthvað og búa eitthvað til ,sem endaði rosalega mikið í sófagagnrýni á aðra sem voru að gera það sem okkur langaði innst inni að vera að gera. En samt fattaði maður ekki að það væri í raun vanmáttur sem væri að tala.” Hjálmar fór að vinna á leikskóla og segist hafa elskað það starf, en launin hafi hreinlega ekki boðið upp á að halda því áfram. „Ég hefði alveg viljað halda áfram ef launin væru ekki svona slæm, pældu í því, 227 þúsund fékk ég á mánuði fyrir að vinna frá átta til fjögur, koma heim með hor á öxlinni og gjörsamlega búinn. Ég elskaði vinnuna, en 183 þúsund sem ég fékk útborgað eða eitthvað, það gekk bara ekki upp,” segir Hjálmar. Í viðtalinu ræða Sölvi, Hjálmar og Helgi um grínið og hvar línurnar liggja þar, tímabilin þegar Hjálmar vann á leikskóla og fór á vanskilaskrá og þegar Helgi vildi ekkert heitara en að verða viðskiptamaður í jakkafötum. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Grínistarnir Hjálmar Örn og Helgi Jean eru nýjustu gestir Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Þeir félagarnir hafa undanfarið ár haldið úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, HÆHÆ. Í þættinum fara þeir yfir áralangt brölt sitt við að reyna að ná í gegn með grínefni, sem loksins hefur skilað sér á síðustu árum. Í gegnum tíðina hafa þeir gert alls kyns hluti saman, eins og að skrifa grínbækur og gera myndbönd og eitt þeirra vakti talsverða athygli. Þegar þeir gerðu grín að frægum Kompás-þætti um handrukkara, sem þeir voru smeykir við að setja í loftið. „Ég var mjög hræddur. Daginn eftir kemur þetta í Fréttablaðinu - Gerðu grín að frægu Kompás-myndbandi, og ég var einhverra hluta vegna staddur í bakaríi á Suðurlandsbraut sem ég fór aldrei í og maður labbar þarna inn og opnar dyrnar og fyrsti maðurinn sem ég sé var Benni Ólsari að skoða blaðið. Ég sneri strax við og hringdi í Helga og ég við vorum rosalega hræddir alla þessa helgi,” segir Hjálmar. Þeir félagar héldu áfram að gera efni í mörg ár, en eitthvað vantaði upp á og á tímabili voru þeir eiginlega komnir í að ætla að fara að gera eitthvað annað. Klippa: Skíhræddir við Benna Ólsara „2012 var alveg tómt ár hjá okkur þó að við höfum talað saman í síma á hverjum degi. Við vorum orðnir svona dagdraumakallar sem dreymdi um að gera eitthvað og búa eitthvað til ,sem endaði rosalega mikið í sófagagnrýni á aðra sem voru að gera það sem okkur langaði innst inni að vera að gera. En samt fattaði maður ekki að það væri í raun vanmáttur sem væri að tala.” Hjálmar fór að vinna á leikskóla og segist hafa elskað það starf, en launin hafi hreinlega ekki boðið upp á að halda því áfram. „Ég hefði alveg viljað halda áfram ef launin væru ekki svona slæm, pældu í því, 227 þúsund fékk ég á mánuði fyrir að vinna frá átta til fjögur, koma heim með hor á öxlinni og gjörsamlega búinn. Ég elskaði vinnuna, en 183 þúsund sem ég fékk útborgað eða eitthvað, það gekk bara ekki upp,” segir Hjálmar. Í viðtalinu ræða Sölvi, Hjálmar og Helgi um grínið og hvar línurnar liggja þar, tímabilin þegar Hjálmar vann á leikskóla og fór á vanskilaskrá og þegar Helgi vildi ekkert heitara en að verða viðskiptamaður í jakkafötum.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira