Ástralinn Chris Hemsworth hefur heldur betur gert það gott á sviði leiklistarinnar og einna helst þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Thor, The Avengers, Extraction og fleiri.
Hemsworth, sem er 36 ára, er að verða einn þekktasti leikari heims og hefur heldur betur þénað vel á sínum ferli.
Hann á eignir víðsvegar um heiminn og meðal annars í Byron Bay í Ástralíu sem er stórglæsilegt einbýli. Einnig á hann fallegt hús við Malibu-ströndina í Kaliforníu.
Á YouTube-síðunni The Richest má sjá heljarinnar umfjöllun um eignir leikarans eins og sjá má hér að neðan.