Faraldurinn nær nýjum hæðum á heimsvísu Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 09:12 Sérfræðingar segja líklegt að raunverulegur fjöldi smitaðra í Afríku sé mun hærri en opinberar tölur segja til um. AP/Jerome Delay Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Svo virðist sem að smituðum fari fjölgandi víða en Johns Hopkins háskólinn segir 19,1 milljón manna nú hafa smitast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), birti nýjar tölur í gærkvöldi sem sýndu mikla aukningu í bæði nýsmituðum og dauðsföllum á milli daga. Í gærkvöldi höfðu 259.344 greinst smitaðir á undanförnum sólarhring. Degi áður var sú tala 206.831. Dauðsföll á milli daga voru í gærkvöldi 6.488 og í fyrrakvöld 5.120. Heildarfjöldi þeirra sem hafa greinst með veiruna samkvæmt WHO er 18,6 milljónir. Tölur beggja aðila byggja á opinberum tölum en tölur háskólans eru uppfærðar oftar og þar að auki eru þær hærri vegna mismunandi aðferða við talningu. Raunverulegur fjöldi líklega mun hærri í Afríku Í Afríku hafa rúmlega milljón manna greinst með Covid-19. Sérfræðingar segja þó að fjöldi smitaðra sé í rauninni mun hærri. Um 1,3 milljarður manna búa í heimsálfunni og slæmt ástand heilbrigðiskerfa þar felur í sér að skimun fyrir veirunni er mjög umfangslítil. Tansanía hefur til að mynda ekki birt neinar tölur í margar vikur. Rifjað er upp í frétt BBC að í byrjun júlí sagði heilbrigðisráðherra landsins að faraldurinn væri að enda þar í landi. Lang flest tilfelli hafa greinst í Egyptalandi og Suður-Afríku eða um 75 prósent allra tilfella. Minnst 22 þúsund manna hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku. Afríkusambandið segir mikla þörf á aðgerðum til að sporna við útbreiðslunni. Matshidiso Moeti, yfirmaður WHO í Afríku, sagði AP fréttaveitunni að þær sviðsmyndir sem sérfræðingar óttuðust í upphafi hafi ekki raungerst, sé talið að veiran gæti mögulega lifað lengi í Afríku. Heilbrigðisstarfsmenn í Indlandi hafa farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar.AP/Rafiq Maqbool Óttast drefingu á dreifbýlli svæðum Í Indlandi hafa tvær milljónir greinst smitaðar og 41.585 hafa dáið. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar þeirra í dreifbýlum hlutum landsins. Dánartíðni í Indlandi hefur hingað til þótt tiltölulega lág en útbreiðsla Covid-19 hefur að mestu verið bundin við borgir landsins þar sem heilbrigðiskerfi eru nokkuð góð. Á dreifbýlli svæðum landsins er þó allt aðra sögu að segja og óttast sérfræðingar að hlutfallið muni fara hækkandi. Um 4,9 milljónir manna hafa smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé, og þar hafa rúmlega 160 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa 2,9 milljónir smitast og 98,5 þúsund dáið. Indland er í þriðja sæti yfir fjölda smitaðra þar sem rétt rúmlega tvær milljónir hafa greinst smitaðir og 41.585 hafa dáið, eins og áður hefur komið fram. Þegar kemur að fjölda látinna er Mexíkó í þriðja sæti, samkvæmt Johns Hopkins, með 50.517 dauðsföll en þar hafa 462.690 greinst smitaðir. Bretland er í fjórða sæti með 46.498 látna og 309.796 smitaða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Suður-Afríka Egyptaland Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, hefur náð nýjum hæðum víða um heim. Svo virðist sem að smituðum fari fjölgandi víða en Johns Hopkins háskólinn segir 19,1 milljón manna nú hafa smitast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO), birti nýjar tölur í gærkvöldi sem sýndu mikla aukningu í bæði nýsmituðum og dauðsföllum á milli daga. Í gærkvöldi höfðu 259.344 greinst smitaðir á undanförnum sólarhring. Degi áður var sú tala 206.831. Dauðsföll á milli daga voru í gærkvöldi 6.488 og í fyrrakvöld 5.120. Heildarfjöldi þeirra sem hafa greinst með veiruna samkvæmt WHO er 18,6 milljónir. Tölur beggja aðila byggja á opinberum tölum en tölur háskólans eru uppfærðar oftar og þar að auki eru þær hærri vegna mismunandi aðferða við talningu. Raunverulegur fjöldi líklega mun hærri í Afríku Í Afríku hafa rúmlega milljón manna greinst með Covid-19. Sérfræðingar segja þó að fjöldi smitaðra sé í rauninni mun hærri. Um 1,3 milljarður manna búa í heimsálfunni og slæmt ástand heilbrigðiskerfa þar felur í sér að skimun fyrir veirunni er mjög umfangslítil. Tansanía hefur til að mynda ekki birt neinar tölur í margar vikur. Rifjað er upp í frétt BBC að í byrjun júlí sagði heilbrigðisráðherra landsins að faraldurinn væri að enda þar í landi. Lang flest tilfelli hafa greinst í Egyptalandi og Suður-Afríku eða um 75 prósent allra tilfella. Minnst 22 þúsund manna hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku. Afríkusambandið segir mikla þörf á aðgerðum til að sporna við útbreiðslunni. Matshidiso Moeti, yfirmaður WHO í Afríku, sagði AP fréttaveitunni að þær sviðsmyndir sem sérfræðingar óttuðust í upphafi hafi ekki raungerst, sé talið að veiran gæti mögulega lifað lengi í Afríku. Heilbrigðisstarfsmenn í Indlandi hafa farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar.AP/Rafiq Maqbool Óttast drefingu á dreifbýlli svæðum Í Indlandi hafa tvær milljónir greinst smitaðar og 41.585 hafa dáið. Þar hafa heilbrigðisstarfsmenn farið í verkföll vegna slæms aðbúnaðar þeirra í dreifbýlum hlutum landsins. Dánartíðni í Indlandi hefur hingað til þótt tiltölulega lág en útbreiðsla Covid-19 hefur að mestu verið bundin við borgir landsins þar sem heilbrigðiskerfi eru nokkuð góð. Á dreifbýlli svæðum landsins er þó allt aðra sögu að segja og óttast sérfræðingar að hlutfallið muni fara hækkandi. Um 4,9 milljónir manna hafa smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé, og þar hafa rúmlega 160 þúsund dáið. Í Brasilíu hafa 2,9 milljónir smitast og 98,5 þúsund dáið. Indland er í þriðja sæti yfir fjölda smitaðra þar sem rétt rúmlega tvær milljónir hafa greinst smitaðir og 41.585 hafa dáið, eins og áður hefur komið fram. Þegar kemur að fjölda látinna er Mexíkó í þriðja sæti, samkvæmt Johns Hopkins, með 50.517 dauðsföll en þar hafa 462.690 greinst smitaðir. Bretland er í fjórða sæti með 46.498 látna og 309.796 smitaða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Suður-Afríka Egyptaland Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira