Rúnar: Gæti verið með alla leikmennina á æfingu í líkamsræktarstöð og í sundi Anton Ingi Leifsson skrifar 10. ágúst 2020 10:00 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr í sumar. VÍSIR/DANÍEL Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, skilur ekkert í því að það sé ekki verið að spila fótbolta hér á landi um þessar mundir. KR dróst í gær gegn skosku meisturunum í Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar en þessi lið mættust ekki fyrir svo mörgum árum og þá vann Celtic samanlagt 5-0 sigur. #CelticFC have been drawn against KR Reykjavik in the @ChampionsLeague first qualifying round.Full fixture date and venue TBC pic.twitter.com/gr93B1agJs— Celtic Football Club (@CelticFC) August 9, 2020 Það er því ljóst að erfitt verkefni bíður KR-inga og ekki er það léttara með þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi varðandi knattspyrnufólk. Rúnar ræddi um reglurnar og leikinn í samtali við Fótbolti.net. Liðum er meinað að æfa eðlilega og öllum leikjum hefur verið frestað, í það minnsta til 13. ágúst, en Rúnar segir að Íslandsmeistararnir reyni að gera hvað þeir geta úr þessu, þó að hann skilji ekki ástandið. „Við höldum áfram að æfa eins og öll lið í Pepsi Max-deildinni eru að gera, með þessari tveggja metra reglu. Ég held að það séu ekki margir að virða hana þó menn séu að reyna eftir fremsta magni,“ sagði Rúnar í samtali við Fótbolti.net en viðtalið má lesa í heild sinni þar. „Það hafa engin smit á Íslandi komið upp í fótboltaleikjum eða á fótboltaæfingum á Íslandi. Það hafa engin smit komið upp í fótboltaleikjum á Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Það er með ólíkindum að við séum ekki að spila hér.“ Hann segir að það sé misræmi í hvað megi og hvað megi ekki og tók þar af leiðandi undir stjórn nafna síns, Rúnars Páls Sigmundssonar, þjálfara Stjörnunnar. „Leikmenn koma klæddir á æfingar. En eins fáránlegt og þetta er, þá gæti ég verið með alla leikmenn mína á æfingu í líkamsræktarstöð því þar mega 100 koma saman. Við getum líka farið í sund saman.“ „Þetta snýst um það að halda tveggja metra reglunni. Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á þessu og breyti þessu. Ég vona að hún átti sig á því hvar smitin eru því þau eru á öðrum stöðum en fótboltavöllunum," sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla KR Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, skilur ekkert í því að það sé ekki verið að spila fótbolta hér á landi um þessar mundir. KR dróst í gær gegn skosku meisturunum í Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar en þessi lið mættust ekki fyrir svo mörgum árum og þá vann Celtic samanlagt 5-0 sigur. #CelticFC have been drawn against KR Reykjavik in the @ChampionsLeague first qualifying round.Full fixture date and venue TBC pic.twitter.com/gr93B1agJs— Celtic Football Club (@CelticFC) August 9, 2020 Það er því ljóst að erfitt verkefni bíður KR-inga og ekki er það léttara með þeim sóttvarnarreglum sem eru í gildi varðandi knattspyrnufólk. Rúnar ræddi um reglurnar og leikinn í samtali við Fótbolti.net. Liðum er meinað að æfa eðlilega og öllum leikjum hefur verið frestað, í það minnsta til 13. ágúst, en Rúnar segir að Íslandsmeistararnir reyni að gera hvað þeir geta úr þessu, þó að hann skilji ekki ástandið. „Við höldum áfram að æfa eins og öll lið í Pepsi Max-deildinni eru að gera, með þessari tveggja metra reglu. Ég held að það séu ekki margir að virða hana þó menn séu að reyna eftir fremsta magni,“ sagði Rúnar í samtali við Fótbolti.net en viðtalið má lesa í heild sinni þar. „Það hafa engin smit á Íslandi komið upp í fótboltaleikjum eða á fótboltaæfingum á Íslandi. Það hafa engin smit komið upp í fótboltaleikjum á Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Það er með ólíkindum að við séum ekki að spila hér.“ Hann segir að það sé misræmi í hvað megi og hvað megi ekki og tók þar af leiðandi undir stjórn nafna síns, Rúnars Páls Sigmundssonar, þjálfara Stjörnunnar. „Leikmenn koma klæddir á æfingar. En eins fáránlegt og þetta er, þá gæti ég verið með alla leikmenn mína á æfingu í líkamsræktarstöð því þar mega 100 koma saman. Við getum líka farið í sund saman.“ „Þetta snýst um það að halda tveggja metra reglunni. Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á þessu og breyti þessu. Ég vona að hún átti sig á því hvar smitin eru því þau eru á öðrum stöðum en fótboltavöllunum," sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla KR Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15 Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45 KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Sjá meira
„Fótboltinn er eina atvinnugreinin sem er algjörlega lömuð eða lokuð“ Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR segir að liðin fjögur sem taka þátt í Evrópukeppnum UEFA þurfi að spila alvöru leiki og það sem fyrst. 9. ágúst 2020 20:15
Rúnar Páll: Finnst undarlegt að leyfa ekki fótbolta á Íslandi Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur ekki áhrif af líkamlegu atgervi leikmanna eftir aðra pásuna í sumar vegna kórónuveirunnar. Hann segir að andlega hliðin sé meira spurningarmerki. 9. ágúst 2020 19:45
KR mætir Celtic í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun. 9. ágúst 2020 10:48