Tuttugu sem veiktust ekki alvarlega af Covid bíða meðferðar á Reykjalundi vegna eftirkasta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 08:54 Reykjalundur hefur sinnt meðferð tæplega tuttugu sjúklinga sem veiktust alvarlega af Covid-19. Vísir/Vilhelm Reykjalundur hefur sinnt endurhæfingu Covid-sjúklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa veikst alvarlega af Covid-19 sjúkdómnum. Tæplega tuttugu einstaklingar þurftu á þeirri endurhæfingu að halda og fóru í gegn um það prógramm sem þeim stóð til boða á Reykjalundi. Undanfarnar vikur hefur hins vegar borið á því að sögn Péturs Magnússonar, forstjóra Reykjalundar, að fólk sem veiktist ekki jafn alvarlega af Covid-19 sjúkdómnum glími enn við eftirköst sjúkdómsins, vikum og jafnvel mánuðum síðar. Hann fjallaði um málið í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þá erum við að tala um kannski fyrst og fremst að fólk talar um að það sé ekki búið að ná sér endanlega. Það sem fólk talar mest um af einkennum er þreyta og mæði, að fólk er ekki komið með sama þol og það var [með] og ýmis þreytueinkenni, sem gerir það að verkum að sumir eru að lenda í því að þeir eru að versna öðru hvoru og eru í rauninni ekki komnir í fullan gír aftur,“ segir Pétur. Fólk sé jafnvel með skerta starfsgetu vegna þessa. Töluvert hafi borist inn af umsóknum til Reykjalundar frá aðilum sem hafa lent í þessum eftirköstum og að hafa ekki náð sér að fullu. Nú bíða um tuttugu slíkar umsóknir afgreiðslu og tveir eru þegar byrjaðir í meðferð. Markmiðið að koma fólki aftur út í daglegt líf „Þetta er eitt af því sem við erum að læra um veiruna og hennar hegðun þannig að þetta er greinilega töluvert meiri veira en einhver venjuleg inflúensa. Enginn í rauninni veit ennþá hvað þetta er stór hópur sem við erum að tala um í þessu. Auðvitað eru líka dæmi sem betur fer um fólk sem hefur veikst sem hefur alveg náð sér að fullu,“ segir Pétur. Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar.Vísir Endurhæfingarmeðferðin er að sögn Péturs mjög einstaklingsmiðuð og er grunnurinn í meðferðinni það markmið að koma fólki út í hið daglega líf aftur. Hópur sérfræðinga skoðar hvern og einn einstakling og er svo unnið að því að fólk komist aftur út í samfélagið, geti helst starfað aftur og tekið eins mikið þátt í lífinu. „En allt veltur þetta á vilja einstaklingsins og það þarf að virkja hann vel, að koma af krafti inn í þetta og það gengur yfirleitt vel.“ Mikilvægt að kortleggja eftirköst svo viðbrögð séu markviss Meðal einkennanna sem komið hafa fram eru andnauð, svæsinn magaverkur, hárlos, doði í jafnvel stórum hluta líkamans, sjóntruflanir, suð fyrir eyrum og jafnvægistruflanir. Stefán Yngvason læknir á Reykjalundi lýsti þessum einkennum í viðtali á Bylgjunni í gær. „Eitt af því sem við þyrftum að vinna í núna er að greina og kortleggja þessar afleiðingar. Landspítalinn hefur nú lýst yfir að þeir hyggist, og fleiri, að fara í rannsókn á því, eða kortlagningu á þessu og við á Reykjalundi værum spennt að vera með í því líka og getum farið í greiningar eins og á lungnastarfsemi, hjartastarfsemi og fleiru sem þessu tengist,“ segir Pétur. Þetta sé verkefni sem verði að fara í. Sambærileg mál séu jafnframt að koma upp erlendis og að sögn Péturs eru margir í þessum geira spenntir fyrir því að fara að kortleggja hvaða eftirköst fylgi Covid-veikindum. „Ísland er í samstarfi á ýmsum sviðum í þessum málum og ég held að það vilji allir leggjast á eitt við að reyna að kortleggja þetta og skilgreina sem best þannig að við höfum sem markvissust viðbrögð við þessu og þetta fari að hafa sem minnst áhrif á daglegt líf í framtíðinni.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Pétur í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Alvarleg eftirköst varpa ljósi á að veiran leggist ekki aðeins á lungun Yfirlæknir Covid-göngudeilar Landspítalans segir ljóst að kórónuveiran geti valdið skaða víðsvegar í líkamanum og leggist ekki aðeins á lungun eins og talið var í fyrstu. 16. júlí 2020 13:22 Dauðans angist og gjörgæslumartraðir eftir Covid-19 Reykjalundur hefur síðustu þrjár vikurnar sinnt fólki sem lá á gjörgæsludeild Landspítalans. Það hefur þurft á sálrænni aðstoð að halda eftir átakanlega lífsreynslu. 7. maí 2020 13:38 Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Sjá meira
Reykjalundur hefur sinnt endurhæfingu Covid-sjúklinga sem þurftu að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa veikst alvarlega af Covid-19 sjúkdómnum. Tæplega tuttugu einstaklingar þurftu á þeirri endurhæfingu að halda og fóru í gegn um það prógramm sem þeim stóð til boða á Reykjalundi. Undanfarnar vikur hefur hins vegar borið á því að sögn Péturs Magnússonar, forstjóra Reykjalundar, að fólk sem veiktist ekki jafn alvarlega af Covid-19 sjúkdómnum glími enn við eftirköst sjúkdómsins, vikum og jafnvel mánuðum síðar. Hann fjallaði um málið í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þá erum við að tala um kannski fyrst og fremst að fólk talar um að það sé ekki búið að ná sér endanlega. Það sem fólk talar mest um af einkennum er þreyta og mæði, að fólk er ekki komið með sama þol og það var [með] og ýmis þreytueinkenni, sem gerir það að verkum að sumir eru að lenda í því að þeir eru að versna öðru hvoru og eru í rauninni ekki komnir í fullan gír aftur,“ segir Pétur. Fólk sé jafnvel með skerta starfsgetu vegna þessa. Töluvert hafi borist inn af umsóknum til Reykjalundar frá aðilum sem hafa lent í þessum eftirköstum og að hafa ekki náð sér að fullu. Nú bíða um tuttugu slíkar umsóknir afgreiðslu og tveir eru þegar byrjaðir í meðferð. Markmiðið að koma fólki aftur út í daglegt líf „Þetta er eitt af því sem við erum að læra um veiruna og hennar hegðun þannig að þetta er greinilega töluvert meiri veira en einhver venjuleg inflúensa. Enginn í rauninni veit ennþá hvað þetta er stór hópur sem við erum að tala um í þessu. Auðvitað eru líka dæmi sem betur fer um fólk sem hefur veikst sem hefur alveg náð sér að fullu,“ segir Pétur. Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar.Vísir Endurhæfingarmeðferðin er að sögn Péturs mjög einstaklingsmiðuð og er grunnurinn í meðferðinni það markmið að koma fólki út í hið daglega líf aftur. Hópur sérfræðinga skoðar hvern og einn einstakling og er svo unnið að því að fólk komist aftur út í samfélagið, geti helst starfað aftur og tekið eins mikið þátt í lífinu. „En allt veltur þetta á vilja einstaklingsins og það þarf að virkja hann vel, að koma af krafti inn í þetta og það gengur yfirleitt vel.“ Mikilvægt að kortleggja eftirköst svo viðbrögð séu markviss Meðal einkennanna sem komið hafa fram eru andnauð, svæsinn magaverkur, hárlos, doði í jafnvel stórum hluta líkamans, sjóntruflanir, suð fyrir eyrum og jafnvægistruflanir. Stefán Yngvason læknir á Reykjalundi lýsti þessum einkennum í viðtali á Bylgjunni í gær. „Eitt af því sem við þyrftum að vinna í núna er að greina og kortleggja þessar afleiðingar. Landspítalinn hefur nú lýst yfir að þeir hyggist, og fleiri, að fara í rannsókn á því, eða kortlagningu á þessu og við á Reykjalundi værum spennt að vera með í því líka og getum farið í greiningar eins og á lungnastarfsemi, hjartastarfsemi og fleiru sem þessu tengist,“ segir Pétur. Þetta sé verkefni sem verði að fara í. Sambærileg mál séu jafnframt að koma upp erlendis og að sögn Péturs eru margir í þessum geira spenntir fyrir því að fara að kortleggja hvaða eftirköst fylgi Covid-veikindum. „Ísland er í samstarfi á ýmsum sviðum í þessum málum og ég held að það vilji allir leggjast á eitt við að reyna að kortleggja þetta og skilgreina sem best þannig að við höfum sem markvissust viðbrögð við þessu og þetta fari að hafa sem minnst áhrif á daglegt líf í framtíðinni.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Pétur í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Alvarleg eftirköst varpa ljósi á að veiran leggist ekki aðeins á lungun Yfirlæknir Covid-göngudeilar Landspítalans segir ljóst að kórónuveiran geti valdið skaða víðsvegar í líkamanum og leggist ekki aðeins á lungun eins og talið var í fyrstu. 16. júlí 2020 13:22 Dauðans angist og gjörgæslumartraðir eftir Covid-19 Reykjalundur hefur síðustu þrjár vikurnar sinnt fólki sem lá á gjörgæsludeild Landspítalans. Það hefur þurft á sálrænni aðstoð að halda eftir átakanlega lífsreynslu. 7. maí 2020 13:38 Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Sjá meira
Alvarleg eftirköst varpa ljósi á að veiran leggist ekki aðeins á lungun Yfirlæknir Covid-göngudeilar Landspítalans segir ljóst að kórónuveiran geti valdið skaða víðsvegar í líkamanum og leggist ekki aðeins á lungun eins og talið var í fyrstu. 16. júlí 2020 13:22
Dauðans angist og gjörgæslumartraðir eftir Covid-19 Reykjalundur hefur síðustu þrjár vikurnar sinnt fólki sem lá á gjörgæsludeild Landspítalans. Það hefur þurft á sálrænni aðstoð að halda eftir átakanlega lífsreynslu. 7. maí 2020 13:38
Báðir sjúklingarnir greindust í Vestmannaeyjum Þeir tveir einstaklingar sem greindust með kórónuveirusmit á Íslandi síðasta sólarhringinn eru báðir búsettir í Vestmannaeyjum. 10. ágúst 2020 13:55