Hvar eru konurnar? Kristjana Björk Barðdal skrifar 11. ágúst 2020 13:00 Mér svelgdist heldur betur á kaffibollanum í morgun þegar ég fór yfir skráningar í gagnaþon fyrir umhverfið. Kynjahlutföllin á skráðum þátttakendum voru virkilega skökk. Þrátt fyrir að ég sé ótrúlega ánægð með þann hóp sem hefur skráð sig og ég geti ekki beði eftir að sjá þær hugmyndir sem þau hafa fram að varpa, kom það mér talsvert á óvart hve fáar konur hafa skráð sig. Samanborið við aðrar keppnir og hraðla í nýsköpun er niðurstöðurnar svipaðar. Hvernig fáum við enn fjölbreyttari hóp af fólki til þess að taka þátt í nýsköpun og þá sérstaklega þegar kemur að gögnum og gervigreind? Þá sérstaklega fólk af öllum kynjum og bakgrunnum. Stór partur af því að vinna úr gögnum er gervigreind sem er einfaldlega gert með því að kenna forriti eða reikniriti ákveðið mynstur og mata það með gögnum. Niðurstöður eru síðan samþykktar eða ekki af einstaklingi sem þróar viðkomandi lausn. Því er mikilvægt að hópurinn sem komi að þróun gervigreindar sé fjölbreyttur til þess að niðurstöður hafi ekki innbyggða hlutdrægni sem gæti hampað öðrum hópi umfram annan. Dæmi eru um að Snjallúr sýni ekki réttan fjölda brenndra kaloría hjá barnshafandi konum þar sem formúlan sem reiknar hve miklu þær brenna taka ekki tillit til breyttrar brennslu. Annað dæmi er forrit sem búið var til af Amazon til þess að fara yfir ferilskrár og velja hæfasta einstaklinginn í starfið. Þar sem forritið var búið til að körlum varð til innbyggð hlutdrægni sem gerði það að verkum að karlar voru valdir í störfin umfram jafnhæfar konur. Þegar kemur að hlutfalli í námi virðist það mun skárra en á vinnumarkaði og nýsköpunarsenunni. Kynjahlutföllin þegar ég var í grunnámi í iðnaðarverkfærði voru ansi jöfn og áhugi á áföngum tengdum nýsköpun jafnvel meiri meðal kvenna. Því spyr ég hvers vegna það sé ekki að skila sér sviði nýsköpunar? Sama gildir um hlutfall kvenkyns samnemenda minna í tölvunarfræði, afhverju eru þær ekki að skila sér út í tæknigeirann? Það er mikilvægt að fjölbreytt fólk komi að bæði gerð og vinnslu gagna þar sem það hefur bein áhrif á líf okkar allra. Ég hvet því alla til þess að taka þátt í Gagnaþoni fyrir umhverfið sem fer fram 12.-19.ágúst n.k. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Kristjana Björk Barðdal Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mér svelgdist heldur betur á kaffibollanum í morgun þegar ég fór yfir skráningar í gagnaþon fyrir umhverfið. Kynjahlutföllin á skráðum þátttakendum voru virkilega skökk. Þrátt fyrir að ég sé ótrúlega ánægð með þann hóp sem hefur skráð sig og ég geti ekki beði eftir að sjá þær hugmyndir sem þau hafa fram að varpa, kom það mér talsvert á óvart hve fáar konur hafa skráð sig. Samanborið við aðrar keppnir og hraðla í nýsköpun er niðurstöðurnar svipaðar. Hvernig fáum við enn fjölbreyttari hóp af fólki til þess að taka þátt í nýsköpun og þá sérstaklega þegar kemur að gögnum og gervigreind? Þá sérstaklega fólk af öllum kynjum og bakgrunnum. Stór partur af því að vinna úr gögnum er gervigreind sem er einfaldlega gert með því að kenna forriti eða reikniriti ákveðið mynstur og mata það með gögnum. Niðurstöður eru síðan samþykktar eða ekki af einstaklingi sem þróar viðkomandi lausn. Því er mikilvægt að hópurinn sem komi að þróun gervigreindar sé fjölbreyttur til þess að niðurstöður hafi ekki innbyggða hlutdrægni sem gæti hampað öðrum hópi umfram annan. Dæmi eru um að Snjallúr sýni ekki réttan fjölda brenndra kaloría hjá barnshafandi konum þar sem formúlan sem reiknar hve miklu þær brenna taka ekki tillit til breyttrar brennslu. Annað dæmi er forrit sem búið var til af Amazon til þess að fara yfir ferilskrár og velja hæfasta einstaklinginn í starfið. Þar sem forritið var búið til að körlum varð til innbyggð hlutdrægni sem gerði það að verkum að karlar voru valdir í störfin umfram jafnhæfar konur. Þegar kemur að hlutfalli í námi virðist það mun skárra en á vinnumarkaði og nýsköpunarsenunni. Kynjahlutföllin þegar ég var í grunnámi í iðnaðarverkfærði voru ansi jöfn og áhugi á áföngum tengdum nýsköpun jafnvel meiri meðal kvenna. Því spyr ég hvers vegna það sé ekki að skila sér sviði nýsköpunar? Sama gildir um hlutfall kvenkyns samnemenda minna í tölvunarfræði, afhverju eru þær ekki að skila sér út í tæknigeirann? Það er mikilvægt að fjölbreytt fólk komi að bæði gerð og vinnslu gagna þar sem það hefur bein áhrif á líf okkar allra. Ég hvet því alla til þess að taka þátt í Gagnaþoni fyrir umhverfið sem fer fram 12.-19.ágúst n.k. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar