Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2020 21:15 Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak. Vísir/AP New York Times hefur birt myndband sem virðist sýna íranskt flugskeyti lenda á úkraínsku farþegavélinni sem hrapaði aðfaranótt miðvikudags. Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem hún hætti að senda frá sér merki skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. Parand er staðsett nálægt alþjóðaflugvellinum í Teheran, höfuðborg Írans, þaðan sem hún tók á loft stuttu áður en hún fórst. Bandarískir embættismenn fullyrða að hún hafi verið skotin niður af írönskum eldflaugum fyrir mistök en bandarískir miðlar greindu frá því í kvöld. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda hefur neitað ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna.Sjá einnig: Misvísandi skilaboð frá ÍranAf myndbandinu að dæma sést lítil sprenging þegar vélin varð fyrir umræddu flugskeyti. Hún er sögð hafa flogið áfram í nokkrar mínútur áður en hún sneri við. Eftir það flaug hún í ljósum logum í átt að flugvellinum í Teheran áður en hún sprakk og hrapaði skyndilega, ef marka má önnur myndbönd af atvikinu sem TheNewYorkTimes segist hafa undir höndum. Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag aðspurður um málið að hann hafi haft sínar grunsemdir orsök slyssins. Hann sagði vélina hafa verið að fljúga yfir átakasvæði þegar hún hrapaði. „Þetta er sorglegt en mögulega gerði einhver mistök hinum megin.“ Greint var frá því í dag að bandarískir gervihnettir hafi numið tvær eldflaugar fara á loft stuttu áður en farþegavélin sprakk. Bandarískum embættismönnum var greint frá þessu í dag samkvæmt heimildum CBS og hefur miðillinn eftir ónefndum heimildarmanni að eldflaugapartar hafi fundist nálægt slysstað. Ratsjárgögn eru einnig sögð styðja þessa fullyrðingu.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Íran Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
New York Times hefur birt myndband sem virðist sýna íranskt flugskeyti lenda á úkraínsku farþegavélinni sem hrapaði aðfaranótt miðvikudags. Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem hún hætti að senda frá sér merki skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. Parand er staðsett nálægt alþjóðaflugvellinum í Teheran, höfuðborg Írans, þaðan sem hún tók á loft stuttu áður en hún fórst. Bandarískir embættismenn fullyrða að hún hafi verið skotin niður af írönskum eldflaugum fyrir mistök en bandarískir miðlar greindu frá því í kvöld. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda hefur neitað ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna.Sjá einnig: Misvísandi skilaboð frá ÍranAf myndbandinu að dæma sést lítil sprenging þegar vélin varð fyrir umræddu flugskeyti. Hún er sögð hafa flogið áfram í nokkrar mínútur áður en hún sneri við. Eftir það flaug hún í ljósum logum í átt að flugvellinum í Teheran áður en hún sprakk og hrapaði skyndilega, ef marka má önnur myndbönd af atvikinu sem TheNewYorkTimes segist hafa undir höndum. Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag aðspurður um málið að hann hafi haft sínar grunsemdir orsök slyssins. Hann sagði vélina hafa verið að fljúga yfir átakasvæði þegar hún hrapaði. „Þetta er sorglegt en mögulega gerði einhver mistök hinum megin.“ Greint var frá því í dag að bandarískir gervihnettir hafi numið tvær eldflaugar fara á loft stuttu áður en farþegavélin sprakk. Bandarískum embættismönnum var greint frá þessu í dag samkvæmt heimildum CBS og hefur miðillinn eftir ónefndum heimildarmanni að eldflaugapartar hafi fundist nálægt slysstað. Ratsjárgögn eru einnig sögð styðja þessa fullyrðingu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Íran Úkraína Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16 Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15 Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Bandarísk yfirvöld fullyrða að Íranir hafi skotið niður farþegaþotuna sem hrapaði með 176 innanborðs Bæði CNN og breska ríkisútvarpið BBC greina frá því að talið sé að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök. Æðsti yfirmaður íranskra flugmálayfirvalda neitar ásökununum í samtali við CBS og segir ályktun Bandaríkjamanna vera ósanna. 9. janúar 2020 17:16
Misvísandi skilaboð frá Íran Forsvarsmenn herafla Íran segjast geta skotið hundruðum eldflauga til viðbótar við þær þrettán sem skotið var frá Íran á herstöðvar í Írak á aðfaranótt miðvikudags. 9. janúar 2020 15:15
Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04
Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. 9. janúar 2020 12:13