Söngkonan Dua Lipa tók þátt í skemmtilegri falinni myndavél hjá Ellen á dögunum.
Dua Lipa mætti í matvöruverslun og talaði aðeins við fólk í kringum sig með því að fara með textabrot úr hennar lögum.
Útkoman var nokkuð spaugileg og könnuðust ekki margir við listamanninn í venjulegum klæðnaði að gera hefðbundinn hlut eins og að versla í matinn.
Vanalega sér starfsmaður Ellen um umræddan dagskrálið en að þessu sinni fóru þær báðar saman í verkefnið.
Dua Lipa slær í gegn í falinni myndavél hjá Ellen
