Vilja heimta kvótann úr höndum hinna ofurríku Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2020 10:21 Ögmundur og Gunnar Smári. Hafa nú tekið höndum saman. Og vilja kvótann heim. Visir/Gulli Helgason Við þurfum að horfa á það núna hvernig þetta kerfi hefur farið með okkur. Hvernig það hefur farið með íslenskt samfélag,“ segir Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra. Rætt var við Ögmund og Gunnar Smára Egilsson blaðamann í Bítinu í morgun þar sem fjallað var um kvótakerfið umdeilda en efnt hefur verið til sérstaks fundar um það fyrirbæri sem haldinn verður í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á laugardaginn klukkan 12. Einskis að vænta frá þinginu Fundurinn er undir yfirskriftinni Kvótann heim. Kannski ólíklegir félagar en markmið þeirra er hið sama: Þeir vilja taka kvótakerfið og allt það fyrirkomulag til gagngerrar endurskoðunar. Ögmundur segir að ýmislegt hafi orðið til að minna á kvótakerfið að undanförnu, kannski ekki síst Samherjamálið. „Hvað er að gerast suður í Namibíu? Og í gegnum þann spegil sjáum við aflandsfélögin, skattaskjólin … við sjáum hvernig peningarnir hafa verið sogaðir upp úr sjónum og færðir á staði sem gagnast ekki íslensku samfélagi. Það er þetta sem við erum að horfa til.“ Þetta er í sjálfu sér ekki ný umræða. Gunnar Smári segir ekki vænlegt að horfa til þingsins og vænta þess að þaðan spretti einhverjar breytingar. Hann segir mikinn meirihluta almennings andsnúinn þessu kerfi. „Við búum í lýðræðisríki. Og ef þjóðin sameinast, notar samtakamátt sinn til að knýja á um sinn vilja þá nær þjóðin því fram.“ Pólitíkin í sérhagsmunagæslu Gunnar Smári segir blasa við að innviðauppbygging landsins hafi farið fram meðan auðlindirnar voru í eigu þjóðarinnar og nýttar sem slíkar með félagslegum rekstri. Hann nefnir dæmi, að bæjarstjórn Reykjavíkur hafi undir stjórn Sjálfstæðismanna byggt upp hitaveitu Reykjavíkur á uppbyggingarárum. Við sáum stærstu orkuskipti á síðustu öld í heiminum. Gerðum það glæsilega í félagslegum rekstri. „Ef þú myndir spyrja grasrót Sjálfstæðisflokksins í dag: Hvort viltu hafa orkufyrirtækin svipuð og hitaveitan var 1950 til 1980 eða eins og HS Orka er í dag? Hvar viltu hafa forræðið í ákvarðanatöku í orkumálum? Grasrótin mun segja félagslegan rekstur á grunnkerfum samfélagsins. Kvótakerfið er grunnkerfi samfélagsins, við viljum hafa það í félagslegum rekstri til að þjóna hagsmunum almennings. Ef þú hins vegar spyrð forystu Sjálfstæðisflokksins sem er sokkin í hagsmunagæslu fyrir hina ofurríku þá svara þau: Við viljum endilega HS Orku og helst að selja Orkuveituna á morgun,“ segir Gunnar Smári meðal annars. Bítið Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Við þurfum að horfa á það núna hvernig þetta kerfi hefur farið með okkur. Hvernig það hefur farið með íslenskt samfélag,“ segir Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra. Rætt var við Ögmund og Gunnar Smára Egilsson blaðamann í Bítinu í morgun þar sem fjallað var um kvótakerfið umdeilda en efnt hefur verið til sérstaks fundar um það fyrirbæri sem haldinn verður í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu á laugardaginn klukkan 12. Einskis að vænta frá þinginu Fundurinn er undir yfirskriftinni Kvótann heim. Kannski ólíklegir félagar en markmið þeirra er hið sama: Þeir vilja taka kvótakerfið og allt það fyrirkomulag til gagngerrar endurskoðunar. Ögmundur segir að ýmislegt hafi orðið til að minna á kvótakerfið að undanförnu, kannski ekki síst Samherjamálið. „Hvað er að gerast suður í Namibíu? Og í gegnum þann spegil sjáum við aflandsfélögin, skattaskjólin … við sjáum hvernig peningarnir hafa verið sogaðir upp úr sjónum og færðir á staði sem gagnast ekki íslensku samfélagi. Það er þetta sem við erum að horfa til.“ Þetta er í sjálfu sér ekki ný umræða. Gunnar Smári segir ekki vænlegt að horfa til þingsins og vænta þess að þaðan spretti einhverjar breytingar. Hann segir mikinn meirihluta almennings andsnúinn þessu kerfi. „Við búum í lýðræðisríki. Og ef þjóðin sameinast, notar samtakamátt sinn til að knýja á um sinn vilja þá nær þjóðin því fram.“ Pólitíkin í sérhagsmunagæslu Gunnar Smári segir blasa við að innviðauppbygging landsins hafi farið fram meðan auðlindirnar voru í eigu þjóðarinnar og nýttar sem slíkar með félagslegum rekstri. Hann nefnir dæmi, að bæjarstjórn Reykjavíkur hafi undir stjórn Sjálfstæðismanna byggt upp hitaveitu Reykjavíkur á uppbyggingarárum. Við sáum stærstu orkuskipti á síðustu öld í heiminum. Gerðum það glæsilega í félagslegum rekstri. „Ef þú myndir spyrja grasrót Sjálfstæðisflokksins í dag: Hvort viltu hafa orkufyrirtækin svipuð og hitaveitan var 1950 til 1980 eða eins og HS Orka er í dag? Hvar viltu hafa forræðið í ákvarðanatöku í orkumálum? Grasrótin mun segja félagslegan rekstur á grunnkerfum samfélagsins. Kvótakerfið er grunnkerfi samfélagsins, við viljum hafa það í félagslegum rekstri til að þjóna hagsmunum almennings. Ef þú hins vegar spyrð forystu Sjálfstæðisflokksins sem er sokkin í hagsmunagæslu fyrir hina ofurríku þá svara þau: Við viljum endilega HS Orku og helst að selja Orkuveituna á morgun,“ segir Gunnar Smári meðal annars.
Bítið Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira