Jon Dahl Tomasson var í daginn ráðinn þjálfari sænska stórliðsins Malmö en langafi Jon Dahl í föðurætt var íslenskur.
Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í morgun en fréttir fóru að berast að því fyrir helgi og síðast í gær að Jon Dahl væri efstur á óskalista sænska liðsins.
Jon Dahl var síðast aðstoðarþjálfari danska landsliðsins og átti að vera þar fram yfir EM í sumar en hefur fengið sig lausan frá þeim samningi.
Malmö er komið í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Wolfsburg um miðjan febrúar.
Välkommen till Malmö FF, Jon Dahl Tomasson! pic.twitter.com/yBOGxWwu0z
— Malmö FF (@Malmo_FF) January 5, 2020
Þar aðstoðaði hann Åge Hareide en þeir unnu saman frá árið 2016. Hareide hefur einnig þjálfað Malmö og mældi með Jon Dahl í samtölum sínum við forráðamenn Malmö.
Jon Dahl hefur einnig verið aðalþjálfari en hann hefur stýrt hollensku félögunum Excelsior og Roda JC.
Sá danski greindi frá því á blaðamannafundinum að ekkert ártal væri á samningnum. Hann yrði skoðaður reglulega.
Arnór Ingvi Traustason hefur verið í herbúðum Malmö frá því í ársbyrjun 2018 og leikið þar við góðan orðstír.