Eiginkona Carlos Ghosn segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. janúar 2020 10:45 Carlos Ghosn með konu sinni Carole á meðan allt lék í lyndi. vísir/epa Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. Eiginkona hans, Carole Ghosn, segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Ghosn var eitt sinn álitinn hetja í Japan en er nú alræmdur í landinu þar sem hann liggur undir grun um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir fyrirtækisins í eigin þágu.Að því er fram kemur í frétt Guardian hyggst Ghosn ræða við fjölmiðla næstkomandi miðvikudag í Beirút, höfuðborg Líbanon. Fáir munu fylgjast jafnvel með því sem Ghosn mun segja þá en Japanir enda þykir það sæta mikilli furðu að forstjóranum fyrrverandi hafi tekist að flýja frá landinu. Á meðal þeirra sem hafa fordæmt Ghosn fyrir að flýja eru hans eigin lögfræðingar. Komst frá landi á frönsku vegabréfi Ghosn hafði verið látinn laus gegn tryggingu í apríl síðastliðnum en var í raun í stofufangelsi í Japan þar sem hann mátti ekki fara frá landinu. Engu að síður tókst honum að flýja áður en réttarhöldin yfir honum hefjast í heimalandinu, en þau eiga að fara fram í landinu eftir nokkra mánuði. Ghosn komst frá Japan á franska vegabréfinu sínu. Dómstóll í Japan hafði leyft Ghosn að halda öðru af tveimur frönsku vegabréfunum hans gegn því að vegabréfið yrði í læstum skáp og að lögmenn hans myndu geyma lykilinn. Sú saga hefur gengið fjöllunum hærra að Ghosn hafi flúið land í hljóðfæratösku. Hann hafi verið fluttur í töskunni af heimili sínu og í einkaþotu á Kansai-alþjóðaflugvellinum í vesturhluta Japans. Þetta segir Carole, eiginkona hans, að sé lygi. Hún hefur hins vegar neitað að tjá sig eitthvað frekar um flóttann. Ríkisstjórn Japans hefur hingað til ekki tjáð sig um flóttann en fjölmiðlar hafa fordæmt Ghosn og ýmsir málsmetandi aðilar í japönsku samfélagi. Þá hefur líbanska forsetaembættið neitað því að forsetinn Michel Aoun hafi tekið á móti Ghosn þegar hann kom til landsins. Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Sjá meira
Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri Renault og Nissan, sem flúði frá Japan til Líbanon rétt fyrir áramót, mun ekki tjá sig neitt opinberlega um flóttann fyrr en í næstu viku. Eiginkona hans, Carole Ghosn, segir það lygi að hann hafi flúið land í hljóðfæratösku, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Ghosn var eitt sinn álitinn hetja í Japan en er nú alræmdur í landinu þar sem hann liggur undir grun um að hafa kerfisbundið vantalið fram tekjur sínar til eftirlitsaðila og misnotað eignir fyrirtækisins í eigin þágu.Að því er fram kemur í frétt Guardian hyggst Ghosn ræða við fjölmiðla næstkomandi miðvikudag í Beirút, höfuðborg Líbanon. Fáir munu fylgjast jafnvel með því sem Ghosn mun segja þá en Japanir enda þykir það sæta mikilli furðu að forstjóranum fyrrverandi hafi tekist að flýja frá landinu. Á meðal þeirra sem hafa fordæmt Ghosn fyrir að flýja eru hans eigin lögfræðingar. Komst frá landi á frönsku vegabréfi Ghosn hafði verið látinn laus gegn tryggingu í apríl síðastliðnum en var í raun í stofufangelsi í Japan þar sem hann mátti ekki fara frá landinu. Engu að síður tókst honum að flýja áður en réttarhöldin yfir honum hefjast í heimalandinu, en þau eiga að fara fram í landinu eftir nokkra mánuði. Ghosn komst frá Japan á franska vegabréfinu sínu. Dómstóll í Japan hafði leyft Ghosn að halda öðru af tveimur frönsku vegabréfunum hans gegn því að vegabréfið yrði í læstum skáp og að lögmenn hans myndu geyma lykilinn. Sú saga hefur gengið fjöllunum hærra að Ghosn hafi flúið land í hljóðfæratösku. Hann hafi verið fluttur í töskunni af heimili sínu og í einkaþotu á Kansai-alþjóðaflugvellinum í vesturhluta Japans. Þetta segir Carole, eiginkona hans, að sé lygi. Hún hefur hins vegar neitað að tjá sig eitthvað frekar um flóttann. Ríkisstjórn Japans hefur hingað til ekki tjáð sig um flóttann en fjölmiðlar hafa fordæmt Ghosn og ýmsir málsmetandi aðilar í japönsku samfélagi. Þá hefur líbanska forsetaembættið neitað því að forsetinn Michel Aoun hafi tekið á móti Ghosn þegar hann kom til landsins.
Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Sjá meira