Harry prins segist ekki hafa haft um neitt annað að velja en að stíga til hliðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2020 23:30 Hertogahjónin af Sussex. Vísir/getty Harry prins segir að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar.Þetta kom fram í ræðu sem Harry hélt á góðgerðarviðburði í London í dag, degi eftir að Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti að samþykkt hafi verið að Harry og eiginkona hans, Meghan Markle, myndu frá og með vori ekki lengur bera titillinn hans og hennar hátign og ekki þiggja fjármuni frá krúnunni. Það kom mjög á óvart þegar Harry og Markle tilkynntu um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar, þó að svo virðist sem að niðurstaða hafi fengist í málið, eftir samráð æðstu meðlima konungsfjölskyldunnar. Í ræðunni sagði Harry að hann væri leiður yfir því að hafa þurft að taka það skref að stíga úr framvarðarsveitinni, það væru þung skref en nauðsynleg engu að síður. Sagði Harry að hann og Markle hafi rætt málið ítarlega undanfarna mánuði og að þetta væri niðurstaðan. „Ég veit að ég hef ekki alltaf haft rétt fyrir mér en hvað þetta varðar, þá var þetta það eina í stöðunni,“ sagði Harry. Bætti hann við að upphaflega hafi þau ætlað sér að halda áfram að þjóna drottningunni, breska samveldinu, án þess þó að þiggja fjármuni frá hinu opinbera. Sagði Harry að sér þætti það leitt að sá möguleiki hafi ekki verið í boði. „Ég vona að með því að stíga þetta skref til baka frá því eina sem ég hef kynnst á ævinni, geti ég stigið skref fram á við í það sem ég vona að verði friðsælla líf,“ sagði Harry en ræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan. View this post on Instagram at tonight’s dinner for supporters of Sentebale in London Video © SussexRoyalA post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on Jan 19, 2020 at 2:00pm PST Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37 Harry og Meghan fá aðlögunartímabil Elísabet II Bretlandsdrottning segir að lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónana af Sussex, þeim Harry Bretaprins og Meghan Markle, hjónanna innan bresku konungsfjölskyldunnar verði tekin á næstu dögum. Drottningin hefur samþykkt sérstakt aðlögunartímabil þar sem hjónakornin muni deila tíma sínum á milli Bretlands og Kanada. 13. janúar 2020 18:06 Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59 Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. 14. janúar 2020 13:45 Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Harry prins segir að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar.Þetta kom fram í ræðu sem Harry hélt á góðgerðarviðburði í London í dag, degi eftir að Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti að samþykkt hafi verið að Harry og eiginkona hans, Meghan Markle, myndu frá og með vori ekki lengur bera titillinn hans og hennar hátign og ekki þiggja fjármuni frá krúnunni. Það kom mjög á óvart þegar Harry og Markle tilkynntu um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar, þó að svo virðist sem að niðurstaða hafi fengist í málið, eftir samráð æðstu meðlima konungsfjölskyldunnar. Í ræðunni sagði Harry að hann væri leiður yfir því að hafa þurft að taka það skref að stíga úr framvarðarsveitinni, það væru þung skref en nauðsynleg engu að síður. Sagði Harry að hann og Markle hafi rætt málið ítarlega undanfarna mánuði og að þetta væri niðurstaðan. „Ég veit að ég hef ekki alltaf haft rétt fyrir mér en hvað þetta varðar, þá var þetta það eina í stöðunni,“ sagði Harry. Bætti hann við að upphaflega hafi þau ætlað sér að halda áfram að þjóna drottningunni, breska samveldinu, án þess þó að þiggja fjármuni frá hinu opinbera. Sagði Harry að sér þætti það leitt að sá möguleiki hafi ekki verið í boði. „Ég vona að með því að stíga þetta skref til baka frá því eina sem ég hef kynnst á ævinni, geti ég stigið skref fram á við í það sem ég vona að verði friðsælla líf,“ sagði Harry en ræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan. View this post on Instagram at tonight’s dinner for supporters of Sentebale in London Video © SussexRoyalA post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on Jan 19, 2020 at 2:00pm PST
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37 Harry og Meghan fá aðlögunartímabil Elísabet II Bretlandsdrottning segir að lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónana af Sussex, þeim Harry Bretaprins og Meghan Markle, hjónanna innan bresku konungsfjölskyldunnar verði tekin á næstu dögum. Drottningin hefur samþykkt sérstakt aðlögunartímabil þar sem hjónakornin muni deila tíma sínum á milli Bretlands og Kanada. 13. janúar 2020 18:06 Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59 Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. 14. janúar 2020 13:45 Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37
Harry og Meghan fá aðlögunartímabil Elísabet II Bretlandsdrottning segir að lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónana af Sussex, þeim Harry Bretaprins og Meghan Markle, hjónanna innan bresku konungsfjölskyldunnar verði tekin á næstu dögum. Drottningin hefur samþykkt sérstakt aðlögunartímabil þar sem hjónakornin muni deila tíma sínum á milli Bretlands og Kanada. 13. janúar 2020 18:06
Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59
Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. 14. janúar 2020 13:45
Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45