Virkja ágreiningsákvæði í samningi við Íran Samúel Karl Ólason og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 14. janúar 2020 16:42 Frá undirritun samningsins árið 2015. AP/Joe Klamar Evrópusambandsríkin sem eru aðilar að kjarnorkusamningnum við Íran sögðust í dag hafa virkjað ágreiningsákvæði samningsins eftir að Íran dró úr þátttöku sinni. Um er að ræða Bretland, Frakkland og Þýskaland. Íran, ESB, Kína, Rússland, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland og Bretland undirrituðu þennan samning árið 2015. Hann gengur í meginatriðum út á að takmarka kjarnorkuáætlun Írans gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að hætta þátttöku og setja viðskiptaþvinganir aftur á hafa samskipti Bandaríkjanna og Írans versnað til muna. Eftir dráp Bandaríkjamanna á írönskum hershöfðingja og eldflaugaárás Írana á bandarískar herstöðvar í Írak er allt á suðupunkti og Íran hefur dregið allverulega úr þátttöku sinni í samningnum. Sérstaklega varðandi takmarkanir á auðgun úrans. Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, ræddi í dag um ákvörðun Breta, Frakka og Þjóðverja um að virkja þetta ágreiningsákvæði samningsins. Það þýðir að aðildarríkin hafa tvær vikur til þess að leysa úr ágreiningsmálum sem komið hafa upp, það er að segja ákvörðun Írana að hætta að fylgja samningnum eftir. Takist það ekki er hægt að senda deiluna til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem myndi þá greiða atkvæði um að setja þær viðskiptaþvinganir sem felldar voru niður með samningnum aftur á Íran. Það myndi tákna formlegan enda samningsins. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sagði markmið samningsins, að koma í veg fyrir að Íran fengi kjarnorkuvopn, enn mikilvægt. Fyrst Bandaríkin vilji ekki vera með þurfi að grípa til annarra ráðstafana. Yfirvöld Íran segja Evrópuríkin hins vegar misnota samninginn. Þrátt fyrir það væru Íranar tilbúnir til uppbyggilegra viðræðna um hann. Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Þýskaland Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Sjá meira
Evrópusambandsríkin sem eru aðilar að kjarnorkusamningnum við Íran sögðust í dag hafa virkjað ágreiningsákvæði samningsins eftir að Íran dró úr þátttöku sinni. Um er að ræða Bretland, Frakkland og Þýskaland. Íran, ESB, Kína, Rússland, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland og Bretland undirrituðu þennan samning árið 2015. Hann gengur í meginatriðum út á að takmarka kjarnorkuáætlun Írans gegn afléttingu viðskiptaþvingana. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að hætta þátttöku og setja viðskiptaþvinganir aftur á hafa samskipti Bandaríkjanna og Írans versnað til muna. Eftir dráp Bandaríkjamanna á írönskum hershöfðingja og eldflaugaárás Írana á bandarískar herstöðvar í Írak er allt á suðupunkti og Íran hefur dregið allverulega úr þátttöku sinni í samningnum. Sérstaklega varðandi takmarkanir á auðgun úrans. Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, ræddi í dag um ákvörðun Breta, Frakka og Þjóðverja um að virkja þetta ágreiningsákvæði samningsins. Það þýðir að aðildarríkin hafa tvær vikur til þess að leysa úr ágreiningsmálum sem komið hafa upp, það er að segja ákvörðun Írana að hætta að fylgja samningnum eftir. Takist það ekki er hægt að senda deiluna til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem myndi þá greiða atkvæði um að setja þær viðskiptaþvinganir sem felldar voru niður með samningnum aftur á Íran. Það myndi tákna formlegan enda samningsins. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sagði markmið samningsins, að koma í veg fyrir að Íran fengi kjarnorkuvopn, enn mikilvægt. Fyrst Bandaríkin vilji ekki vera með þurfi að grípa til annarra ráðstafana. Yfirvöld Íran segja Evrópuríkin hins vegar misnota samninginn. Þrátt fyrir það væru Íranar tilbúnir til uppbyggilegra viðræðna um hann.
Bandaríkin Bretland Frakkland Íran Þýskaland Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Sjá meira