Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. janúar 2020 17:06 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. Þetta kemur fram í færslu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Facebook í dag þar sem hún bregst við ummælum um meintan niðurskurð fjárframlaga til spítalans. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu en í morgun sendi þingflokkur Samfylkingarinnar meðal annars frá sér ályktun þar sem staðan er hörmuð og ríkisstjórnin hvött til að bregðast við ástandinu strax. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að íslensk stjórnvöld hafi tekið pólitíska ákvörðun um að setja ekki nægt fjármagn í heilbrigðiskerfið.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Svandís segir allt tal um niðurskurð fjárframlaga til Landspítalans í besta falli vera byggt á misskilningi. Engin niðurskurðarkrafa hefur verið gerð á Landspítala af minni hálfu á kjörtímabilinu. Landspítalinn hefur þó þurft að bregðast við hallarekstri til þess að hagræða eftir að rekstur spítalans fór verulega fram úr þeim stórauknu heimildum sem stofnunin hefur fengið undanfarin ár á fjárlögum,“ skrifar Svandís í færslu sinni. Ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að styrkja heilbrigðiskerfið með ýmsum ráðum. Þær áherslur endurspeglist meðal annars í nýrri heilbrigðisstefnu þar sem til að mynda er lögð áhersla á að efla heilsugæsluna. „Fjárframlög til þjónustunnar nemur 19.5% á kjörtímabilinu auk þess sem hlutverk og staða heilsugæslunnar í þjónustunni um allt land hefur verið styrkt og skilgreind enn betur en áður var,“ skrifar Svandís. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. Þetta kemur fram í færslu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Facebook í dag þar sem hún bregst við ummælum um meintan niðurskurð fjárframlaga til spítalans. Staðan á Landspítalanum, ekki hvað síst á bráðamóttökunni, hefur verið mikið til umræðu að undanförnu en í morgun sendi þingflokkur Samfylkingarinnar meðal annars frá sér ályktun þar sem staðan er hörmuð og ríkisstjórnin hvött til að bregðast við ástandinu strax. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að íslensk stjórnvöld hafi tekið pólitíska ákvörðun um að setja ekki nægt fjármagn í heilbrigðiskerfið.Sjá einnig: Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Svandís segir allt tal um niðurskurð fjárframlaga til Landspítalans í besta falli vera byggt á misskilningi. Engin niðurskurðarkrafa hefur verið gerð á Landspítala af minni hálfu á kjörtímabilinu. Landspítalinn hefur þó þurft að bregðast við hallarekstri til þess að hagræða eftir að rekstur spítalans fór verulega fram úr þeim stórauknu heimildum sem stofnunin hefur fengið undanfarin ár á fjárlögum,“ skrifar Svandís í færslu sinni. Ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að styrkja heilbrigðiskerfið með ýmsum ráðum. Þær áherslur endurspeglist meðal annars í nýrri heilbrigðisstefnu þar sem til að mynda er lögð áhersla á að efla heilsugæsluna. „Fjárframlög til þjónustunnar nemur 19.5% á kjörtímabilinu auk þess sem hlutverk og staða heilsugæslunnar í þjónustunni um allt land hefur verið styrkt og skilgreind enn betur en áður var,“ skrifar Svandís.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent