Eiginkonan til bjargar eftir að Manchester United gleymdi honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 14:30 Norman Whiteside í leik með Manchester United á Wembley. Getty/Allsport Starfsmenn Manchester United gleymdu einu af mesta efninu í sögu félagsins um helgina þegar þeir skoðuðu hvaða leikmenn voru yngstir til að spila tvö hundruð leiki fyrir Manchester United. Marcus Rashford spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United í sigri á Norwich og hélt upp á það með tveimur mörkum. Rashford er bara 22 ára og tveggja mánaða og í fyrstu héldu menn hjá Manchester United að aðeins goðsagnirnar George Best and Ryan Gigg hafi verið verið yngri þegar þeir náðu þessum tímamótum. Það þurfti hins vegar eiginkonu Norman Whiteside til að koma öllu á hreint. Hún vakti athygli á mistökunum á Twitter. Think my hubby @NormanWhiteside was younger than all three of you in actual fact https://t.co/2JEoAojdfw— Mrs W Official (@WhitesideDee) January 12, 2020 Dee, eiginkona Norman Whiteside, var nefnilega fljót að benda bæði Marcus Rashfors og Manchester United að metið væri í eigu eiginmanns síns. Norman Whiteside var nefnilega aðeins 21 árs og fjögurra mánaða þegar hann spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United. Norman Whiteside spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchetser United árið 1982 og seinna um sumarið þá bætti hann met Pele og varð sá yngsti til að spila í úrslitakeppni HM. Whiteside spilaði þá með Norður Írlandi á HM á Spáni aðeins 17 ára og 41 dags gamall. Norman Whiteside spilaði alls 274 leiki fyrir Manchester United frá 1982 til 1989 og varð tvisvar enskur bikarmeistari með félaginu en hann fór þaðan til Everton. Whiteside þótti eitt mesta efnið í sögu Manchester United en þurfti seinna að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gamall vegna hnémeiðsla. Appreciation tweet for the great Norman Whiteside. Never to be overlooked pic.twitter.com/X4JpvRsili— Marcus Rashford (@MarcusRashford) January 12, 2020 Yngstir til að spila 200 leiki fyrir Manchester United: Norman Whiteside: 21 árs og 4 mánaða George Best: 21 árs og 7 mánaða Ryan Giggs: 21 árs og 9 mánaða Marcus Rashford: 22 ára og 2 mánaða Cristiano Ronaldo: 22 ára og 8 mánaða Wayne Rooney: 22 ára og 11 mánaða Bobby Charlton: 24 ára og 4 mánaða Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Starfsmenn Manchester United gleymdu einu af mesta efninu í sögu félagsins um helgina þegar þeir skoðuðu hvaða leikmenn voru yngstir til að spila tvö hundruð leiki fyrir Manchester United. Marcus Rashford spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United í sigri á Norwich og hélt upp á það með tveimur mörkum. Rashford er bara 22 ára og tveggja mánaða og í fyrstu héldu menn hjá Manchester United að aðeins goðsagnirnar George Best and Ryan Gigg hafi verið verið yngri þegar þeir náðu þessum tímamótum. Það þurfti hins vegar eiginkonu Norman Whiteside til að koma öllu á hreint. Hún vakti athygli á mistökunum á Twitter. Think my hubby @NormanWhiteside was younger than all three of you in actual fact https://t.co/2JEoAojdfw— Mrs W Official (@WhitesideDee) January 12, 2020 Dee, eiginkona Norman Whiteside, var nefnilega fljót að benda bæði Marcus Rashfors og Manchester United að metið væri í eigu eiginmanns síns. Norman Whiteside var nefnilega aðeins 21 árs og fjögurra mánaða þegar hann spilaði sinn tvö hundraðasta leik fyrir Manchester United. Norman Whiteside spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchetser United árið 1982 og seinna um sumarið þá bætti hann met Pele og varð sá yngsti til að spila í úrslitakeppni HM. Whiteside spilaði þá með Norður Írlandi á HM á Spáni aðeins 17 ára og 41 dags gamall. Norman Whiteside spilaði alls 274 leiki fyrir Manchester United frá 1982 til 1989 og varð tvisvar enskur bikarmeistari með félaginu en hann fór þaðan til Everton. Whiteside þótti eitt mesta efnið í sögu Manchester United en þurfti seinna að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gamall vegna hnémeiðsla. Appreciation tweet for the great Norman Whiteside. Never to be overlooked pic.twitter.com/X4JpvRsili— Marcus Rashford (@MarcusRashford) January 12, 2020 Yngstir til að spila 200 leiki fyrir Manchester United: Norman Whiteside: 21 árs og 4 mánaða George Best: 21 árs og 7 mánaða Ryan Giggs: 21 árs og 9 mánaða Marcus Rashford: 22 ára og 2 mánaða Cristiano Ronaldo: 22 ára og 8 mánaða Wayne Rooney: 22 ára og 11 mánaða Bobby Charlton: 24 ára og 4 mánaða
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira