Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir hefur gert það gott síðustu misseri. Ap/richard shotwell Hildur Guðnadóttir hreppti verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Bandaríkjunum í nótt fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunin í nótt voru þau sjöttu sem Hildur hefur hlotið fyrir tónlistina í Joker en áður hafði hún verið verðlaunuð á Golden Globe-hátíðinni og er tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna. Síðar í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlauna kunngjörðar en teljast verður afar líklegt að hún hljóti tilnefningu miðað við velgengnina á öðrum verðlaunahátíðum. Hildur er einnig tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl en áður hafði hún hlotið Emmy-verðlaunin fyrir þá tónlist. Aðalstef myndarinnar er leikið á selló, sem er aðalhljóðfæri Hildar, en leikstjóri myndarinnar, Todd Phillips, hefur lýst því hvernig sellóleikur Hildar hjálpaði þeim að skapa eina eftirminnilegustu senu myndarinnar. Um er að ræða senu þar sem Arthur Fleck, sem síðar verður hið alræmda illmenni Jokerinn, stígur dans á baðherbergi eftir að hafa myrt nokkra í neðanjarðarlest. Phillips sagði frá vandræðunum sem hann og aðalleikari myndarinnar Joaquin Phoenix stóðu frammi fyrir þegar taka átti upp senuna á baðherberginu. Phoenix hafði stungið upp á að karakterinn hans myndi stíga dans. Það var þá sem Phillips leyfði honum að heyra sellóverkið sem Hildur hafði samið fyrir myndina. Verkið greip Phoenix samstundis sem hreyfði sig út frá tónlist Hildar. Hildur hefur sjálf greint frá því að Phoenix hefði tjáð henni að þegar hann heyrði verkið hennar þá hefði hann fyrst náð að komast að kjarna Jokersins. „Hann komst inn í hugarheim hans með hjálp tónlistarinnar. Það sést að hann hreyfir sig í takt við verkið. Við hlustuðum á það með honum í myndinni. Þetta var fyrsta senan sem ég fékk að sjá úr myndinni. Það var töfrum líkast að sjá að hann upplifði í raun sömu hreyfingar og ég upplifði þegar ég samdi verkið,“ sagði Hildur. Bandaríkin Golden Globes Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hildur Guðnadóttir hreppti verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Bandaríkjunum í nótt fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunin í nótt voru þau sjöttu sem Hildur hefur hlotið fyrir tónlistina í Joker en áður hafði hún verið verðlaunuð á Golden Globe-hátíðinni og er tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna. Síðar í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlauna kunngjörðar en teljast verður afar líklegt að hún hljóti tilnefningu miðað við velgengnina á öðrum verðlaunahátíðum. Hildur er einnig tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl en áður hafði hún hlotið Emmy-verðlaunin fyrir þá tónlist. Aðalstef myndarinnar er leikið á selló, sem er aðalhljóðfæri Hildar, en leikstjóri myndarinnar, Todd Phillips, hefur lýst því hvernig sellóleikur Hildar hjálpaði þeim að skapa eina eftirminnilegustu senu myndarinnar. Um er að ræða senu þar sem Arthur Fleck, sem síðar verður hið alræmda illmenni Jokerinn, stígur dans á baðherbergi eftir að hafa myrt nokkra í neðanjarðarlest. Phillips sagði frá vandræðunum sem hann og aðalleikari myndarinnar Joaquin Phoenix stóðu frammi fyrir þegar taka átti upp senuna á baðherberginu. Phoenix hafði stungið upp á að karakterinn hans myndi stíga dans. Það var þá sem Phillips leyfði honum að heyra sellóverkið sem Hildur hafði samið fyrir myndina. Verkið greip Phoenix samstundis sem hreyfði sig út frá tónlist Hildar. Hildur hefur sjálf greint frá því að Phoenix hefði tjáð henni að þegar hann heyrði verkið hennar þá hefði hann fyrst náð að komast að kjarna Jokersins. „Hann komst inn í hugarheim hans með hjálp tónlistarinnar. Það sést að hann hreyfir sig í takt við verkið. Við hlustuðum á það með honum í myndinni. Þetta var fyrsta senan sem ég fékk að sjá úr myndinni. Það var töfrum líkast að sjá að hann upplifði í raun sömu hreyfingar og ég upplifði þegar ég samdi verkið,“ sagði Hildur.
Bandaríkin Golden Globes Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira